Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2023 19:40 Ásgeir Jónsson segir Seðlabankann hiklaust hækka vexti enn frekar ef á þurfi að halda. Best væri ef áhrifaaðilar kæmu sér saman um aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Stöð 2/Arnar Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína í tólfta sinn í röð í dag og það um heilt prósentustig. Vaxtahækkun eru eins og geislameðferð við krabbameini og hefur áhrif á allt samfélagið og þar með heimilin í landinu, þótt æxlið sjálft sé kannski gífurleg neysla á aðra milljón ferðamanna og gríðarlegar fjárfestingar og framkvæmdir fyrirtækja og hins opinbera. Meginvextirnir eru nú komnir í 7,5 prósent sem þýðir að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum meðbreytilegum vöxtum gætu farið í tæp tíu prósent á næstu vikum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vaxtahækkanir hafa kælt húsnæðismarkaðinn en útlán til fyrirtækja hafi hins vegar aukist mikið að undanförnu. Því þyrfti enn að hækka vextina til auka fjármagnskostnað. Seðlabankastjóri stöðu efnahagsmála almennt góða. Atvinnuleysi væri lítið og gott verð fyrir útflutningsafurðir. Hitinn í hagkerfinu sé hins vegar allt of mikill.Stöð 2/Arnar „Við þurfum að bregðast við. Getum ekki beðið eftir neinum öðrum til að koma inn. Við verðum bara að taka á þessu verkefni sem okkur er falið samkvæmt lögum,“ segir Ásgeir. Best væri ef aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera gætu ásamt Seðlabankanum myndað þjóðarsátt um að ná verðlagi niður. Von er á fjármálaáætlun frá stjórnvöldum á allra næstu dögum Þar er meðal annars þrýst á að lagður verði áhvalrekaskattur á fyrirtæki sem skilað hafa miklum hagnaði undanfarin misseri og í raun hagnast á efnahagsástandinu. „Við fögnum náttúrlega öllu aðhaldi hjá ríkissjóði. En við ætlum svo sem ekki endilega að gefa út komment um það hvernig farið er að við að ná því fram,“ segir Seðlabankastjóri. Hins vegar hefur Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra orðað þann möguleika og formaður Framsóknarflokksins sagt það koma til greina. Seðlabankastjóri segir að fyrirtæki ættu að halda að sér höndum í fjárfestingum og forgangsraða verkefnum. Fjármálastöðugleikanefnd hafi hækkað eiginfjárkröfu bankanna í síðustu viku til að hægja á útlánum til fyrirtækja og einnig skorað á bankana að sýna heimilunum sveigjanleika vegna aukinnar vaxtabyrði meðfyrirbyggjandi aðgerðum. Langvarandi ástand sem þetta gæti hins vegar leitt til samdráttar og kreppu. „Eftir því sem verðbólga er lengur viðvarandi þeim mun erfiðara er að ná henni niður. Það eykur kostnaðinn við að ná henni niður. Þess vegna höfum við líka ákveðið að stíga stór skref og leggja eiginlega í hálfgerða leiftursókn gegn verðbólgu eins og staðan er núna. Til þess að ná henni niður eins fljótt og hægt er,“ segir Ásgeir Jónsson. Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23 Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína í tólfta sinn í röð í dag og það um heilt prósentustig. Vaxtahækkun eru eins og geislameðferð við krabbameini og hefur áhrif á allt samfélagið og þar með heimilin í landinu, þótt æxlið sjálft sé kannski gífurleg neysla á aðra milljón ferðamanna og gríðarlegar fjárfestingar og framkvæmdir fyrirtækja og hins opinbera. Meginvextirnir eru nú komnir í 7,5 prósent sem þýðir að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum meðbreytilegum vöxtum gætu farið í tæp tíu prósent á næstu vikum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vaxtahækkanir hafa kælt húsnæðismarkaðinn en útlán til fyrirtækja hafi hins vegar aukist mikið að undanförnu. Því þyrfti enn að hækka vextina til auka fjármagnskostnað. Seðlabankastjóri stöðu efnahagsmála almennt góða. Atvinnuleysi væri lítið og gott verð fyrir útflutningsafurðir. Hitinn í hagkerfinu sé hins vegar allt of mikill.Stöð 2/Arnar „Við þurfum að bregðast við. Getum ekki beðið eftir neinum öðrum til að koma inn. Við verðum bara að taka á þessu verkefni sem okkur er falið samkvæmt lögum,“ segir Ásgeir. Best væri ef aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera gætu ásamt Seðlabankanum myndað þjóðarsátt um að ná verðlagi niður. Von er á fjármálaáætlun frá stjórnvöldum á allra næstu dögum Þar er meðal annars þrýst á að lagður verði áhvalrekaskattur á fyrirtæki sem skilað hafa miklum hagnaði undanfarin misseri og í raun hagnast á efnahagsástandinu. „Við fögnum náttúrlega öllu aðhaldi hjá ríkissjóði. En við ætlum svo sem ekki endilega að gefa út komment um það hvernig farið er að við að ná því fram,“ segir Seðlabankastjóri. Hins vegar hefur Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra orðað þann möguleika og formaður Framsóknarflokksins sagt það koma til greina. Seðlabankastjóri segir að fyrirtæki ættu að halda að sér höndum í fjárfestingum og forgangsraða verkefnum. Fjármálastöðugleikanefnd hafi hækkað eiginfjárkröfu bankanna í síðustu viku til að hægja á útlánum til fyrirtækja og einnig skorað á bankana að sýna heimilunum sveigjanleika vegna aukinnar vaxtabyrði meðfyrirbyggjandi aðgerðum. Langvarandi ástand sem þetta gæti hins vegar leitt til samdráttar og kreppu. „Eftir því sem verðbólga er lengur viðvarandi þeim mun erfiðara er að ná henni niður. Það eykur kostnaðinn við að ná henni niður. Þess vegna höfum við líka ákveðið að stíga stór skref og leggja eiginlega í hálfgerða leiftursókn gegn verðbólgu eins og staðan er núna. Til þess að ná henni niður eins fljótt og hægt er,“ segir Ásgeir Jónsson.
Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23 Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59
Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23
Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59