Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 22:02 Skúli Magnússon er Umboðsmaður Alþingis. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda Umboðsmaður Alþingis óskaði á dögunum eftir svörum Bjarna Benediktssonar vegna tilkynningar á vef ráðuneytis hans þess efnis að ólöglegt væri að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. Kveikjan að tilkynningu ráðuneytisins var umfjöllum um félagið Lindarhvol. Ráðuneytið vísaði til nokkurra úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál til merkis um að nefndin hafi úrskurðað um það mörgum sinni að ólögmætt væri að opinbera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda. Þá kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins að það telji sér skylt að hlíta úrskurðum nefndarinnar og vilji eða afstaða ráðherra, Bjarna Benediktssonar, og ráðuneytisins skipti engu máli í því samhengi. Í tilkynningu á vef Umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins við fyrri fyrirspurn umboðsmanns verði hins vegar ekki annað ráðið en að það telji að birta megi vinnuskjöl að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ársreikninga, sem vísað hafi verið til í tilkynningunni, girði því ekki alfarið fyrir slíka birtingu. „Get ég því ekki séð að samræmi sé að þessu leyti á milli þess sem fram kemur í umræddri tilkynningu ráðuneytisins og því sem greinir í áðurröktu svari þess til mín,“ segir í nýju bréfi Umboðsmanns til Bjarna Benediktssonar. Af þessu tilefni sé óskað eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið líti svo á að tilkynning þess 9. mars sé í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í svari þess. Sé sú raunin sé óskað eftir nánari skýringum á því. Einnig hvort komið hafi til skoðunar hjá ráðuneytinu að breyta tilkynningunni til samræmis við það sem fram kemur í svarinu. Ef ekki þá sé óskað skýringa á því og svörum fyrir 12. apríl næstkomandi. Bréf Umboðsmanns til fjármálaráðherra má lesa hér. Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis óskaði á dögunum eftir svörum Bjarna Benediktssonar vegna tilkynningar á vef ráðuneytis hans þess efnis að ólöglegt væri að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. Kveikjan að tilkynningu ráðuneytisins var umfjöllum um félagið Lindarhvol. Ráðuneytið vísaði til nokkurra úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál til merkis um að nefndin hafi úrskurðað um það mörgum sinni að ólögmætt væri að opinbera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda. Þá kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins að það telji sér skylt að hlíta úrskurðum nefndarinnar og vilji eða afstaða ráðherra, Bjarna Benediktssonar, og ráðuneytisins skipti engu máli í því samhengi. Í tilkynningu á vef Umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins við fyrri fyrirspurn umboðsmanns verði hins vegar ekki annað ráðið en að það telji að birta megi vinnuskjöl að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ársreikninga, sem vísað hafi verið til í tilkynningunni, girði því ekki alfarið fyrir slíka birtingu. „Get ég því ekki séð að samræmi sé að þessu leyti á milli þess sem fram kemur í umræddri tilkynningu ráðuneytisins og því sem greinir í áðurröktu svari þess til mín,“ segir í nýju bréfi Umboðsmanns til Bjarna Benediktssonar. Af þessu tilefni sé óskað eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið líti svo á að tilkynning þess 9. mars sé í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í svari þess. Sé sú raunin sé óskað eftir nánari skýringum á því. Einnig hvort komið hafi til skoðunar hjá ráðuneytinu að breyta tilkynningunni til samræmis við það sem fram kemur í svarinu. Ef ekki þá sé óskað skýringa á því og svörum fyrir 12. apríl næstkomandi. Bréf Umboðsmanns til fjármálaráðherra má lesa hér.
Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira