Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 14:13 Óvenjukalt var í Reykjavík í vetur, sérstaklega í desember þegar langvarandi kuldakast með miklu frosti gerði. Vísir/Vilhelm Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. Veðurstofan hefur enn ekki birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í mars en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, tók upplýsingar um vetrarmánuðina desember til mars saman í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að meðalhiti vetrarins í Reykjavík hafi verið -1,6 gráður. Það er kaldasti vetur á þessari öld í höfuðborginni. Kaldast var í desember í viðvarandi kuldakasti. Þá var meðalhitinn -3,9 gráður. Febrúar var hlýjasti mánuðurinn og sá eini sem meðalhitinn var fyrir ofan frostmark, 2,1 gráða. Einar skrifar að tíðin í vetur hafi skorið sig mjög úr, sérstaklega í samanburði við aðra vetur eftir að tók að hlýna á Íslandi skömmu fyrir aldamót. Langir samfelldir kuldakaflar og óvenju eindregin skil hafi sett mark sitt á veturinn. „Fyrir utan um tíu daga um miðjan febrúar, með „eðlilegum„ hitasveiflum um frostmarkið má telja að tíðin hafi veriði úti á kantinum [í] margvíslegu tilliti í vetur. Og þau einkenni hófust reyndar fyrr eða með afbrigðilegum hlýindum í nóvember,“ skrifar veðurfræðingurinn. Úrkoma í mars var vel undir tíu millímetrum í höfuðborginni samkvæmt óstaðfestum tölum Einars. Til að finna einhvern almanaksmánuð með svo lítilli úrkomu þarf að leita meira en fimmtíu ár aftur í tímann, til júní 1971. Enn lengra er frá því að svo þurrt var í Reykjavík í marsmánuði. Síðast gerðist það árið 1962 en þá mældist úrkoma aðeins 2,3 millímetrar. Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Veðurstofan hefur enn ekki birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í mars en Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, tók upplýsingar um vetrarmánuðina desember til mars saman í færslu á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að meðalhiti vetrarins í Reykjavík hafi verið -1,6 gráður. Það er kaldasti vetur á þessari öld í höfuðborginni. Kaldast var í desember í viðvarandi kuldakasti. Þá var meðalhitinn -3,9 gráður. Febrúar var hlýjasti mánuðurinn og sá eini sem meðalhitinn var fyrir ofan frostmark, 2,1 gráða. Einar skrifar að tíðin í vetur hafi skorið sig mjög úr, sérstaklega í samanburði við aðra vetur eftir að tók að hlýna á Íslandi skömmu fyrir aldamót. Langir samfelldir kuldakaflar og óvenju eindregin skil hafi sett mark sitt á veturinn. „Fyrir utan um tíu daga um miðjan febrúar, með „eðlilegum„ hitasveiflum um frostmarkið má telja að tíðin hafi veriði úti á kantinum [í] margvíslegu tilliti í vetur. Og þau einkenni hófust reyndar fyrr eða með afbrigðilegum hlýindum í nóvember,“ skrifar veðurfræðingurinn. Úrkoma í mars var vel undir tíu millímetrum í höfuðborginni samkvæmt óstaðfestum tölum Einars. Til að finna einhvern almanaksmánuð með svo lítilli úrkomu þarf að leita meira en fimmtíu ár aftur í tímann, til júní 1971. Enn lengra er frá því að svo þurrt var í Reykjavík í marsmánuði. Síðast gerðist það árið 1962 en þá mældist úrkoma aðeins 2,3 millímetrar.
Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira