Vill færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 15:01 Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs unnu Super Bowl í febrúar en sá leikur var spilaður á sunnudegi eins og allir hinir. AP/Abbie Parr Eitt af andlitum umfjöllunarinnar um NFL-deildina í Bandaríkjunum segir að það sé kominn tími að spila stærsta leik ársins á degi þar sem frí er daginn eftir. Super Bowl leikurinn, úrslitaleikurinn um NFL-titilinn, hefur alltaf verið spilaður á sunnudagskvöldi en sunnudagur er auðvitað aðaldagurinn í hverri viku í NFL. Undanfarin ár hefur NFL-deildin verið að færa einhverja deildarleiki yfir á laugardagskvöld og hluti úrslitakeppninnar er spilaður á laugardögum en úrslitaleikurinn er enn á sínum stað. Kyle Brandt er einn af aðalmönnunum á NFL Network stöðinni og vinnur því við það að fylgjast með NFL-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Brandt er á því að nú sé kominn tími til að færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag. Við hér á Íslandi spilum bikarsúrslitaleikina í stærstu íþróttagreinunum á laugardögum og nú er að sjá hvort að NFL-deildin þori að breyta þessum stærsta leik í bandarískum íþróttum. NFL-deildin ætlar að spila leik á svörtum föstudegi á komandi tímabili og það var kveikjan að því að Kyle tjáði sig um málið. „Svartur föstudagur er fyrsta skrefið svo við getum hlaupið með Super Bowl á laugardegi. Ég er búinn að vera að tala um þetta í mörg ár,“ sagði Kyle Brandt. „Ég vil fá Super Bowl leikinn á laugardegi. Já er svarið ef þú heldur að það sé svo ég get drukkið og borðað án þess að hafa áhyggjur af deginum eftir. Af hverju má það ekki,“ spurði Brandt. „Ég elska hugmyndina að koma með leik á Svörtum föstudegi. Leikmennirnir munu eflaust hata það en ég er ekki leikmaður og er mjög hrifinn af þessari breytingu,“ sagði Brandt. Svartur föstudagur er dagurinn eftir Þakkargjarðarhátíðina sem fer fram á fimmtudegi. Það eru alltaf NFL-leikir spilaðir á Þakkargjarðarhátíðinni en nú verður einnig leikur daginn eftir. NFL Ofurskálin Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Super Bowl leikurinn, úrslitaleikurinn um NFL-titilinn, hefur alltaf verið spilaður á sunnudagskvöldi en sunnudagur er auðvitað aðaldagurinn í hverri viku í NFL. Undanfarin ár hefur NFL-deildin verið að færa einhverja deildarleiki yfir á laugardagskvöld og hluti úrslitakeppninnar er spilaður á laugardögum en úrslitaleikurinn er enn á sínum stað. Kyle Brandt er einn af aðalmönnunum á NFL Network stöðinni og vinnur því við það að fylgjast með NFL-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Brandt er á því að nú sé kominn tími til að færa Super Bowl leikinn yfir á laugardag. Við hér á Íslandi spilum bikarsúrslitaleikina í stærstu íþróttagreinunum á laugardögum og nú er að sjá hvort að NFL-deildin þori að breyta þessum stærsta leik í bandarískum íþróttum. NFL-deildin ætlar að spila leik á svörtum föstudegi á komandi tímabili og það var kveikjan að því að Kyle tjáði sig um málið. „Svartur föstudagur er fyrsta skrefið svo við getum hlaupið með Super Bowl á laugardegi. Ég er búinn að vera að tala um þetta í mörg ár,“ sagði Kyle Brandt. „Ég vil fá Super Bowl leikinn á laugardegi. Já er svarið ef þú heldur að það sé svo ég get drukkið og borðað án þess að hafa áhyggjur af deginum eftir. Af hverju má það ekki,“ spurði Brandt. „Ég elska hugmyndina að koma með leik á Svörtum föstudegi. Leikmennirnir munu eflaust hata það en ég er ekki leikmaður og er mjög hrifinn af þessari breytingu,“ sagði Brandt. Svartur föstudagur er dagurinn eftir Þakkargjarðarhátíðina sem fer fram á fimmtudegi. Það eru alltaf NFL-leikir spilaðir á Þakkargjarðarhátíðinni en nú verður einnig leikur daginn eftir.
NFL Ofurskálin Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira