„Allt sem við áttum fór í þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2023 21:30 Heiðrún Lind Finnsdóttir, eigandi íbúðar við Lækjasmára. Vísir/Arnar Fjölskylda í Kópavogi stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavogsbær hafnar því að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Óhætt er að segja að fjölskyldan í Lækjasmára hafi haft það skítt síðustu daga; á þriðjudagskvöld byrjaði skólp að flæða upp um niðurföll íbúðar þeirra og kalla þurfti til slökkvilið til að dæla vatninu út. Fjölskyldan var langt komin með að rífa næstum allt út úr jarðhæð íbúðarinnar þegar fréttastofu bar að garði í dag, eins og sést í meðfylgjandi frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvað er þetta mikið tjón heldurðu, í peningum? „Ekki minna en 10 milljónir. Við erum nýbúin að kaupa þessa íbúð, spenntum bogann ansi hátt. Allt sem við áttum fór í þetta. Og við vitum ekki almennilega hvernig við eigum að fjármagna hreinsunina eða neitt í augnablikinu, þetta er bara algjört „clusterfuck“,“ segir Heiðrún Berglind Finnsdóttir, eigandi íbúðarinnar í Lækjasmára. Fjölskyldan segist ekki hafa getað beðið með að rífa gólfefni og annað út úr íbúðinni. Mygla hafi þegar byrjað að myndast.Vísir/Arnar Heiðrún segir að hamfarirnar megi rekja til stíflu í röri talsvert frá húsinu og húseigendatrygging nái því ekki utan um tjónið. Heiðrún telur Kópavogsbæ sjálfan bótaskyldan - en þar hafi viðbrögð verið alltof hæg. „Klárlega myndi maður vilja að bærinn myndi koma og segja heyrðu, fokk, við gerðum skissu. Við komum og hjálpum ykkur á meðan við bíðum eftir tryggingafélaginu, að það sé eitthvað neyðarteymi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Heiðrún. Matthías Tristan Þórðarson, 10 ára, í herbergi sínu, sem nú er berstrípað.Vísir/Arnar Hún segir myglu þegar byrjaða að myndast og þau hafi því ekki getað beðið með niðurrif. „Við höfum ekki tíma til að bíða eftir að bærinn og tryggingafélögin ákveði sig hver ætli að borga brúsann.“ Kópavogsbær hafnar því í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Bærinn hafnar því einnig að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Í gær hafi lagnir verið hreinsaðar og þær svo myndaðar til að athuga með frekari skemmdir „Húsnæðiseigendum hefur verið bent á að tilkynna tjónið til VÍS, sem er tryggingarfélag Kópavogsbæjar. Vís tekur við tilkynningunni og leitar í framhaldi eftir upplýsingum um atvikið og metur bótaskyldu.“ Kópavogur Skólp Tryggingar Tengdar fréttir Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Óhætt er að segja að fjölskyldan í Lækjasmára hafi haft það skítt síðustu daga; á þriðjudagskvöld byrjaði skólp að flæða upp um niðurföll íbúðar þeirra og kalla þurfti til slökkvilið til að dæla vatninu út. Fjölskyldan var langt komin með að rífa næstum allt út úr jarðhæð íbúðarinnar þegar fréttastofu bar að garði í dag, eins og sést í meðfylgjandi frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Hvað er þetta mikið tjón heldurðu, í peningum? „Ekki minna en 10 milljónir. Við erum nýbúin að kaupa þessa íbúð, spenntum bogann ansi hátt. Allt sem við áttum fór í þetta. Og við vitum ekki almennilega hvernig við eigum að fjármagna hreinsunina eða neitt í augnablikinu, þetta er bara algjört „clusterfuck“,“ segir Heiðrún Berglind Finnsdóttir, eigandi íbúðarinnar í Lækjasmára. Fjölskyldan segist ekki hafa getað beðið með að rífa gólfefni og annað út úr íbúðinni. Mygla hafi þegar byrjað að myndast.Vísir/Arnar Heiðrún segir að hamfarirnar megi rekja til stíflu í röri talsvert frá húsinu og húseigendatrygging nái því ekki utan um tjónið. Heiðrún telur Kópavogsbæ sjálfan bótaskyldan - en þar hafi viðbrögð verið alltof hæg. „Klárlega myndi maður vilja að bærinn myndi koma og segja heyrðu, fokk, við gerðum skissu. Við komum og hjálpum ykkur á meðan við bíðum eftir tryggingafélaginu, að það sé eitthvað neyðarteymi eða eitthvað svoleiðis,“ segir Heiðrún. Matthías Tristan Þórðarson, 10 ára, í herbergi sínu, sem nú er berstrípað.Vísir/Arnar Hún segir myglu þegar byrjaða að myndast og þau hafi því ekki getað beðið með niðurrif. „Við höfum ekki tíma til að bíða eftir að bærinn og tryggingafélögin ákveði sig hver ætli að borga brúsann.“ Kópavogsbær hafnar því í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Bærinn hafnar því einnig að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Í gær hafi lagnir verið hreinsaðar og þær svo myndaðar til að athuga með frekari skemmdir „Húsnæðiseigendum hefur verið bent á að tilkynna tjónið til VÍS, sem er tryggingarfélag Kópavogsbæjar. Vís tekur við tilkynningunni og leitar í framhaldi eftir upplýsingum um atvikið og metur bótaskyldu.“
Kópavogur Skólp Tryggingar Tengdar fréttir Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. 30. mars 2023 21:51