„Meiriháttar trúnaðarbrestur“ innan ríkisstjórnarinnar Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 17:04 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna samráðsleysis dómsmálaráðherra um rafbyssur. Annar varaformaður nefndarinnar segir að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við fréttastofu að það sé augljóst eftir fundinn að þingið þurfi að skoða málið frekar. Hann segir álit umboðsmanns Alþingis segja að stjórnsýsla Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu hafi ekki verið í lagi. Reglugerð dómsmálaráðherra sem heimilar lögreglumönnum að nota rafbyssur var birt í Stjórnartíðindum þann 23. janúar síðastliðinn. Reglugerðin hefur verið afar umdeild, sérstaklega í ljósi þess að ákvörðunin var ekki rædd á ríkisstjórnarfundi. Meiriháttar trúnaðarbrestur Sigmar segir að Jón hefði átt að ræða þetta mál á ríkisstjórnarfundi þar sem um er að ræða mikilsvert stjórnarmálefni. „Þetta er áherslubreyting að mati forsætisráðherrans sem á að ræða á ríkisstjórnarfundum samkvæmt lögum um stjórnarráðið,“ segir hann. „Þá liggur það bara fyrir að forsætisráðherra telur að dómsmálaráðherra hafi mögulega brotið gegn annað hvort lögunum eða stjórnarskránni eða jafnvel bæði,“ Sigmar telur að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.Arnar Halldórsson Að sögn Sigmars er um að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Ræða þurfi það hvort farið verði lengra með málið: „Þá þýðir það auðvitað að það er orðinn meiriháttar trúnaðarbrestur þarna á milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Við á þinginu hljótum að þurfa að skoða það mjög vandlega hvort við förum áfram með þetta mál.“ „Eiginlega jafn vont og brotið sjálft“ Sigmar segir að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. „Það er mjög vont þegar ráðherra í ríkisstjórninni fær svona álit frá umboðsmanni um það að hann hafi ekki haft nægilegt samráð inn í ríkisstjórn, fer þvert gegn því sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar vill að sé gert,“ segir hann. Sigmar segir að trúnaðarbresturinn sé tvöfaldaður vegna viðbragða dómsmálaráðherra í málinu. „Ég túlka það sem meiriháttar trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Trúnaðarbresturinn er síðan tvöfaldaður þegar þú tekur viðbrögð dómsmálaráðherrans sem telur að þetta skipti bara ekki neinu máli, hann sé bara ósammála álitinu og þar við situr. Það er eiginlega jafn vont og brotið sjálft.“ Að sögn Sigmars var þó ekki rætt um næstu skref á fundinum heldur var einungis farið yfir það sem umboðsmaður Alþingis hafði að segja. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við fréttastofu að það sé augljóst eftir fundinn að þingið þurfi að skoða málið frekar. Hann segir álit umboðsmanns Alþingis segja að stjórnsýsla Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu hafi ekki verið í lagi. Reglugerð dómsmálaráðherra sem heimilar lögreglumönnum að nota rafbyssur var birt í Stjórnartíðindum þann 23. janúar síðastliðinn. Reglugerðin hefur verið afar umdeild, sérstaklega í ljósi þess að ákvörðunin var ekki rædd á ríkisstjórnarfundi. Meiriháttar trúnaðarbrestur Sigmar segir að Jón hefði átt að ræða þetta mál á ríkisstjórnarfundi þar sem um er að ræða mikilsvert stjórnarmálefni. „Þetta er áherslubreyting að mati forsætisráðherrans sem á að ræða á ríkisstjórnarfundum samkvæmt lögum um stjórnarráðið,“ segir hann. „Þá liggur það bara fyrir að forsætisráðherra telur að dómsmálaráðherra hafi mögulega brotið gegn annað hvort lögunum eða stjórnarskránni eða jafnvel bæði,“ Sigmar telur að um sé að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.Arnar Halldórsson Að sögn Sigmars er um að ræða meiriháttar trúnaðarbrest milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Ræða þurfi það hvort farið verði lengra með málið: „Þá þýðir það auðvitað að það er orðinn meiriháttar trúnaðarbrestur þarna á milli forsætisráðherra og dómsmálaráðherra. Við á þinginu hljótum að þurfa að skoða það mjög vandlega hvort við förum áfram með þetta mál.“ „Eiginlega jafn vont og brotið sjálft“ Sigmar segir að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. „Það er mjög vont þegar ráðherra í ríkisstjórninni fær svona álit frá umboðsmanni um það að hann hafi ekki haft nægilegt samráð inn í ríkisstjórn, fer þvert gegn því sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar vill að sé gert,“ segir hann. Sigmar segir að trúnaðarbresturinn sé tvöfaldaður vegna viðbragða dómsmálaráðherra í málinu. „Ég túlka það sem meiriháttar trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar. Trúnaðarbresturinn er síðan tvöfaldaður þegar þú tekur viðbrögð dómsmálaráðherrans sem telur að þetta skipti bara ekki neinu máli, hann sé bara ósammála álitinu og þar við situr. Það er eiginlega jafn vont og brotið sjálft.“ Að sögn Sigmars var þó ekki rætt um næstu skref á fundinum heldur var einungis farið yfir það sem umboðsmaður Alþingis hafði að segja.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafbyssur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira