Þetta er án vafa ein hættulegasta íþróttagrein heims enda gera keppendur allt til að komast á sem mestan hraða niður brekkuna.
Það þarf ekki mikið að fara úrskeiðis til að illa fari.
Billy vann ekki aðeins heimsmeistaratitil því hann setti einnig heimsmet. Hann komst mest á 255 kílómetra hraða og vann titilinn annað árið í röð.
Billy fagnaði vel þegar hann sá hraðamælinn skila þessari ótrúlegu niðurstöðu. Það má sjá myndbrot af heimsmetinu og fögnuðinum hér fyrir neðan.