Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 11:02 Benjamín Julian er sá sem sér um vefsíðuna seinn.is. Aðsend/Vísir/Vilhelm Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. Benjamín Julian er maðurinn á bakvið seinn.is en hann setti hana fyrst í loftið fyrir nokkrum árum síðan. Þá hafði hann tekið eftir því að Strætó bauð upp á forritunarviðmót sem hægt er að nota til þess að lesa út staðsetningargögn og fleira. „Þannig ég bjó bara til einhverja síðu um það sem að ég lagði síðan niður. Fyrir nokkrum mánuðum datt mér í hug, bæði út af því að eitthvað fólk vildi nota hana og líka því að ég fann skynsamlegri leið til þess að keyra hana. Þannig ég setti hana af stað aftur og hún varð vinsælli í þetta skiptið. Betur smíðuð og svoleiðis,“ segir Benjamín í samtali við fréttastofu. Nýlega lagði Strætó niður gamla smáforritið sitt og hófu notkun á Klappinu umdeilda. Forritið þykir ekki vinsælt meðal notenda, þrátt fyrir að hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna nýlega. Klapp app liggur alveg niðri. Hægur rúntur í strætó þar sem á hverri stopp ætlar einhver að reyna útskýra fyrir bílstjóra að appið sé bilað eða það eru tilvonandi yngri farþegar alveg stjarfir af panik að komast ekki leiðar sinna haldandi sími sinn sé vandamálið. pic.twitter.com/NIdx2gJ3yH— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) February 10, 2023 Í gamla forritinu var mjög auðvelt að sjá hvar strætisvagnar voru í rauntíma en það er ekki sama sagan með Klappið. Mörgum þykir það afar flókið að finna hvar vagnar eru. „Það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk er spenntara fyrir því að nota þetta núna. Mér fannst gamla strætó appið mjög fínt, sérstaklega því maður gat séð þetta. Og á heimasíðunni er þetta allt opið. En ég veit ekki alveg þau hafa sleppt því. En það er bara ærið tilefni til þess að leika sér að búa þetta til,“ segir Benjamín. Notendur slá inn nafn stoppistöðvar þeirra og sjá þá hvar strætisvagnarnir eru staðsettir.Seinn.is Hann segir Strætó vera vel búið að svona gögnum. Til að mynda fengu þau Tómas Ponzi til að smíða fyrir sig GPS-senda í alla vagnana. „Þeir eru með mjög góðan bakenda fyrir það allt saman en eina sem vantar er að hann sé nýttur betur. Ég held að það sé hægt að gera fullt af skemmtilegum hlutum með þetta. Þetta er bara pínulítið sýnisdæmi,“ segir Benjamín. Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Benjamín Julian er maðurinn á bakvið seinn.is en hann setti hana fyrst í loftið fyrir nokkrum árum síðan. Þá hafði hann tekið eftir því að Strætó bauð upp á forritunarviðmót sem hægt er að nota til þess að lesa út staðsetningargögn og fleira. „Þannig ég bjó bara til einhverja síðu um það sem að ég lagði síðan niður. Fyrir nokkrum mánuðum datt mér í hug, bæði út af því að eitthvað fólk vildi nota hana og líka því að ég fann skynsamlegri leið til þess að keyra hana. Þannig ég setti hana af stað aftur og hún varð vinsælli í þetta skiptið. Betur smíðuð og svoleiðis,“ segir Benjamín í samtali við fréttastofu. Nýlega lagði Strætó niður gamla smáforritið sitt og hófu notkun á Klappinu umdeilda. Forritið þykir ekki vinsælt meðal notenda, þrátt fyrir að hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna nýlega. Klapp app liggur alveg niðri. Hægur rúntur í strætó þar sem á hverri stopp ætlar einhver að reyna útskýra fyrir bílstjóra að appið sé bilað eða það eru tilvonandi yngri farþegar alveg stjarfir af panik að komast ekki leiðar sinna haldandi sími sinn sé vandamálið. pic.twitter.com/NIdx2gJ3yH— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) February 10, 2023 Í gamla forritinu var mjög auðvelt að sjá hvar strætisvagnar voru í rauntíma en það er ekki sama sagan með Klappið. Mörgum þykir það afar flókið að finna hvar vagnar eru. „Það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk er spenntara fyrir því að nota þetta núna. Mér fannst gamla strætó appið mjög fínt, sérstaklega því maður gat séð þetta. Og á heimasíðunni er þetta allt opið. En ég veit ekki alveg þau hafa sleppt því. En það er bara ærið tilefni til þess að leika sér að búa þetta til,“ segir Benjamín. Notendur slá inn nafn stoppistöðvar þeirra og sjá þá hvar strætisvagnarnir eru staðsettir.Seinn.is Hann segir Strætó vera vel búið að svona gögnum. Til að mynda fengu þau Tómas Ponzi til að smíða fyrir sig GPS-senda í alla vagnana. „Þeir eru með mjög góðan bakenda fyrir það allt saman en eina sem vantar er að hann sé nýttur betur. Ég held að það sé hægt að gera fullt af skemmtilegum hlutum með þetta. Þetta er bara pínulítið sýnisdæmi,“ segir Benjamín.
Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira