Opnar sig um skilnaðinn: „Hef alltaf haldið með honum og mun gera það að eilífu“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. mars 2023 12:15 Tom Brady and Gisele Bundchen sóttu um skilnað á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. Getty/Matt Winkelmeyer Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen opnar sig um skilnaðinn við NFL stjörnuna Tom Brady í nýju forsíðuviðtali tímaritsins Vanity Fair. Þar segir hún sögusagnir um að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að leggja ruðningsskóna ekki á hilluna, eins og hann hafði sagst ætla að gera, vera mikla einföldun. „Það sem hefur verið sagt er aðeins eitt púsl í risastóru púsluspili. Þetta er ekki svart eða hvítt,“ segir Bündchen í viðtalinu. Bündchen og Brady kynntust þegar hún var 26 ára og hann 29 ára. Þá dreymdi þau um að eignast fjölskyldu og verja lífinu saman. Þau eignuðust börnin Benjamin og Vivian, en Brady á soninn Jack úr fyrra sambandi. „Með tímanum áttuðum við okkur á því að við vildum í raun ólíka hluti og þá þurftum við að taka ákvörðun.“ View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Sögusagnirnar um ástæðu skilnaðarins mikil einföldun á flóknu máli Það gekk ýmislegt á hjá parinu á síðasta ári. Í upphafi árs tilkynnti Brady að hann væri hættur í ruðning. Í mars tilkynnti hann svo að hann væri hættur við að hætta. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir þess efnis að mikið ósætti væri á milli Brady og Bündchen. Þau hefðu verið búin að taka ákvörðun um að hann skyldi leggja skóna á hilluna og einbeita sér að fjölskyldunni. Það hafi því ekki fallið vel í kramið þegar hann skipti skyndilega um skoðun. Hjónin sóttu um skilnað í október á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. „Stundum þroskast maður saman og stundum þroskast maður í sundur.“ „Það þýðir samt ekki að maður elski ekki manneskjuna. Það þýðir bara að til þess að þú getir lifað þínu besta lífi þarftu að vera með manneskju sem er tilbúin að hitta þig á miðri leið. Þetta er dans og þetta snýst um jafnvægi,“ segir Bündchen. Hún segir það þó mikla einföldun að halda því fram að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að hætta við að hætta. Það sé eitt það „brenglaðasta sem hún hefur nokkurn tímann heyrt“. View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Mun halda með honum að eilífu „Ég vil að hann nái árangri og ég vil að allir draumar hans rætist. Það er það sem ég virkilega vil, frá mínum dýpstu hjartarótum,“ segir hún. Bündchen segist hafa trúað á ævintýri alveg frá því að hún var lítil stúlka. Hún hafði séð lífið fyrir sér á ákveðinn hátt og því hafi það verið ákveðin sorg að horfa á eftir þeim draumum sem hún átti um líf þeirra saman. Líkir hún þeirri lífsreynslu að fara í gegnum skilnað við það að deyja og endurfæðast. „Ég hef alltaf haldið með honum og ég mun gera það að eilífu. Ef það er ein manneskja sem ég óska allrar hamingju í heiminum, þá er það hann, trúið mér.“ Ástin og lífið Hollywood NFL Tengdar fréttir Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33 Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00 „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
„Það sem hefur verið sagt er aðeins eitt púsl í risastóru púsluspili. Þetta er ekki svart eða hvítt,“ segir Bündchen í viðtalinu. Bündchen og Brady kynntust þegar hún var 26 ára og hann 29 ára. Þá dreymdi þau um að eignast fjölskyldu og verja lífinu saman. Þau eignuðust börnin Benjamin og Vivian, en Brady á soninn Jack úr fyrra sambandi. „Með tímanum áttuðum við okkur á því að við vildum í raun ólíka hluti og þá þurftum við að taka ákvörðun.“ View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Sögusagnirnar um ástæðu skilnaðarins mikil einföldun á flóknu máli Það gekk ýmislegt á hjá parinu á síðasta ári. Í upphafi árs tilkynnti Brady að hann væri hættur í ruðning. Í mars tilkynnti hann svo að hann væri hættur við að hætta. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir þess efnis að mikið ósætti væri á milli Brady og Bündchen. Þau hefðu verið búin að taka ákvörðun um að hann skyldi leggja skóna á hilluna og einbeita sér að fjölskyldunni. Það hafi því ekki fallið vel í kramið þegar hann skipti skyndilega um skoðun. Hjónin sóttu um skilnað í október á síðasta ári eftir þrettán ára hjónaband. „Stundum þroskast maður saman og stundum þroskast maður í sundur.“ „Það þýðir samt ekki að maður elski ekki manneskjuna. Það þýðir bara að til þess að þú getir lifað þínu besta lífi þarftu að vera með manneskju sem er tilbúin að hitta þig á miðri leið. Þetta er dans og þetta snýst um jafnvægi,“ segir Bündchen. Hún segir það þó mikla einföldun að halda því fram að hún hafi skilið við Brady vegna ákvörðunar hans um að hætta við að hætta. Það sé eitt það „brenglaðasta sem hún hefur nokkurn tímann heyrt“. View this post on Instagram A post shared by Gisele Bu ndchen (@gisele) Mun halda með honum að eilífu „Ég vil að hann nái árangri og ég vil að allir draumar hans rætist. Það er það sem ég virkilega vil, frá mínum dýpstu hjartarótum,“ segir hún. Bündchen segist hafa trúað á ævintýri alveg frá því að hún var lítil stúlka. Hún hafði séð lífið fyrir sér á ákveðinn hátt og því hafi það verið ákveðin sorg að horfa á eftir þeim draumum sem hún átti um líf þeirra saman. Líkir hún þeirri lífsreynslu að fara í gegnum skilnað við það að deyja og endurfæðast. „Ég hef alltaf haldið með honum og ég mun gera það að eilífu. Ef það er ein manneskja sem ég óska allrar hamingju í heiminum, þá er það hann, trúið mér.“
Ástin og lífið Hollywood NFL Tengdar fréttir Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33 Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00 „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Tom Brady og Gisele Bündchen sækja um skilnað NFL stjarnan Tom Brady og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sækja um skilnað í Flórída í dag eftir 13 ára hjónaband. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest. 28. október 2022 14:33
Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. 5. október 2022 20:00
„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. 14. september 2022 09:30