Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – Valur 33-31 | Selfoss vann nýkrýnda deildarmeistara Andri Már Eggertsson skrifar 17. mars 2023 21:00 Einar Sverrisson var markahæstur í sigurliðinu. Selfoss Selfoss vann tveggja marka sigur á Val. Heimamenn spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu 21 mark. Valur kom til baka í seinni hálfleik og minnkaði muninn minnst niður í eitt mark en nær komust Valsarar ekki og Selfoss vann 33-31. Fyrri hálfleikur Selfyssinga var fullkominn. Heimamenn settu tóninn strax í upphafi með því að gera fyrstu þrjú mörkin. Valur komst síðan betur inn í leikinn og jafnaði leikinn í 5-5 þegar ellefu mínútur voru liðnar. Eftir að gestirnir jöfnuðu duttu Selfyssingar í gírinn og skoruðu fimm mörk í röð og var staðan orðinn 11-6. Það vakti athygli að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók ekki leikhlé í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa mest verið verið sjö mörkum undir 18-11. Það var frábært að fylgjast með sóknarleik Selfyssinga. Heimamenn voru að fá mark úr öllum áttum. Heimamenn fengu mörk úr hraðaupphlaupum, af línunni úr hornum og skytturnar voru að skora fyrir utan punktalínu. Einar Sverrisson fór á kostum í fyrri hálfleik og skoraði átta mörk úr níu skotum. Einar kórónaði síðan frábæran fyrri hálfleik með því að skora úr síðasta kasti fyrri hálfleiks beint úr aukakasti. Selfyssingar voru sex mörkum yfir í hálfleik 21-15. Valsarar byrjuðu seinni hálfleik betur og fóru að saxa niður forskot Selfoss. Motoki Sakai fór að verja nokkra bolta í markinu og Selfyssingar lentu í vandræðum með Val einum fleiri. Þegar tæplega þrettán mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var forskot heimamanna aðeins tvö mörk. Eftir því sem leið á síðari hálfleik fóru heimamenn að spila líkt og þeir gerðu í fyrri hálfleik. Selfoss komst sjö mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir og allt stefndi í auðveldan sigur Selfyssinga. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekki búinn að kasta inn handklæðinu og tók leikhlé. Heimamenn fóru að verja forskotið og Valur gekk á lagið. Valsarar minnkuðu forskotið niður í eitt mark en nær komust þeir ekki og Selfoss vann tveggja marka sigur 33-31. Af hverju vann Selfoss? Þrátt fyrir slæman lokakafla voru Selfyssingar frábærir í kvöld. Heimamenn settu tóninn snemma í leiknum og voru verðskuldað sex mörkum yfir í hálfleik. Selfoss var sjö mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir og þrátt fyrir mikið kæruleysi skoraði Guðjón Baldur Ómarsson eina mark Selfyssinga á síðustu sjö mínútum leiksins sem dugði. Hverjir stóðu upp úr? Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfyssinga, spilaði óvænt allan leikinn og fór á kostum. Jón Þórarinn varði tuttugu bolta og var maður leiksins. Einar Sverrisson var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði átta mörk úr níu skotum. Einar var ekki jafn heitur í síðari hálfleik þar sem hann skoraði aðeins eitt mark. Hvað gekk illa? Án þess að ætla að búa til afsakanir fyrir Val þá voru forsendur fyrir því að leikurinn myndi fara svona. Þetta var fyrsti leikur eftir að Valur hafði tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Næsti leikur Vals er á þriðjudaginn gegn Göppingen í Evrópukeppninni og verður það stærsti leikur margra leikmanna Vals á ferlinum. Ofan á það vantaði Björgvin Pál Gústavsson. Hvað gerist næst Valur fær Göppingen í heimsókn næsta þriðjudag í 16-liða úrslitum Evrópukeppninnar klukkan 19:45. Þann 31. mars fer Selfoss í TM-höllina og mætir Stjörnunni klukkan 19:30. Snorri Steinn: Óánægður með hvernig við mættum til leiks Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur eftir leikvísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur eftir tap kvöldsins. „Við vorum lélegir og ég var mjög óánægður með frammistöðuna og hvernig við mættum í þennan leik. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur en hrós á Selfyssinga þeir voru flottir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson og hélt áfram. „Við vorum lélegir varnarlega og markvarslan þar af leiðandi ekki mikil. Síðan fórum við illa með færin. Framlagið var lélegt og eðlilega gekk Selfoss á lagið.“ Snorri sagði það enga afsökun fyrir Val að liðið sé orðið deildarmeistari og það sé mikilvægur leikur gegn Göppingen næsta þriðjudag. „Það er erfitt að segja hvort næsti leikur hafi verið í kollinum á mönnum en það breytir því ekki að það er léleg afsökun,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Handbolti Subway-deild karla UMF Selfoss Valur
Selfoss vann tveggja marka sigur á Val. Heimamenn spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu 21 mark. Valur kom til baka í seinni hálfleik og minnkaði muninn minnst niður í eitt mark en nær komust Valsarar ekki og Selfoss vann 33-31. Fyrri hálfleikur Selfyssinga var fullkominn. Heimamenn settu tóninn strax í upphafi með því að gera fyrstu þrjú mörkin. Valur komst síðan betur inn í leikinn og jafnaði leikinn í 5-5 þegar ellefu mínútur voru liðnar. Eftir að gestirnir jöfnuðu duttu Selfyssingar í gírinn og skoruðu fimm mörk í röð og var staðan orðinn 11-6. Það vakti athygli að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók ekki leikhlé í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa mest verið verið sjö mörkum undir 18-11. Það var frábært að fylgjast með sóknarleik Selfyssinga. Heimamenn voru að fá mark úr öllum áttum. Heimamenn fengu mörk úr hraðaupphlaupum, af línunni úr hornum og skytturnar voru að skora fyrir utan punktalínu. Einar Sverrisson fór á kostum í fyrri hálfleik og skoraði átta mörk úr níu skotum. Einar kórónaði síðan frábæran fyrri hálfleik með því að skora úr síðasta kasti fyrri hálfleiks beint úr aukakasti. Selfyssingar voru sex mörkum yfir í hálfleik 21-15. Valsarar byrjuðu seinni hálfleik betur og fóru að saxa niður forskot Selfoss. Motoki Sakai fór að verja nokkra bolta í markinu og Selfyssingar lentu í vandræðum með Val einum fleiri. Þegar tæplega þrettán mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var forskot heimamanna aðeins tvö mörk. Eftir því sem leið á síðari hálfleik fóru heimamenn að spila líkt og þeir gerðu í fyrri hálfleik. Selfoss komst sjö mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir og allt stefndi í auðveldan sigur Selfyssinga. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekki búinn að kasta inn handklæðinu og tók leikhlé. Heimamenn fóru að verja forskotið og Valur gekk á lagið. Valsarar minnkuðu forskotið niður í eitt mark en nær komust þeir ekki og Selfoss vann tveggja marka sigur 33-31. Af hverju vann Selfoss? Þrátt fyrir slæman lokakafla voru Selfyssingar frábærir í kvöld. Heimamenn settu tóninn snemma í leiknum og voru verðskuldað sex mörkum yfir í hálfleik. Selfoss var sjö mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir og þrátt fyrir mikið kæruleysi skoraði Guðjón Baldur Ómarsson eina mark Selfyssinga á síðustu sjö mínútum leiksins sem dugði. Hverjir stóðu upp úr? Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfyssinga, spilaði óvænt allan leikinn og fór á kostum. Jón Þórarinn varði tuttugu bolta og var maður leiksins. Einar Sverrisson var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði átta mörk úr níu skotum. Einar var ekki jafn heitur í síðari hálfleik þar sem hann skoraði aðeins eitt mark. Hvað gekk illa? Án þess að ætla að búa til afsakanir fyrir Val þá voru forsendur fyrir því að leikurinn myndi fara svona. Þetta var fyrsti leikur eftir að Valur hafði tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Næsti leikur Vals er á þriðjudaginn gegn Göppingen í Evrópukeppninni og verður það stærsti leikur margra leikmanna Vals á ferlinum. Ofan á það vantaði Björgvin Pál Gústavsson. Hvað gerist næst Valur fær Göppingen í heimsókn næsta þriðjudag í 16-liða úrslitum Evrópukeppninnar klukkan 19:45. Þann 31. mars fer Selfoss í TM-höllina og mætir Stjörnunni klukkan 19:30. Snorri Steinn: Óánægður með hvernig við mættum til leiks Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur eftir leikvísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur eftir tap kvöldsins. „Við vorum lélegir og ég var mjög óánægður með frammistöðuna og hvernig við mættum í þennan leik. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur en hrós á Selfyssinga þeir voru flottir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson og hélt áfram. „Við vorum lélegir varnarlega og markvarslan þar af leiðandi ekki mikil. Síðan fórum við illa með færin. Framlagið var lélegt og eðlilega gekk Selfoss á lagið.“ Snorri sagði það enga afsökun fyrir Val að liðið sé orðið deildarmeistari og það sé mikilvægur leikur gegn Göppingen næsta þriðjudag. „Það er erfitt að segja hvort næsti leikur hafi verið í kollinum á mönnum en það breytir því ekki að það er léleg afsökun,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti