Umfjöllun: KA/Þór - Fram 25-28 | Fram sótti sigur til Akureyrar Árni Gísli Magnússon skrifar 25. mars 2023 18:03 Framkonur unnu góðan sigur gegn KA/Þór í dag. Vísir/Hulda Margrét Fram gerði góða ferð norður yfir heiðar í dag og vann sterkan 25-28 sigur á KA/Þór í næstsíðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Fram hafði yfirhöndina í leiknum en heimakonur náðu þó að gera leikinn spennandi í blálokin. Fram byrjaði leikinn betur og skoruðu fjögur mörk gegn einu fyrstu fimm mínúturnar. KA/Þór hélt þó í við gestina og komust yfir í fyrsta skipti eftir 14 mínútur í stöðunni 7-6. Framstúlkur voru ekki lengi að komast yfir aftur en þær reyndu að keyra hraða miðju í hálfleiknum með ágætis árangri en heimastúlkur voru þó fljótar að skila sér til baka. Fram hélt KA/Þór tveimur mörkum frá sér þangað til í lok hálfleiksins þegar þær skoruðu tvo síðustu mörkin og komust fjórum mörkum yfir. Leikmenn KA/Þór vildu fá víti, eða fríkast hið minnsta, í lokasókn sinni í hálfleiknum en ekkert var dæmt öllum leikmönnum til undrunar, þ.á.m. leikmönnum Fram en þær náðu þó hraðaupphlaupi og skoruðu síðasta mark hálfleiksins. Staðan 12-16 í hálfleik. Framkonur spiluðu seinni hálfleikinn vel og keyrðu áfram á sínum hraða leik og héldu heimakonum áfram 3-4 mörkum fyrir aftan sig. Liðið var að fá nokkuð af ódýrum mörkum úr hraðaupphlaupum þar sem Þórey Rósa var oftar en ekki mætt fremst að afgreiða boltann í netið. Mikið mæddi á Nathaliu Soares sóknarlega hjá KA/Þór en hún tók heil 18 skot í leiknum og skoraði úr 10 þeirra. Þegar fjórar mínútur voru eftir var KA/Þór búið að minnka munninn í einungis tvö mörk eftir góðan kafla og skoruðu næsta mark leiksins þegar rúm mínúta var eftir og staðan 25-26 þegar 55 sekúndur lifðu leiks og Framkonur héldu í sókn eftir að hafa tekið leikhlé. Sara Katrín Gunnarsdóttir skoraði fyrir Fram og gulltryggði svo sigurinn með því að skora strax í kjölfarið eftir klaufagang hjá KA/Þór. Lokatölur 25-28 fyrir Fram. Liðin eru áfram í fjórða og fimmta sæti og góðar líkur á að þau mætist í úrslitakeppninni en aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Af hverju vann Fram? Þær voru betri í dag í vörn í sókn og fleiri leikmenn liðsins voru að skila frammistöðum sóknarlega heldur en hjá KA/Þór. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Fram átti Þórey Rósa góðan leik eftir að hafa klikkað á fyrstu tveimur skotum sínum í dag og endaði með 7 mörk úr 12 skotum. Þá skoruðu Perla Ruth Albertsdóttir og Sara Katrín Gunnarsdóttir 6 mörk hvor. Perla Ruth endaði líka með 13 löglegg stopp eins og Kristrún Steinþórsdóttir sem er rosaleg tölfræði. Steinunn Björnsdóttir stjórnaði varnarleiknum að venju og var með 10 lögleg stopp. Hjá KA/Þór mæddi mikið á Nathaliu Soares sem skoraði 10 mörk úr 18 skotum. Rut Jónsdóttir skoraði 7 mörk úr 8 skotum, þar af fjögur af vítalínunni. Hvað gekk illa? Fram keyrði sinn hraða leik í dag. Það gekk ekki beint illa hjá KA/Þór að verjast því en heldur ekkert alltof vel þar sem Fram fékk nokkur ódýr mörk vegna hraða liðsins. Þá þurfa fleiri leikmenn hjá KA/Þór að skila frammistöðum sóknarlega en Nathalia Soares og Rut Jónsdóttir skora 17 af 25 mörkum liðsins í dag. Hvað gerist næst? Lokaumferð deildarinnar fer fram laugardaginn 1. apríl kl. 16:00 þar sem kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. KA/Þór mætir Val í Origo-höllinni og Fram fær ÍBV í heimsókn í Úlfarsárdalinn. Olís-deild kvenna Fram KA Þór Akureyri
Fram gerði góða ferð norður yfir heiðar í dag og vann sterkan 25-28 sigur á KA/Þór í næstsíðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Fram hafði yfirhöndina í leiknum en heimakonur náðu þó að gera leikinn spennandi í blálokin. Fram byrjaði leikinn betur og skoruðu fjögur mörk gegn einu fyrstu fimm mínúturnar. KA/Þór hélt þó í við gestina og komust yfir í fyrsta skipti eftir 14 mínútur í stöðunni 7-6. Framstúlkur voru ekki lengi að komast yfir aftur en þær reyndu að keyra hraða miðju í hálfleiknum með ágætis árangri en heimastúlkur voru þó fljótar að skila sér til baka. Fram hélt KA/Þór tveimur mörkum frá sér þangað til í lok hálfleiksins þegar þær skoruðu tvo síðustu mörkin og komust fjórum mörkum yfir. Leikmenn KA/Þór vildu fá víti, eða fríkast hið minnsta, í lokasókn sinni í hálfleiknum en ekkert var dæmt öllum leikmönnum til undrunar, þ.á.m. leikmönnum Fram en þær náðu þó hraðaupphlaupi og skoruðu síðasta mark hálfleiksins. Staðan 12-16 í hálfleik. Framkonur spiluðu seinni hálfleikinn vel og keyrðu áfram á sínum hraða leik og héldu heimakonum áfram 3-4 mörkum fyrir aftan sig. Liðið var að fá nokkuð af ódýrum mörkum úr hraðaupphlaupum þar sem Þórey Rósa var oftar en ekki mætt fremst að afgreiða boltann í netið. Mikið mæddi á Nathaliu Soares sóknarlega hjá KA/Þór en hún tók heil 18 skot í leiknum og skoraði úr 10 þeirra. Þegar fjórar mínútur voru eftir var KA/Þór búið að minnka munninn í einungis tvö mörk eftir góðan kafla og skoruðu næsta mark leiksins þegar rúm mínúta var eftir og staðan 25-26 þegar 55 sekúndur lifðu leiks og Framkonur héldu í sókn eftir að hafa tekið leikhlé. Sara Katrín Gunnarsdóttir skoraði fyrir Fram og gulltryggði svo sigurinn með því að skora strax í kjölfarið eftir klaufagang hjá KA/Þór. Lokatölur 25-28 fyrir Fram. Liðin eru áfram í fjórða og fimmta sæti og góðar líkur á að þau mætist í úrslitakeppninni en aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Af hverju vann Fram? Þær voru betri í dag í vörn í sókn og fleiri leikmenn liðsins voru að skila frammistöðum sóknarlega heldur en hjá KA/Þór. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Fram átti Þórey Rósa góðan leik eftir að hafa klikkað á fyrstu tveimur skotum sínum í dag og endaði með 7 mörk úr 12 skotum. Þá skoruðu Perla Ruth Albertsdóttir og Sara Katrín Gunnarsdóttir 6 mörk hvor. Perla Ruth endaði líka með 13 löglegg stopp eins og Kristrún Steinþórsdóttir sem er rosaleg tölfræði. Steinunn Björnsdóttir stjórnaði varnarleiknum að venju og var með 10 lögleg stopp. Hjá KA/Þór mæddi mikið á Nathaliu Soares sem skoraði 10 mörk úr 18 skotum. Rut Jónsdóttir skoraði 7 mörk úr 8 skotum, þar af fjögur af vítalínunni. Hvað gekk illa? Fram keyrði sinn hraða leik í dag. Það gekk ekki beint illa hjá KA/Þór að verjast því en heldur ekkert alltof vel þar sem Fram fékk nokkur ódýr mörk vegna hraða liðsins. Þá þurfa fleiri leikmenn hjá KA/Þór að skila frammistöðum sóknarlega en Nathalia Soares og Rut Jónsdóttir skora 17 af 25 mörkum liðsins í dag. Hvað gerist næst? Lokaumferð deildarinnar fer fram laugardaginn 1. apríl kl. 16:00 þar sem kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. KA/Þór mætir Val í Origo-höllinni og Fram fær ÍBV í heimsókn í Úlfarsárdalinn.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik