Fyrirliðinn krafðist þess að Kristján yrði eftir hjá mömmu og pabba Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2023 08:00 Kristján Örn Kristjánsson undirbýr þrumuskot í sigri Íslands gegn Brasilíu á HM í janúar. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson er byrjaður að spila handbolta að nýju með franska liðinu PAUC eftir að hafa glímt við einkenni kulnunar. Hann segir dvöl heima á Íslandi, í kjallaranum hjá mömmu sinni og pabba, hafa gert sér afar gott. Kristján kom með liði PAUC til Íslands í febrúar þar sem liðið spilaði gegn Val í Evrópudeildinni. Hann hafði verið í veikindaleyfi og unnið að bata með sálfræðingnum Jóhanni Inga Gunnarssyni, en lét reyna á það að spila leikinn. Kristján sagði að eftir á að hyggja hefði það verið röng ákvörðun að spila leikinn, og að það hefði einnig haft slæm áhrif á sig að fá að sínu mati „niðrandi“ skilaboð frá leikmanni Vals, sem komið hefur í ljós að var Björgvin Páll Gústavsson, liðsfélagi Kristjáns í íslenska landsliðinu. En eftir leikinn varð Kristján eftir á Íslandi og fékk þar dýrmæta tveggja vikna pásu frá handbolta. Á sama tíma rak PAUC þjálfara sinn en Kristján sagði við Vísi að þjálfarinn hefði haft afar slæm áhrif á andlega heilsu hans. Kristján segist hins vegar hafa fengið afar góðan stuðning frá stjórn PAUC og liðsfélögum sínum, og fyrirliði PAUC sagði ekki annað koma til greina en að Kristján yrði áfram á Íslandi eftir leikinn við Val, vegna veikinda sinna, og gekk í málið: „Ég hélt veislu fyrir liðið heima hjá mér eftir leikinn, bara svona til að reyna að létta á móralnum og sýna mönnum foreldrahúsin mín. Þar ákvað fyrirliðinn, Nicolas Claire, að skipa mér að verða eftir heima á Íslandi. Hann sagði bara að það gerði ekkert gagn fyrir mig að koma með núna, að ég ætti að vera hjá fjölskyldunni minni, þar sem mér liði best, og koma svo þegar ég væri orðinn klár. Hann hringdi svo í stjórnina og útskýrði fyrir þeim málið, og allt gott og blessað með það,“ segir Kristján. Yndislegt að fá mömmumat og hitta vini á Íslandi „Eftir þetta var ég því heima í tvær vikur, bara niðri í kjallara hjá mömmu og pabba. Það var mjög notalegt að vera þar, fá mömmumat og hitta vini, og reyna að láta mér líða betur. Það var yndislegur tími og ómetanlegur,“ segir Kristján. Hann fékk einnig hughreystandi skilaboð úr ýmsum áttum: „Ég fékk ótrúlega mörg góð og hlý skilaboð frá vinum og fleirum, og þar á meðal fólki sem þekkir mig ekki neitt en sá fréttina um að ég væri að glíma við kulnunareinkenni, og vildi senda mér góðar batakveðjur. Sumt af þessu fólki var í sömu stöðu og ég, og sagði gaman að ég væri að tala um þessa hluti opinskátt.“ Gat núllstillt sig eftir brotthvarf þjálfarans Eftir dvölina á Íslandi nýtti Kristján svo landsleikjapásuna í byrjun mars, þegar Ísland mætti Tékkum í tveimur leikjum, til að koma sér af stað með PAUC að nýju: „Ég fékk símhringingu frá stjórninni sem vildi vita hvað ég vildi gera í stöðunni. Mér fannst ég kominn á mjög góðan stað, búinn að vinna vel í þessu með Jóhanni Inga, og fannst kominn tími til að fara aftur út. Fyrst að landsleikjapásan var í gangi var líka engin pressa varðandi leiki og ég gat mætt á æfingar og séð hvernig mér liði. Fyrsta æfingin gekk mjög vel, og það kom mér á óvart hve auðveldlega allt gekk. Það var líka fyrsta æfingin með nýjum þjálfara, sem var mjög þægilegt. Þá var maður