Sakar lögregluna um að nota nafn Birnu í annarlegum tilgangi Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 18:51 Sigurlaug Hreinsdóttir er móðir Birnu Brjánsdóttur, sem myrt var árið 2017. Stöð 2 Móðir Birnu Brjánsdóttur, sem myrt var árið 2017, óskar eftir áheyrn og virðingu gagnvart sér og dóttur sinni heitinni frá lögreglunni. Hún segir að sér hafi fallist hendur þegar hún las viðtal við aðstoðarlögreglustjóra í Reykjavík, þar sem hann notaði nafn dóttur hennar í „annarlegum tilgangi.“ Þetta segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í fréttatilkynningu sem hún ritar í tilefni af frétt hér á Vísi þar sem Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík, minntist á mál Birnu í tengslum við aukið öryggismyndavélaeftirlit í Reykjavík. Þetta segir Sigurlaug vera annarlegan tilgang. „Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“ Sigurlaug segist hreinlega vera búin að fá nóg af lögreglunni og framkomu hennar í hennar garð. Hún greindi opinberlega frá því fyrir skömmu hvernig framkoma lögreglunnar í hennar garð hafi verið. Það gerði hún í ítarlegu viðtali í Stundinni, sem heitir nú Heimildin. Þar fór hún einnig yfir alvarlegar athugasemdir sem Nefnd um eftirlit með lögreglu gerði við framkomu lögreglunnar gagnvart aðstandendum Birnu. Nefndin hafi beint mikilvægum tilmælum til ríkislögreglustjóra en hann hafi sagst hafa ekki lesið tilmælin fyrr en hálfu ári síðar. „Ber lögregla ekki virðingu fyrir eftirlitinu?“ spyr Sigurlaug í tilkynningunni. Lögreglan hafi ekki verið skjól fyrir aðstandendur „Þessi alvarlega framkoma lögreglunnar við mig byggðist ekki síst á því að hún hlustaði ekki á mig, hún hélt hún vissi betur en ég, varðandi barnið MITT sem þeir þekktu ekki neitt og lögreglan vísaði á bug því sem ég sagði. M.a sagði Ásgeir við mig "fólk hefur bara ákveðið rými til að lifa" þegar hann var að svara þeirri spurningu minni, af hverju þeir tryðu mér ekki þegar ég vildi að þeir færu að leita,“ segir Sigurlaug. Þá segir hún Grím Grímsson, sem var áberandi þegar Birnu var leitað, hafa sagt „þetta virkar ekki þannig“ þegar hún bað lögregluna að finna bílinn rauða sem sást á upptökum úr öryggismyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. „Lögreglan var ekki skjól fyrir okkur aðstandendur eða talaði nokkurn tímann um að það þyrfti að taka tillit til aðstandenda. NEL beindi m.a. þeim tilmælum til ríkislögreglustjóra að "meta hvort samskipti lögreglu við fjölmiðla hafi verið með eðlilegum hætti og til eftirbreytni eða hvort lögreglan hefði átt að setja ákveðin mörk ekki síst með hliðsjón af rannsóknarhagsmunum og hagsmunum aðstandenda dóttur ..." minnar,“ segir Sigurlaug. Haldi uppteknum hætti og hlusti ekki á hana Sigurlaug segir að nú þegar hún hefur stigið fram og sagt sögu sína og beðið um að nafn dóttur hennar sé ekki notað frekar, þá haldi lögreglan áfram uppteknum hætti að hlusta ekki á hana. „Að láta eins og ég hafi aldrei sagt neitt, eins og þetta snúist allt um lögregluna, nota nafn dóttur minnar eins og hún sé þeirra til þess að þeirra hugðarefni fái framgang og voga sér að nota dæmið um bílinn til þess að færa rök fyrir því að eigi að setja upp myndavélar, bílinn sem þeir hunsuðu lengst af, og gerðu lítið úr mér þegar ég nefndi hann. Það þarf ekki fleiri myndavélar, það þarf lögreglu sem hlustar á fólk í neyð,“ segir hún. Birna Brjánsdóttir Lögreglan Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Þetta segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í fréttatilkynningu sem hún ritar í tilefni af frétt hér á Vísi þar sem Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík, minntist á mál Birnu í tengslum við aukið öryggismyndavélaeftirlit í Reykjavík. Þetta segir Sigurlaug vera annarlegan tilgang. „Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“ Sigurlaug segist hreinlega vera búin að fá nóg af lögreglunni og framkomu hennar í hennar garð. Hún greindi opinberlega frá því fyrir skömmu hvernig framkoma lögreglunnar í hennar garð hafi verið. Það gerði hún í ítarlegu viðtali í Stundinni, sem heitir nú Heimildin. Þar fór hún einnig yfir alvarlegar athugasemdir sem Nefnd um eftirlit með lögreglu gerði við framkomu lögreglunnar gagnvart aðstandendum Birnu. Nefndin hafi beint mikilvægum tilmælum til ríkislögreglustjóra en hann hafi sagst hafa ekki lesið tilmælin fyrr en hálfu ári síðar. „Ber lögregla ekki virðingu fyrir eftirlitinu?“ spyr Sigurlaug í tilkynningunni. Lögreglan hafi ekki verið skjól fyrir aðstandendur „Þessi alvarlega framkoma lögreglunnar við mig byggðist ekki síst á því að hún hlustaði ekki á mig, hún hélt hún vissi betur en ég, varðandi barnið MITT sem þeir þekktu ekki neitt og lögreglan vísaði á bug því sem ég sagði. M.a sagði Ásgeir við mig "fólk hefur bara ákveðið rými til að lifa" þegar hann var að svara þeirri spurningu minni, af hverju þeir tryðu mér ekki þegar ég vildi að þeir færu að leita,“ segir Sigurlaug. Þá segir hún Grím Grímsson, sem var áberandi þegar Birnu var leitað, hafa sagt „þetta virkar ekki þannig“ þegar hún bað lögregluna að finna bílinn rauða sem sást á upptökum úr öryggismyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. „Lögreglan var ekki skjól fyrir okkur aðstandendur eða talaði nokkurn tímann um að það þyrfti að taka tillit til aðstandenda. NEL beindi m.a. þeim tilmælum til ríkislögreglustjóra að "meta hvort samskipti lögreglu við fjölmiðla hafi verið með eðlilegum hætti og til eftirbreytni eða hvort lögreglan hefði átt að setja ákveðin mörk ekki síst með hliðsjón af rannsóknarhagsmunum og hagsmunum aðstandenda dóttur ..." minnar,“ segir Sigurlaug. Haldi uppteknum hætti og hlusti ekki á hana Sigurlaug segir að nú þegar hún hefur stigið fram og sagt sögu sína og beðið um að nafn dóttur hennar sé ekki notað frekar, þá haldi lögreglan áfram uppteknum hætti að hlusta ekki á hana. „Að láta eins og ég hafi aldrei sagt neitt, eins og þetta snúist allt um lögregluna, nota nafn dóttur minnar eins og hún sé þeirra til þess að þeirra hugðarefni fái framgang og voga sér að nota dæmið um bílinn til þess að færa rök fyrir því að eigi að setja upp myndavélar, bílinn sem þeir hunsuðu lengst af, og gerðu lítið úr mér þegar ég nefndi hann. Það þarf ekki fleiri myndavélar, það þarf lögreglu sem hlustar á fólk í neyð,“ segir hún.
Birna Brjánsdóttir Lögreglan Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent