Tony Knapp er látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 13:01 Tony Knapp hleypur hér inn á Villa Park fyrir leik með Southampton á móti Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Getty/ V. Fowler Knattspyrnuþjálfarinn Tony Knapp er látinn en hann varð 86 ára gamall. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst á kortið undir hans stjórn á áttunda áratugnum og vann sína fyrstu sigra í undankeppnum stórmóta. Knapp er fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann þjálfaði liðið á tveimur mismunandi tímum. Knapp tók fyrst við íslenska liðinu árið 1974 og þjálfaði það til 1977. Hann þjálfaði íslenska landsliðið einnig frá 1984 til 1985. Viking-legenden Tony Knapp er død https://t.co/CVExAinm1q— VG Sporten (@vgsporten) March 22, 2023 Undir stjórn Knapp náði íslenska landsliðið einum merkasta sigri í sögu þessa þegar liðið vann 2-1 sigur á Austur-Þýskalandi á Laugardalsvellinum 5. júní 1975. Leikurinn var í undankeppni EM 1976 en íslenska liðið hafði náð jafntefli í útileiknum í október árið áður. Þessi sigur í Laugardalnum fyrir tæpum 48 árum var fyrsti sigur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM eða HM. Knapp skrifaði líka sögu íslenska landsliðsins í HM því undir hans stjórn vann Ísland sinn fyrsta sigur í undankeppni HM þegar liðið vann 1-0 sigur á Norður-Írlandi 11. júní 1977. Ísland hafði tapað fyrstu tíu leikjum sínum í undankeppni HM þegar Knapp tók við. Þegar Knapp tók aftur við landsliðinu árið 1984 þá vann liðið 1-0 sigur á Wales á Laugardalsvellinum í hans fyrsta leik með liðið. Íslenska landsliðið lék alls 33 leiki undir stjórn Knapp og vann níu þeirra. Knapp var sjálfur leikmaður með liðum eins og Leicester, Southampton og Coventry áður en hann varð þjálfari. Knapp var miðvörður og lengst spilaði hann hjá Southampton eða alls 233 leiki frá 1961 til 1967. Eftir að hann þjálfaði íslenska landsliðið í fyrra skiptið þá fór hann til Noregs og undir hans stjórn vann Viking liðið tvennuna árið 1979. Hann snéri aftur til Noregs eftir að hann hætti með íslenska landsliðið í seinna skiptið og þjálfaði síðast lið Lillesand IL frá 2007 til 2008. Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Knapp er fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann þjálfaði liðið á tveimur mismunandi tímum. Knapp tók fyrst við íslenska liðinu árið 1974 og þjálfaði það til 1977. Hann þjálfaði íslenska landsliðið einnig frá 1984 til 1985. Viking-legenden Tony Knapp er død https://t.co/CVExAinm1q— VG Sporten (@vgsporten) March 22, 2023 Undir stjórn Knapp náði íslenska landsliðið einum merkasta sigri í sögu þessa þegar liðið vann 2-1 sigur á Austur-Þýskalandi á Laugardalsvellinum 5. júní 1975. Leikurinn var í undankeppni EM 1976 en íslenska liðið hafði náð jafntefli í útileiknum í október árið áður. Þessi sigur í Laugardalnum fyrir tæpum 48 árum var fyrsti sigur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM eða HM. Knapp skrifaði líka sögu íslenska landsliðsins í HM því undir hans stjórn vann Ísland sinn fyrsta sigur í undankeppni HM þegar liðið vann 1-0 sigur á Norður-Írlandi 11. júní 1977. Ísland hafði tapað fyrstu tíu leikjum sínum í undankeppni HM þegar Knapp tók við. Þegar Knapp tók aftur við landsliðinu árið 1984 þá vann liðið 1-0 sigur á Wales á Laugardalsvellinum í hans fyrsta leik með liðið. Íslenska landsliðið lék alls 33 leiki undir stjórn Knapp og vann níu þeirra. Knapp var sjálfur leikmaður með liðum eins og Leicester, Southampton og Coventry áður en hann varð þjálfari. Knapp var miðvörður og lengst spilaði hann hjá Southampton eða alls 233 leiki frá 1961 til 1967. Eftir að hann þjálfaði íslenska landsliðið í fyrra skiptið þá fór hann til Noregs og undir hans stjórn vann Viking liðið tvennuna árið 1979. Hann snéri aftur til Noregs eftir að hann hætti með íslenska landsliðið í seinna skiptið og þjálfaði síðast lið Lillesand IL frá 2007 til 2008.
Landslið karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira