Grýttu börn með flöskum og dósum á Ráðhústorginu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 16:19 Atvikið átti sér stað við Ráðhústorgið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Hópur fólks grýtti föður og tvo drengi hans með bjórdósum og glerflöskum á Ráðhústorginu á Akureyri í gærkvöldi. Faðirinn segir drengina hafa verið afar skelkaða og íhugar að kæra fólkið. Markús Már Efraím var í gær á gangi um Ráðhústorgið á Akureyri ásamt sonum sínum, átta og ellefu ára gömlum. Hann er búsettur í Reykjavík en er staddur í bænum til að kenna á námskeiði á bókasafninu í bænum vegna Barnamenningarhátíðar. Rigndi flöskum og dósum Í samtali við fréttastofu segir hann þá feðgana hafa verið nýbúna að fá sér að borða og voru að rölta aftur í íbúðina sem þeir gista í. „Svo heyri ég einhvern hvell við hliðina á okkur. Svo skellur full dós við hliðina á okkur og glerflaska. Það var greinilega einhver að kasta þessu. Þá lít ég í kringum mig til að sjá hvaðan þetta kom og sé þau einhverja gaura upp á svölum í íbúð. Þeir voru enn að kasta einhverjum hlutum og ég sá að þeir voru líka að hella vatni þarna niður yfir einhverja sem stóðu þarna,“ segir Markús. Ungt fólk í partýi Hann segir það hafa verið greinilegt að fólkið hafi verið að reyna að hitta feðgana þar sem enginn annar var nálægt þeim og voru þeir langt frá húsinu þaðan sem köstin komu. Hann segir að þarna hafi ungt fólk verið í leiguíbúð en hann er ekki með upplýsingar um hvort Íslendinga eða erlenda ferðamenn var að ræða. „Þetta var ungt fólk, þetta er stór íbúð og það virtist vera eitthvað partý þarna. Ég er búinn að senda skilaboð á eiganda íbúðarinnar. Hann er erlendis en ætlaði sjálfur að biðja lögregluna um að vísa fólkinu út,“ segir Markús. Hefðu getað stórslasast Hann hafði strax samband við lögregluna sem mætti á svæðið og fór inn í íbúðina. Þeir feðgarnir hinkruðu fyrir utan þar sem Markús vildi vita hvað lögreglan ætlaði að gera í málinu. Þarna hefðu þeir getað stórslasast. „Lögreglan tók svo niður nöfn okkar og kennitölur og sögðu að við gætum lagt fram kæru á lögreglustöð. Þeir eru væntanlega með upplýsingar um hvaða fólk þetta er. Fólkið skammaðist sín greinilega ekki mikið því þegar ég var að tala við lögregluna stóðu þeir í glugganum að senda börnunum mínum fingurinn og taka myndir af okkur,“ segir Markús. Ekki viss hvort hann kæri Hann er ekki viss hvort hann leggi fram kæru, mögulega sé það mikið vesen sem ekkert komi upp úr. Aftur á móti hafi einhver getað slasast alvarlega. Þá hafi gerendurnir alls ekki sýnt að þeir hafi séð eftir atvikinu. „Nú þora strákarnir mínir ekki að fara á Ráðhústorgið ef þessir menn myndu vera þarna. Þeir voru mjög hræddir. Þeir hafa áhyggjur af því að sjá þessa menn annars staðar í bænum. Ekki það að ég haldi að eitthvað muni gerast en börn eru börn, þau geta orðið hrædd,“ segir Markús. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Markús Már Efraím var í gær á gangi um Ráðhústorgið á Akureyri ásamt sonum sínum, átta og ellefu ára gömlum. Hann er búsettur í Reykjavík en er staddur í bænum til að kenna á námskeiði á bókasafninu í bænum vegna Barnamenningarhátíðar. Rigndi flöskum og dósum Í samtali við fréttastofu segir hann þá feðgana hafa verið nýbúna að fá sér að borða og voru að rölta aftur í íbúðina sem þeir gista í. „Svo heyri ég einhvern hvell við hliðina á okkur. Svo skellur full dós við hliðina á okkur og glerflaska. Það var greinilega einhver að kasta þessu. Þá lít ég í kringum mig til að sjá hvaðan þetta kom og sé þau einhverja gaura upp á svölum í íbúð. Þeir voru enn að kasta einhverjum hlutum og ég sá að þeir voru líka að hella vatni þarna niður yfir einhverja sem stóðu þarna,“ segir Markús. Ungt fólk í partýi Hann segir það hafa verið greinilegt að fólkið hafi verið að reyna að hitta feðgana þar sem enginn annar var nálægt þeim og voru þeir langt frá húsinu þaðan sem köstin komu. Hann segir að þarna hafi ungt fólk verið í leiguíbúð en hann er ekki með upplýsingar um hvort Íslendinga eða erlenda ferðamenn var að ræða. „Þetta var ungt fólk, þetta er stór íbúð og það virtist vera eitthvað partý þarna. Ég er búinn að senda skilaboð á eiganda íbúðarinnar. Hann er erlendis en ætlaði sjálfur að biðja lögregluna um að vísa fólkinu út,“ segir Markús. Hefðu getað stórslasast Hann hafði strax samband við lögregluna sem mætti á svæðið og fór inn í íbúðina. Þeir feðgarnir hinkruðu fyrir utan þar sem Markús vildi vita hvað lögreglan ætlaði að gera í málinu. Þarna hefðu þeir getað stórslasast. „Lögreglan tók svo niður nöfn okkar og kennitölur og sögðu að við gætum lagt fram kæru á lögreglustöð. Þeir eru væntanlega með upplýsingar um hvaða fólk þetta er. Fólkið skammaðist sín greinilega ekki mikið því þegar ég var að tala við lögregluna stóðu þeir í glugganum að senda börnunum mínum fingurinn og taka myndir af okkur,“ segir Markús. Ekki viss hvort hann kæri Hann er ekki viss hvort hann leggi fram kæru, mögulega sé það mikið vesen sem ekkert komi upp úr. Aftur á móti hafi einhver getað slasast alvarlega. Þá hafi gerendurnir alls ekki sýnt að þeir hafi séð eftir atvikinu. „Nú þora strákarnir mínir ekki að fara á Ráðhústorgið ef þessir menn myndu vera þarna. Þeir voru mjög hræddir. Þeir hafa áhyggjur af því að sjá þessa menn annars staðar í bænum. Ekki það að ég haldi að eitthvað muni gerast en börn eru börn, þau geta orðið hrædd,“ segir Markús.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira