Fær ekki tugmilljónir eftir bakvaktadeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2023 14:39 Ólafsvík er hluti Snæfellsbæjar. Getty Fyrrverandi slökkviliðsstjóri slökkviliðs Snæfellsbæjar hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja hátt í 40 milljónir króna sem hann taldi sig eiga inni hjá sveitarfélaginu vegna ógreiddra bakvakta. Mál slökkviliðsstjórans var tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands. Ákveðið var að vísa ágreiningi um bakvaktargreiðslurnar til dómstóla þegar slökkviliðsstjórinn og forsvarsmenn sveitarfélagsins skrifuðu undir starfslokasamning í desember síðastliðinn. Þá lét slökkviliðsstjórinn af störfum eftir um fjörutíu ára starf hjá Slökkviliði Snæfellsbæjar, áður Ólafsvíkur. Þar af hafði hann verið í tuttugu prósent starfi sem slökkviliðsstjóri frá árinu 2005. Nokkur ágreiningur um bakvaktir Lesa má úr dómi héraðsdóms að slökkviliðsstjórinn og sveitarfélagið hafi um nokkurra ára skeið átt í ágreiningi um bakvaktir, fyrirkomulag þeirra og greiðslur. Sveitarfélagið virðist þó í gegnum þessar deilur ekki hafa verið á þeim buxunum að taka upp bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu. Til að mynda var ákveðið í nýlegri brunavarnaráætlun, sem slökkviliðsstjórinn tók þátt í að vinna, að ekki yrði um bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu, þótt hægt yrði að endurskoða það. Maðurinn hafði starfað sem slökkviliðsmaður í um fjóra áratugi.Vísir/Vilhelm Í apríl síðastliðnum var þó kynnt drög að viðauka við ráðningarsamning slökkviliðsmanna um að greitt yrði fyrir samtals fimmtíu vinnustundir í bakvakt, sem skipt yrði á milli starfsmanna slökkviliðsins. Stuttu síðar barst sveitarfélaginu þó stefna frá slökkviliðsstjóranum þar sem hann krafðist þess að fá greitt fyrir bakvaktir sem hann hafi ynnt af hendi frá árinu 2018. Reglugerð lykilatriði að mati slökkviliðsstjórans Var krafan byggð á reglugerð um starfsemi slökkviliða þar sem meðal annars er komið inn á hlutverk slökkviliðsstjóra. Vísaði slökkviliðsstjórinn í að samkvæmt umræddri reglugerð ætti „Slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri eða stjórnandi sem uppfyllir hæfniskröfur viðkomandi slökkviliðs skal ávallt vera á vakt eða á bakvakt og til staðar á starfssvæði slökkviliðsins,“ líkt og það er orðað. Taldi slökkviliðsstjórinn að þetta hafi lagt á hann þá skyldu að standa bakvakt allan sólarhringinn, allan ársins hring frá gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir þetta hafi hann ekki fengið greitt. Höfnin í ÓlafsvíkGerig/ullstein bild via Getty Images Krafðist hann þess því að fá alls tæpar 38 milljónir krónar frá bænum fyrir ógreiddar bakvaktir. Sveitarfélagið taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á slíkum greiðslum, þar sem ekkert bakvaktarfyrirkomulag hafi verið í gildi eða samkomulag þar um. Í niðurstöðu héraðsdóms er vikið að því að ekki verði annað séð en að slökkviliðsstjórinn hafi ekki ljáð máls á því að semja um greiðslur fyrir bakvaktir, fyrr en á vormánuðum síðasta árs, þegar fyrir lágu drög að samningi um greiðslu fyrir bakvaktir. En ekki að mati héraðsdóms Þá fær héraðsdómur ekki séð að slökkviliðsstjórinn hafi gert kröfu á sveitarfélagið um að bregðast við þegar umrædd reglugerð tók gildi árið 2018, þar sem fjallað er um bakvaktarskyldu slökkviliðsstjóra. Í raun byggi allt mál hans á því að reglugerðin hafi tekið gildi og þar með fellt skyldur á sveitarfélagið til að greiða honum fyrir bakvaktir. Segir í dómi héraðsdóms að þrátt fyrir að ljóst sé að umrædd reglugerð eigi sér lagastoð sé ljóst að skýra lagaheimild þurfi til að leggja fjárhagslega skuldbindingar á sveitarfélög. Almennt og opið ákvæði um að reglugerð megi setja samkvæmt lögum dugi ekki. Þá fær dómurinn ekki sé að umrædd orðalag reglugerðarinnar felli þá skyldu, án nokkurra frekari ráðstafana eða samtals, á slökkviliðsstjóran einan til að vera á bakvakt 24 tíma sólarhrings, alla daga ársins, og þar með greiðsluskyldi á sveitarfélagið. Var sveitarfélagið því sýknað