Ederson: Miklir möguleikar á því að Ancelotti þjálfi Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 11:00 Ederson fær kannski að verða aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins ef Carlo Ancelotti tekur við. AP/David Cliff Markvörður Manchester City vill að Real Madrid detti sem fyrst út úr Meistaradeildinni en ástæðan er þó ekki að hann vilji ekki mæta Real Madrid í keppninni. Ederson er nú staddur í landsliðsverkefni með Brasilíu og Brasilíumenn eru mikið að velta því fyrir sér hvaða þjálfari muni taka við liðinu. Ederson trúir því að möguleikarnir á því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, taki við brasilíska landsliðinu aukist verulega takist Real Madrid ekki að vinna Meistaradeildina annað árið í röð. Ederson: I spoke to Casemiro, Vinicius and Militão there's a big possibility that Carlo Ancelotti is gonna become the new coach of Brazil . #Brazil We will try to eliminate Real Madrid so that Ancelotti can come to Brazil as quick as possible! , he added smiling. pic.twitter.com/Kx87b3reaa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 22, 2023 Það breytir þó ekki því að hinn 63 ára gamli Ancelotti er með samning við Real Madrid út næsta tímabil og brasilíska knattspyrnusambandið hefur staðfastlega neitað því að hafa náð samkomulagi við ítalska þjálfarann. „Ég var að ræða þetta við Casemiro, Vinicius Junior og [Eder] Militao. Það eru miklir möguleikar á því að Carlo Ancelotti komi og þjálfi Brasilíu,“ sagði Ederson á blaðamannafundi brasilíska landsliðsins. Brasilíumenn eru enn að leita að framtíðarþjálfar landsliðsins þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan að Tite hætti með liðið eftir að Brasilíumenn duttu út úr átta liða úrslitum á HM í Katar. Tite var þjálfari brasilíska landsliðsins í sex og hálft ár. The uncertainty over who will become Brazil's next coach has caused anxiety among the squad, goalkeeper Ederson said, adding that he and his team mates had discussed the "big possibility" of Carlo Ancelotti taking the top job. https://t.co/Brgdy55REj— Reuters Sports (@ReutersSports) March 22, 2023 Ederson sagði enn fremur að hann og liðsfélagar hans í landsliðinu sjái Ancelotti sem einstakan þjálfara og að allir í liðinu kunni vel við hann. Svo spillar ekki fyrir að hann hefur verið titlaóður á sínum ferli. „Sjáið bara afrekaskrána hans. Við munum komast fljótt að því hvort hann komi hingað eða ekki,“ sagði Ederson. „Ég vona að við fáum nýjan þjálfara sem fyrst. Það er eftirvænting hér af því að það eru of miklar vangaveltur í gangi. Verður það Brasilíumaður eða erlendur þjálfari? Við erum líka að upplifa þessa óvissu,“ sagði Ederson. Brasilíska landsliðið hefur ekki verið með erlendan þjálfara í meira en fimmtíu ár. HM 2026 í fótbolta Brasilía Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ederson er nú staddur í landsliðsverkefni með Brasilíu og Brasilíumenn eru mikið að velta því fyrir sér hvaða þjálfari muni taka við liðinu. Ederson trúir því að möguleikarnir á því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, taki við brasilíska landsliðinu aukist verulega takist Real Madrid ekki að vinna Meistaradeildina annað árið í röð. Ederson: I spoke to Casemiro, Vinicius and Militão there's a big possibility that Carlo Ancelotti is gonna become the new coach of Brazil . #Brazil We will try to eliminate Real Madrid so that Ancelotti can come to Brazil as quick as possible! , he added smiling. pic.twitter.com/Kx87b3reaa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 22, 2023 Það breytir þó ekki því að hinn 63 ára gamli Ancelotti er með samning við Real Madrid út næsta tímabil og brasilíska knattspyrnusambandið hefur staðfastlega neitað því að hafa náð samkomulagi við ítalska þjálfarann. „Ég var að ræða þetta við Casemiro, Vinicius Junior og [Eder] Militao. Það eru miklir möguleikar á því að Carlo Ancelotti komi og þjálfi Brasilíu,“ sagði Ederson á blaðamannafundi brasilíska landsliðsins. Brasilíumenn eru enn að leita að framtíðarþjálfar landsliðsins þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan að Tite hætti með liðið eftir að Brasilíumenn duttu út úr átta liða úrslitum á HM í Katar. Tite var þjálfari brasilíska landsliðsins í sex og hálft ár. The uncertainty over who will become Brazil's next coach has caused anxiety among the squad, goalkeeper Ederson said, adding that he and his team mates had discussed the "big possibility" of Carlo Ancelotti taking the top job. https://t.co/Brgdy55REj— Reuters Sports (@ReutersSports) March 22, 2023 Ederson sagði enn fremur að hann og liðsfélagar hans í landsliðinu sjái Ancelotti sem einstakan þjálfara og að allir í liðinu kunni vel við hann. Svo spillar ekki fyrir að hann hefur verið titlaóður á sínum ferli. „Sjáið bara afrekaskrána hans. Við munum komast fljótt að því hvort hann komi hingað eða ekki,“ sagði Ederson. „Ég vona að við fáum nýjan þjálfara sem fyrst. Það er eftirvænting hér af því að það eru of miklar vangaveltur í gangi. Verður það Brasilíumaður eða erlendur þjálfari? Við erum líka að upplifa þessa óvissu,“ sagði Ederson. Brasilíska landsliðið hefur ekki verið með erlendan þjálfara í meira en fimmtíu ár.
HM 2026 í fótbolta Brasilía Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira