„Þegar maður er kominn með líkingar við kynferðisbrotamenn þá verð ég aðeins að stoppa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2023 19:04 Sigurður Bragason mun hafa farið yfir strikið í samskiptum sínum við Valskonur eftir stórleikinn ÍBV og Vals. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, segir síðustu vikur hafa verið erfiðar eftir að hann var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Sigurður var dæmdur í bann af HSÍ á dögunum vegna atviks sem átti sér stað eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Hann var sakaður um ósæmilega hegðun í garð starfsmanns Vals en var ekki dæmdur í bann fyrir það, heldur fyrir það hvernig hann brást við gagnrýni leikmanna liðsins. „Ég ætla ekki að fara að gera mig að einhverjum píslavætti eða eitthvað svoleiðis, en þetta hefur bara verið erfitt, þungt og vont,“ sagði Sigurður í Sportpakkanum í kvöld. „Ástæða þess að ég vil koma fram er að mér hefur bæði verið ráðlagt að halda mig svolítið fyrir utan þetta og það sé hættulegt að fara inn í samfélagsmiðlatal og eitthvað svona. En nú finnst mér þetta komið út í það að mér finnst ég verða aðeins að svara.“ „Það eru komnar þannig líkingar á mig að þetta er bara farið að há mér og fjölskyldunni þannig að ég vil aðeins fá að segja mína hlið á þessu og bara útskýra hluti.“ Klippa: Sigurður Bragason „Bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt“ Þá segir Sigurður að hann hafi hringt í viðkomandi aðila eftir atvikið og beðist afsökunar á hegðun sinni. „Mín hlið á þessu máli er að ég vinn með kvennfólk og er búinn að vera að vinna með kvennfólk núna í fimm ár sem íþróttakennari. Ég þarf að vanda mig og allt svoleiðis og ég hef ákveðnar agareglur og vinnureglur. En ég þarf stundum að taka utan um þær og ég þarf stundum að hugga og stundum að hrista þær til og annað. Þannig að það er snerting í þessu, það er alveg þannig, en ég hef passað mig.“ „Þegar maður er kominn með einhverjar líkingar við einhverja kynferðisbrotamenn einhversstaðar þá verð ég aðeins að stoppa. Þegar maður svo skítur í heyið og maður hefur óvart gert hluti, þá er bara lágmark að maður biðji afsökunar, sem að ég gerði í þessu tilfelli.“ „Ég hafði samband við viðkomandi aðila, þennan liðsstjóra. Ég bað hana afsökunar á þessu og mér þykir bara ömurlegt hvernig hún upplifði þetta, en ég virði það hundrað prósent. Ég heyri líka í umræddum leikmanni strax eftir það símtal. Þær eru nú mæðgur og ég fékk leyfi hjá móðurinni að tala við hana af því ég sagði henni að fokka sér. Það er bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt,“ sagði Sigurður að lokum. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Tengdar fréttir Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23 ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30 Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00 Sakaður um að slá á afturenda starfsmanns Vals og segja leikmanni að „fokka sér“ Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, er nú á borði aganefndar HSÍ en hann fékk rautt spjald í leik gegn Val um síðustu helgi og er sakaður um „ósæmilega hegðun“ eftir leik. 3. mars 2023 07:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Sigurður var dæmdur í bann af HSÍ á dögunum vegna atviks sem átti sér stað eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Hann var sakaður um ósæmilega hegðun í garð starfsmanns Vals en var ekki dæmdur í bann fyrir það, heldur fyrir það hvernig hann brást við gagnrýni leikmanna liðsins. „Ég ætla ekki að fara að gera mig að einhverjum píslavætti eða eitthvað svoleiðis, en þetta hefur bara verið erfitt, þungt og vont,“ sagði Sigurður í Sportpakkanum í kvöld. „Ástæða þess að ég vil koma fram er að mér hefur bæði verið ráðlagt að halda mig svolítið fyrir utan þetta og það sé hættulegt að fara inn í samfélagsmiðlatal og eitthvað svona. En nú finnst mér þetta komið út í það að mér finnst ég verða aðeins að svara.“ „Það eru komnar þannig líkingar á mig að þetta er bara farið að há mér og fjölskyldunni þannig að ég vil aðeins fá að segja mína hlið á þessu og bara útskýra hluti.“ Klippa: Sigurður Bragason „Bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt“ Þá segir Sigurður að hann hafi hringt í viðkomandi aðila eftir atvikið og beðist afsökunar á hegðun sinni. „Mín hlið á þessu máli er að ég vinn með kvennfólk og er búinn að vera að vinna með kvennfólk núna í fimm ár sem íþróttakennari. Ég þarf að vanda mig og allt svoleiðis og ég hef ákveðnar agareglur og vinnureglur. En ég þarf stundum að taka utan um þær og ég þarf stundum að hugga og stundum að hrista þær til og annað. Þannig að það er snerting í þessu, það er alveg þannig, en ég hef passað mig.“ „Þegar maður er kominn með einhverjar líkingar við einhverja kynferðisbrotamenn einhversstaðar þá verð ég aðeins að stoppa. Þegar maður svo skítur í heyið og maður hefur óvart gert hluti, þá er bara lágmark að maður biðji afsökunar, sem að ég gerði í þessu tilfelli.“ „Ég hafði samband við viðkomandi aðila, þennan liðsstjóra. Ég bað hana afsökunar á þessu og mér þykir bara ömurlegt hvernig hún upplifði þetta, en ég virði það hundrað prósent. Ég heyri líka í umræddum leikmanni strax eftir það símtal. Þær eru nú mæðgur og ég fékk leyfi hjá móðurinni að tala við hana af því ég sagði henni að fokka sér. Það er bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt,“ sagði Sigurður að lokum.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Tengdar fréttir Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23 ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30 Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00 Sakaður um að slá á afturenda starfsmanns Vals og segja leikmanni að „fokka sér“ Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, er nú á borði aganefndar HSÍ en hann fékk rautt spjald í leik gegn Val um síðustu helgi og er sakaður um „ósæmilega hegðun“ eftir leik. 3. mars 2023 07:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23
ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30
Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00
Sakaður um að slá á afturenda starfsmanns Vals og segja leikmanni að „fokka sér“ Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, er nú á borði aganefndar HSÍ en hann fékk rautt spjald í leik gegn Val um síðustu helgi og er sakaður um „ósæmilega hegðun“ eftir leik. 3. mars 2023 07:31