Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2023 22:45 JK Rowling er ekki háttskrifuð í bókum Sjóns. Getty/samsett Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. Sjón gagnrýndi Rowling í tísti í kvöld og vísar til ummæla sem breski rithöfundurinn lét falla í hlaðvarpsþætti um að tíminn eigi eftir að leiða í ljós hvort að hún hafi rangt fyrir sér um transfólk. Í sama þætti sagðist hún hafa vitað að það ætti eftir að fara illa í aðdáendur bókanna um Harry Potter að hún æði inn í umræðu um réttindi transfólks á sínum tíma. „JK Rowling getur leyft sér þann munað að segja að „tíminn leiði í ljós hvort ég hafi á röngu að standa“ á meðan transfólk neyðist til þess að búa við aðsteðjandi hættu á að það missi ekki aðeins mannréttindi sín heldur líf sitt vegna þess að heimtufrekt (e. entitled) fólk eins og hún er kerfisbundið að afmennska það,“ tísti Sjón á ensku. JK Rowling has the luxury of saying time will tell whether I ve got this wrong , while trans people are forced to live with the imminent danger of not only losing their human rights but also their lives because entitled people like her are systematically dehumanising them.— Sjón (@Sjonorama) March 15, 2023 Rowling hefur sætt harðri gagnrýni fyrir afstöðu sína til transfólks og transkvenna sérstaklega. Hún hefur ítrekað gefið í skyn að transkonur séu hættulegar öðrum konum og sagt að transkonur séu ekki konur. Leikararnir sem túlkuðu aðalpersónurnar í kvikmyndunum um Harry Potter eru á meðal þeirra sem hafa lýst sig ósammála Rowling opinberlega. Stormurinn í kringum Rowling geisar í skugga harðnandi orðræðu um hinsegin fólk víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í hlaðvarpinu líkti Rowling baráttufólki fyrir réttindum transfólks við svonefndar násugur úr Potter-bókunum, hóp illra seiðkarla og kvenna sem Potter þarf að glíma við. „Ég er að berjast gegn því sem ég tel öfluga og lævíslega hreyfingu sem hatar konur og sem hefur orðið gríðarlega ágegnt á mjög áhrifamiklum sviðum samfélagsins,“ sagði rithöfundurinn. Hinsegin Menning Bókmenntir Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Sjón gagnrýndi Rowling í tísti í kvöld og vísar til ummæla sem breski rithöfundurinn lét falla í hlaðvarpsþætti um að tíminn eigi eftir að leiða í ljós hvort að hún hafi rangt fyrir sér um transfólk. Í sama þætti sagðist hún hafa vitað að það ætti eftir að fara illa í aðdáendur bókanna um Harry Potter að hún æði inn í umræðu um réttindi transfólks á sínum tíma. „JK Rowling getur leyft sér þann munað að segja að „tíminn leiði í ljós hvort ég hafi á röngu að standa“ á meðan transfólk neyðist til þess að búa við aðsteðjandi hættu á að það missi ekki aðeins mannréttindi sín heldur líf sitt vegna þess að heimtufrekt (e. entitled) fólk eins og hún er kerfisbundið að afmennska það,“ tísti Sjón á ensku. JK Rowling has the luxury of saying time will tell whether I ve got this wrong , while trans people are forced to live with the imminent danger of not only losing their human rights but also their lives because entitled people like her are systematically dehumanising them.— Sjón (@Sjonorama) March 15, 2023 Rowling hefur sætt harðri gagnrýni fyrir afstöðu sína til transfólks og transkvenna sérstaklega. Hún hefur ítrekað gefið í skyn að transkonur séu hættulegar öðrum konum og sagt að transkonur séu ekki konur. Leikararnir sem túlkuðu aðalpersónurnar í kvikmyndunum um Harry Potter eru á meðal þeirra sem hafa lýst sig ósammála Rowling opinberlega. Stormurinn í kringum Rowling geisar í skugga harðnandi orðræðu um hinsegin fólk víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í hlaðvarpinu líkti Rowling baráttufólki fyrir réttindum transfólks við svonefndar násugur úr Potter-bókunum, hóp illra seiðkarla og kvenna sem Potter þarf að glíma við. „Ég er að berjast gegn því sem ég tel öfluga og lævíslega hreyfingu sem hatar konur og sem hefur orðið gríðarlega ágegnt á mjög áhrifamiklum sviðum samfélagsins,“ sagði rithöfundurinn.
Hinsegin Menning Bókmenntir Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira