Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 19-28 | Valur í bikarúrslit eftir níu marka sigur Andri Már Eggertsson skrifar 15. mars 2023 20:35 Valskonur fögnuðu eftir leik Vísir/Vilhelm Valur valtaði yfir Hauka og tryggði sér farseðilinn í úrslit Powerade-bikarsins næsta laugardag. Jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en eftir það tók Valur yfir leikinn og voru úrslitin ráðin í hálfleik þar sem Valur var sjö mörkum yfir. Haukar áttu aldrei möguleika í seinni hálfleik og Valur vann á endanum 19-28. Sigríður Hauksdóttir skoraði tvö mörk úr jafn mörgum skotum Vísir/Vilhelm Valur byrjaði betur og gerði fyrstu þrjú mörkin. Valskonur spiluðu þéttan varnarleik sem skilaði auðveldum hraðaupphlaupum. Elín Klara Þorkelsdóttir svaraði með því að gera þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn 3-3. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 9 mörk í kvöld Vísir/Vilhelm Jafnræði var með liðunum á fyrstu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks. Haukar nýttu sér litla markvörslu Vals en Sara Sif Helgadóttir krossbands slitnaði í síðasta leik Vals. Valskonur tóku síðan yfir leikinn og unnu síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks með sex mörkum 3-9. Varnarleikur Vals var afar góður sem varð til þess að Haukar gerðu mikið af mistökum og töpuðu afar mörgum boltum. Haukar skoruðu ekki mark í tæplega sex mínútur og Valur nýtti sér það og komst fimm mörkum yfir. Byssurnar fyrir utan hjá Val sáu um að draga vagninn. Thea Imani, Elín Rósa og Mariam skoruðu ellefu af sextán mörkum Vals í fyrri hálfleik. Valur var sjö mörkum yfir í hálfleik 9-16. Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val með 7 mörkVísir/Vilhelm Valskonur gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og komust tíu mörkum yfir 13-23 þegar þrettán mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Valur hélt áfram að spila góða vörn á Elínu Klöru og því miður fyrir Hauka tóku aðrir leikmenn ekki við keflinu. Þar sem úrslitin voru löngu ráðin gat Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, rúllað vel á liðinu og gefið lykil leikmönnum hvíld enda úrslitaleikurinn í Powerade-bikarnum á laugardaginn. Valskonur fögnuðu eftir leikVísir/Vilhelm Valskonur fögnuðu níu marka sigri 19-28. Það var falleg stund eftir leik þar sem leikmenn og áhorfendur sungu afmælissönginn fyrir Óskar Bjarna Óskarsson, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Val, Óskar Bjarni fagnaði fimmtugsafmælinu í Laugardalshöllinni þar sem hann sá sitt lið tryggja sig í úrslit Powerade-bikarsins. Valsarinn, Óskar Bjarni fagnaði afmælinu sínu í Höllinni Vísir/Vilhelm Af hverju vann Valur? Valur var sterkari á öllum sviðum í kvöld. Valskonur voru með mikla yfirburði í fjörtíu og fimm mínútur. Eftir að Valur fór að spila betri vörn á Elínu Klöru þá áttu Haukar engin tromp eftir og þá var allt töluvert auðveldara fyrir Val. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imani Sturludóttir var frábær í kvöld. Thea var markahæst hjá Val með sjö mörk úr átta skotum. Thea var einnig með sjö löglegar stöðvanir. Elín Klara Þorkelsdóttir var lang markahæst hjá Haukum með níu mörk. Hvað gekk illa? Elín Klara og Sara Odden skoruðu 13 af 19 mörkum Hauka. Aðrir leikmenn tóku ekkert til sín þegar öll orkan fór í að spila vörn á Elínu Klöru. Haukar töpuðu oft boltanum afar klaufalega sem skilaði Val auðveldum mörkum. Hvað gerist næst? Haukar eru úr leik en Valur mætir annað hvort ÍBV eða Selfossi í bikarúrslitum á laugardaginn klukkan 13:30. Díana: Fleiri verða að taka af skarið sóknarlega en bara Elín Klara Díana Guðjónsdóttir á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Vilhelm Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var svekkt eftir níu marka tap gegn Val. „Við spiluðum ekki góða vörn, skotin voru drulluslöpp fyrir utan Elínu Klöru og það var allt sem klikkaði. Greinilega náði ég ekki að stilla mitt lið rétt,“ sagði Díana Guðjónsdóttir í samtali við Vísi eftir leik. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimmtán mínúturnar en síðan fór allt úrskeiðis hjá Haukum. „Mér fannst ekkert breytast hjá Val. En Valur spilar góða vörn og þetta var erfitt þar sem skytturnar þorðu ekki að skjóta fyrir utan punktalínu. Það þurfa fleiri að taka af skarið sóknarlega en bara Elín Klara og við höfum verið í vandræðum með það,“ sagði Díana Guðjónsdóttir að lokum. Handbolti Powerade-bikarinn Valur Haukar
Valur valtaði yfir Hauka og tryggði sér farseðilinn í úrslit Powerade-bikarsins næsta laugardag. Jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en eftir það tók Valur yfir leikinn og voru úrslitin ráðin í hálfleik þar sem Valur var sjö mörkum yfir. Haukar áttu aldrei möguleika í seinni hálfleik og Valur vann á endanum 19-28. Sigríður Hauksdóttir skoraði tvö mörk úr jafn mörgum skotum Vísir/Vilhelm Valur byrjaði betur og gerði fyrstu þrjú mörkin. Valskonur spiluðu þéttan varnarleik sem skilaði auðveldum hraðaupphlaupum. Elín Klara Þorkelsdóttir svaraði með því að gera þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn 3-3. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði 9 mörk í kvöld Vísir/Vilhelm Jafnræði var með liðunum á fyrstu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks. Haukar nýttu sér litla markvörslu Vals en Sara Sif Helgadóttir krossbands slitnaði í síðasta leik Vals. Valskonur tóku síðan yfir leikinn og unnu síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks með sex mörkum 3-9. Varnarleikur Vals var afar góður sem varð til þess að Haukar gerðu mikið af mistökum og töpuðu afar mörgum boltum. Haukar skoruðu ekki mark í tæplega sex mínútur og Valur nýtti sér það og komst fimm mörkum yfir. Byssurnar fyrir utan hjá Val sáu um að draga vagninn. Thea Imani, Elín Rósa og Mariam skoruðu ellefu af sextán mörkum Vals í fyrri hálfleik. Valur var sjö mörkum yfir í hálfleik 9-16. Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val með 7 mörkVísir/Vilhelm Valskonur gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og komust tíu mörkum yfir 13-23 þegar þrettán mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Valur hélt áfram að spila góða vörn á Elínu Klöru og því miður fyrir Hauka tóku aðrir leikmenn ekki við keflinu. Þar sem úrslitin voru löngu ráðin gat Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, rúllað vel á liðinu og gefið lykil leikmönnum hvíld enda úrslitaleikurinn í Powerade-bikarnum á laugardaginn. Valskonur fögnuðu eftir leikVísir/Vilhelm Valskonur fögnuðu níu marka sigri 19-28. Það var falleg stund eftir leik þar sem leikmenn og áhorfendur sungu afmælissönginn fyrir Óskar Bjarna Óskarsson, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Val, Óskar Bjarni fagnaði fimmtugsafmælinu í Laugardalshöllinni þar sem hann sá sitt lið tryggja sig í úrslit Powerade-bikarsins. Valsarinn, Óskar Bjarni fagnaði afmælinu sínu í Höllinni Vísir/Vilhelm Af hverju vann Valur? Valur var sterkari á öllum sviðum í kvöld. Valskonur voru með mikla yfirburði í fjörtíu og fimm mínútur. Eftir að Valur fór að spila betri vörn á Elínu Klöru þá áttu Haukar engin tromp eftir og þá var allt töluvert auðveldara fyrir Val. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imani Sturludóttir var frábær í kvöld. Thea var markahæst hjá Val með sjö mörk úr átta skotum. Thea var einnig með sjö löglegar stöðvanir. Elín Klara Þorkelsdóttir var lang markahæst hjá Haukum með níu mörk. Hvað gekk illa? Elín Klara og Sara Odden skoruðu 13 af 19 mörkum Hauka. Aðrir leikmenn tóku ekkert til sín þegar öll orkan fór í að spila vörn á Elínu Klöru. Haukar töpuðu oft boltanum afar klaufalega sem skilaði Val auðveldum mörkum. Hvað gerist næst? Haukar eru úr leik en Valur mætir annað hvort ÍBV eða Selfossi í bikarúrslitum á laugardaginn klukkan 13:30. Díana: Fleiri verða að taka af skarið sóknarlega en bara Elín Klara Díana Guðjónsdóttir á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Vilhelm Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var svekkt eftir níu marka tap gegn Val. „Við spiluðum ekki góða vörn, skotin voru drulluslöpp fyrir utan Elínu Klöru og það var allt sem klikkaði. Greinilega náði ég ekki að stilla mitt lið rétt,“ sagði Díana Guðjónsdóttir í samtali við Vísi eftir leik. Jafnræði var með liðunum fyrstu fimmtán mínúturnar en síðan fór allt úrskeiðis hjá Haukum. „Mér fannst ekkert breytast hjá Val. En Valur spilar góða vörn og þetta var erfitt þar sem skytturnar þorðu ekki að skjóta fyrir utan punktalínu. Það þurfa fleiri að taka af skarið sóknarlega en bara Elín Klara og við höfum verið í vandræðum með það,“ sagði Díana Guðjónsdóttir að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti