Stór bústaður við Apavatn var alelda þegar slökkviliðið mætti Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 09:44 Eldur kviknaði í bústað við Apavatn í morgun. Aðsend Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um að kviknað væri í sumarbústað norðaustan við Apavatn klukkan rétt rúmlega sjö í morgun. Þá var bústaðurinn þegar alelda. „Þegar fyrstu bílar frá okkur koma þá er þetta í rauninni bara fallið,“ segir Halldór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Að hans sögn er um að ræða stóran bústað með kjallara, hæð og risi. Ekkert liggur fyrir um upptök eldsins. Bústaðurinn er staðsettur einungis um fimmtán metrum frá bökkum Apavatns. Þegar slökkviliðið fékk staðfest að enginn hafi verið í bústaðnum var því ákveðið að slökkva eldinn í rólegheitunum með sem minnstu vatni til að menga ekki stöðuvatnið. „Við erum bara í rauninni að passa okkur að missa ekki mengað vatn út í Apavatn. Þarna eru hryggingarstöðvar fyrir silung og annað,“ segir Halldór. Slökkviliðið mun vinna í því að slökkva eldinn á næstu klukkutímunum. „Alveg eins gott og það gat mögulega verið“ Það er nokkuð af bústöðum í kringum þann bústað sem kviknaði í. Eldurinn breiddist þó ekki út og segir Halldór að hægt sé að þakka vel slegni lóðinni fyrir það. „Þessi bústaður stendur á þokkalega stórri lóð og grasflatirnar í kringum hann eru vel slegnar,“ segir hann. „Það eiginlega bjargaði því að það varð ekki útbreiðsla í gróðurinn. Þarna var bara slétt og fínt, vel slegið, snögghærð, þannig það var engin sina eða neitt. Þannig þetta var eiginlega alveg eins gott og það gat mögulega verið.“ Halldór ítrekar mikilvægi þess að fólk sé með vel hirt og snögghært svæði í kringum bústaðinn sinn. Þannig séu minni líkur á að eldur dreifist. Slökkvilið Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Þegar fyrstu bílar frá okkur koma þá er þetta í rauninni bara fallið,“ segir Halldór Ásgeirsson, aðalvarðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Að hans sögn er um að ræða stóran bústað með kjallara, hæð og risi. Ekkert liggur fyrir um upptök eldsins. Bústaðurinn er staðsettur einungis um fimmtán metrum frá bökkum Apavatns. Þegar slökkviliðið fékk staðfest að enginn hafi verið í bústaðnum var því ákveðið að slökkva eldinn í rólegheitunum með sem minnstu vatni til að menga ekki stöðuvatnið. „Við erum bara í rauninni að passa okkur að missa ekki mengað vatn út í Apavatn. Þarna eru hryggingarstöðvar fyrir silung og annað,“ segir Halldór. Slökkviliðið mun vinna í því að slökkva eldinn á næstu klukkutímunum. „Alveg eins gott og það gat mögulega verið“ Það er nokkuð af bústöðum í kringum þann bústað sem kviknaði í. Eldurinn breiddist þó ekki út og segir Halldór að hægt sé að þakka vel slegni lóðinni fyrir það. „Þessi bústaður stendur á þokkalega stórri lóð og grasflatirnar í kringum hann eru vel slegnar,“ segir hann. „Það eiginlega bjargaði því að það varð ekki útbreiðsla í gróðurinn. Þarna var bara slétt og fínt, vel slegið, snögghærð, þannig það var engin sina eða neitt. Þannig þetta var eiginlega alveg eins gott og það gat mögulega verið.“ Halldór ítrekar mikilvægi þess að fólk sé með vel hirt og snögghært svæði í kringum bústaðinn sinn. Þannig séu minni líkur á að eldur dreifist.
Slökkvilið Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira