Lífið

Ljós­­myndari selur sann­kallaða út­­sýnis­­perlu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Eldhúsið hefur mikið verið endurnýjað og marmari er á borðplötunni.
Eldhúsið hefur mikið verið endurnýjað og marmari er á borðplötunni. Fasteignaljósmyndun

Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson hefur sett íbúð sína í Hátúni á sölu. Íbúðin er opin og björt með útsýni að Hallgrímskirkju og Fríkirkjunni. Af öðrum svölum íbúðarinnar er útsýni yfir Esjuna og Móskarðshnjúka.

Eignin sem um ræðir er á níundu hæð í lyftuhúsi. Íbúðin er fjögurra herbergja og rúmir 117 fermetrar á stærð. Ásett verð eru 99,8 milljónir króna.

Íbúðin var upphaflega happdrættisvinningur í happdrætti DAS og á sér því skemmtilega sögu. Húsið var byggt árið 1960 en hefur mikið verið endurnýjuð síðustu ár. Á gólfi er stafaparket úr eik og marmari á eldhúseyju og inni á baði.

Í stofunni er útgengt inn á 18,5 fermetra þaksvalir sem snúa í suður frá borðstofu. Þá eru aðrar jafnstórar þaksvalir í íbúðinni sem snúa í norðvestur, sem útgengt er á innan úr svefnherbergi.

Nánar má lesa um eignina hér á fasteignavef Vísis.

Í eldhúsinu er meðal annars útsýni yfir Hallgrímskirkju og Fríkirkjuna.Fasteignaljósmyndun
Eldhúsið og stofan renna saman í eitt.Fasteignaljósmyndun
Marmarinn inni á baði er í stíl við eldhúseyjuna.DomusNova
Í borðstofunni sést glitta í Háteigskirkju.Fasteignaljósmyndun
Útsýni er yfir Esjuna og Móskarðshnjúka.Fasteignaljósmyndun








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.