kominn á ákveðinn byrjunarreit, gat gleymt öllum gömlu vandamálunum og núllstillt sig, og við byrjað nýja vegferð allir saman,“ segir Kristján sem skorað hefur fjögur og fimm mörk í síðustu tveimur leikjum PAUC. Kristján Örn Kristjánsson segist hafa fengið mjög góðan stuðning frá liðsfélögum sínum í PAUC, vegna þeirra andlegu erfiðleika sem hann hefur glímt við.Instagram/@pauchandballofficiel Brugðið yfir stuðningi liðsfélaga og kominn á mun betri stað Kristján kveðst hafa fengið mikinn stuðning frá liðsfélögum sínum og segist kominn á mun betri stað andlega – tilbúinn í hörkuna sem fylgir handboltanum. „Mér var smá brugðið hversu vel liðsfélagar studdu við bakið á mér hvað varðar þessi andlegu vandamál sem ég var með. Ég fékk ekkert nema jákvætt til baka frá þeim varðandi það, og menn voru að senda mér skilaboð eftir að ég varð eftir á Íslandi um hvernig ég hefði það og hvort það gengi ekki vel. Ekkert tengt handbolta, bara að tékka á mér. Og þau í stjórninni hafa verið ómetanleg. Ég hef heyrt dæmi um hve grimmur þessi heimur getur verið, þar sem sumir klúbbar bara leyfa þér að fara í burtu án þess að gera neitt til að hjálpa þér. Eins og staðan er núna þá er ég kominn á betri stað en ég var á áður. Það að ganga í gegnum þetta hefur opnað augu manns fyrir því að láta þetta ekki ganga of langt. Ég hefði viljað gera eitthvað í þessum málum fyrr því það voru komin skýr einkenni kulnunar, þó að vissulega hafi menn líka gengið mun lengra en ég án þess að gera eitthvað í sínum málum. Ég veit núna að þetta er ekkert djók og að fullt af fólki lendir í þessu, sama hvort þú kallar þetta kulnun, þunglyndi, depurð eða hvað sem er. Manni líður illa og ef þú lagar það ekki til lengri tíma þá verður þetta að stærra vandamáli en þarf. En ég tel mig kominn á töluvert betri stað og tilbúinn í hörkuna sem fylgir handboltanum.“ Franski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Sjá meira
Kristján kom með liði PAUC til Íslands í febrúar þar sem liðið spilaði gegn Val í Evrópudeildinni. Hann hafði verið í veikindaleyfi og unnið að bata með sálfræðingnum Jóhanni Inga Gunnarssyni, en lét reyna á það að spila leikinn. Kristján sagði að eftir á að hyggja hefði það verið röng ákvörðun að spila leikinn, og að það hefði einnig haft slæm áhrif á sig að fá að sínu mati „niðrandi“ skilaboð frá leikmanni Vals, sem komið hefur í ljós að var Björgvin Páll Gústavsson, liðsfélagi Kristjáns í íslenska landsliðinu. En eftir leikinn varð Kristján eftir á Íslandi og fékk þar dýrmæta tveggja vikna pásu frá handbolta. Á sama tíma rak PAUC þjálfara sinn en Kristján sagði við Vísi að þjálfarinn hefði haft afar slæm áhrif á andlega heilsu hans. Kristján segist hins vegar hafa fengið afar góðan stuðning frá stjórn PAUC og liðsfélögum sínum, og fyrirliði PAUC sagði ekki annað koma til greina en að Kristján yrði áfram á Íslandi eftir leikinn við Val, vegna veikinda sinna, og gekk í málið: „Ég hélt veislu fyrir liðið heima hjá mér eftir leikinn, bara svona til að reyna að létta á móralnum og sýna mönnum foreldrahúsin mín. Þar ákvað fyrirliðinn, Nicolas Claire, að skipa mér að verða eftir heima á Íslandi. Hann sagði bara að það gerði ekkert gagn fyrir mig að koma með núna, að ég ætti að vera hjá fjölskyldunni minni, þar sem mér liði best, og koma svo þegar ég væri orðinn klár. Hann hringdi svo í stjórnina og útskýrði fyrir þeim málið, og allt gott og blessað með það,“ segir Kristján. Yndislegt að fá mömmumat og hitta vini á Íslandi „Eftir þetta var ég því heima í tvær vikur, bara niðri í kjallara hjá mömmu og pabba. Það var mjög notalegt að vera þar, fá mömmumat og hitta vini, og reyna að láta mér líða betur. Það var yndislegur tími og ómetanlegur,“ segir Kristján. Hann fékk einnig hughreystandi skilaboð úr ýmsum áttum: „Ég fékk ótrúlega mörg góð og hlý skilaboð frá vinum og fleirum, og þar á meðal fólki sem þekkir mig ekki neitt en sá fréttina um að ég væri að glíma við kulnunareinkenni, og vildi senda mér góðar batakveðjur. Sumt af þessu fólki var í sömu stöðu og ég, og sagði gaman að ég væri að tala um þessa hluti opinskátt.“ Gat núllstillt sig eftir brotthvarf þjálfarans Eftir dvölina á Íslandi nýtti Kristján svo landsleikjapásuna í byrjun mars, þegar Ísland mætti Tékkum í tveimur leikjum, til að koma sér af stað með PAUC að nýju: „Ég fékk símhringingu frá stjórninni sem vildi vita hvað ég vildi gera í stöðunni. Mér fannst ég kominn á mjög góðan stað, búinn að vinna vel í þessu með Jóhanni Inga, og fannst kominn tími til að fara aftur út. Fyrst að landsleikjapásan var í gangi var líka engin pressa varðandi leiki og ég gat mætt á æfingar og séð hvernig mér liði. Fyrsta æfingin gekk mjög vel, og það kom mér á óvart hve auðveldlega allt gekk. Það var líka fyrsta æfingin með nýjum þjálfara, sem var mjög þægilegt. Þá var maður kominn á ákveðinn byrjunarreit, gat gleymt öllum gömlu vandamálunum og núllstillt sig, og við byrjað nýja vegferð allir saman,“ segir Kristján sem skorað hefur fjögur og fimm mörk í síðustu tveimur leikjum PAUC. Kristján Örn Kristjánsson segist hafa fengið mjög góðan stuðning frá liðsfélögum sínum í PAUC, vegna þeirra andlegu erfiðleika sem hann hefur glímt við.Instagram/@pauchandballofficiel Brugðið yfir stuðningi liðsfélaga og kominn á mun betri stað Kristján kveðst hafa fengið mikinn stuðning frá liðsfélögum sínum og segist kominn á mun betri stað andlega – tilbúinn í hörkuna sem fylgir handboltanum. „Mér var smá brugðið hversu vel liðsfélagar studdu við bakið á mér hvað varðar þessi andlegu vandamál sem ég var með. Ég fékk ekkert nema jákvætt til baka frá þeim varðandi það, og menn voru að senda mér skilaboð eftir að ég varð eftir á Íslandi um hvernig ég hefði það og hvort það gengi ekki vel. Ekkert tengt handbolta, bara að tékka á mér. Og þau í stjórninni hafa verið ómetanleg. Ég hef heyrt dæmi um hve grimmur þessi heimur getur verið, þar sem sumir klúbbar bara leyfa þér að fara í burtu án þess að gera neitt til að hjálpa þér. Eins og staðan er núna þá er ég kominn á betri stað en ég var á áður. Það að ganga í gegnum þetta hefur opnað augu manns fyrir því að láta þetta ekki ganga of langt. Ég hefði viljað gera eitthvað í þessum málum fyrr því það voru komin skýr einkenni kulnunar, þó að vissulega hafi menn líka gengið mun lengra en ég án þess að gera eitthvað í sínum málum. Ég veit núna að þetta er ekkert djók og að fullt af fólki lendir í þessu, sama hvort þú kallar þetta kulnun, þunglyndi, depurð eða hvað sem er. Manni líður illa og ef þú lagar það ekki til lengri tíma þá verður þetta að stærra vandamáli en þarf. En ég tel mig kominn á töluvert betri stað og tilbúinn í hörkuna sem fylgir handboltanum.“
Franski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Sjá meira