af öllum kröfum slökkviliðsstjórans fyrrverandi. Slökkvilið Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Snæfellsbær Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Mál slökkviliðsstjórans var tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands. Ákveðið var að vísa ágreiningi um bakvaktargreiðslurnar til dómstóla þegar slökkviliðsstjórinn og forsvarsmenn sveitarfélagsins skrifuðu undir starfslokasamning í desember síðastliðinn. Þá lét slökkviliðsstjórinn af störfum eftir um fjörutíu ára starf hjá Slökkviliði Snæfellsbæjar, áður Ólafsvíkur. Þar af hafði hann verið í tuttugu prósent starfi sem slökkviliðsstjóri frá árinu 2005. Nokkur ágreiningur um bakvaktir Lesa má úr dómi héraðsdóms að slökkviliðsstjórinn og sveitarfélagið hafi um nokkurra ára skeið átt í ágreiningi um bakvaktir, fyrirkomulag þeirra og greiðslur. Sveitarfélagið virðist þó í gegnum þessar deilur ekki hafa verið á þeim buxunum að taka upp bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu. Til að mynda var ákveðið í nýlegri brunavarnaráætlun, sem slökkviliðsstjórinn tók þátt í að vinna, að ekki yrði um bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu, þótt hægt yrði að endurskoða það. Maðurinn hafði starfað sem slökkviliðsmaður í um fjóra áratugi.Vísir/Vilhelm Í apríl síðastliðnum var þó kynnt drög að viðauka við ráðningarsamning slökkviliðsmanna um að greitt yrði fyrir samtals fimmtíu vinnustundir í bakvakt, sem skipt yrði á milli starfsmanna slökkviliðsins. Stuttu síðar barst sveitarfélaginu þó stefna frá slökkviliðsstjóranum þar sem hann krafðist þess að fá greitt fyrir bakvaktir sem hann hafi ynnt af hendi frá árinu 2018. Reglugerð lykilatriði að mati slökkviliðsstjórans Var krafan byggð á reglugerð um starfsemi slökkviliða þar sem meðal annars er komið inn á hlutverk slökkviliðsstjóra. Vísaði slökkviliðsstjórinn í að samkvæmt umræddri reglugerð ætti „Slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri eða stjórnandi sem uppfyllir hæfniskröfur viðkomandi slökkviliðs skal ávallt vera á vakt eða á bakvakt og til staðar á starfssvæði slökkviliðsins,“ líkt og það er orðað. Taldi slökkviliðsstjórinn að þetta hafi lagt á hann þá skyldu að standa bakvakt allan sólarhringinn, allan ársins hring frá gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir þetta hafi hann ekki fengið greitt. Höfnin í ÓlafsvíkGerig/ullstein bild via Getty Images Krafðist hann þess því að fá alls tæpar 38 milljónir krónar frá bænum fyrir ógreiddar bakvaktir. Sveitarfélagið taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á slíkum greiðslum, þar sem ekkert bakvaktarfyrirkomulag hafi verið í gildi eða samkomulag þar um. Í niðurstöðu héraðsdóms er vikið að því að ekki verði annað séð en að slökkviliðsstjórinn hafi ekki ljáð máls á því að semja um greiðslur fyrir bakvaktir, fyrr en á vormánuðum síðasta árs, þegar fyrir lágu drög að samningi um greiðslu fyrir bakvaktir. En ekki að mati héraðsdóms Þá fær héraðsdómur ekki séð að slökkviliðsstjórinn hafi gert kröfu á sveitarfélagið um að bregðast við þegar umrædd reglugerð tók gildi árið 2018, þar sem fjallað er um bakvaktarskyldu slökkviliðsstjóra. Í raun byggi allt mál hans á því að reglugerðin hafi tekið gildi og þar með fellt skyldur á sveitarfélagið til að greiða honum fyrir bakvaktir. Segir í dómi héraðsdóms að þrátt fyrir að ljóst sé að umrædd reglugerð eigi sér lagastoð sé ljóst að skýra lagaheimild þurfi til að leggja fjárhagslega skuldbindingar á sveitarfélög. Almennt og opið ákvæði um að reglugerð megi setja samkvæmt lögum dugi ekki. Þá fær dómurinn ekki sé að umrædd orðalag reglugerðarinnar felli þá skyldu, án nokkurra frekari ráðstafana eða samtals, á slökkviliðsstjóran einan til að vera á bakvakt 24 tíma sólarhrings, alla daga ársins, og þar með greiðsluskyldi á sveitarfélagið. Var sveitarfélagið því sýknað af öllum kröfum slökkviliðsstjórans fyrrverandi.
Slökkvilið Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Snæfellsbær Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira