Niðurfærsla á íbúðabréfum dró verulega niður afkomu VR í fyrra
![Ragnar Þór Ingólfsson var endurkjörinn formaður VR fyrr í þessum mánuði.](https://www.visir.is/i/54278D7D1E28F2A796B0BF9BF47AB43076E72FEEB5AFF0429C83A18D5CF8B31D_713x0.jpg)
Rúmlega fimm prósenta neikvæð nafnávöxtun var af um 13 milljarða króna verðbréfasafni VR á síðasta ári sem varð þess valdandi að heildarafkoma stéttarfélagsins var undir núllinu. Þar munaði talsvert um að VR var með um fjórðung allra verðbréfaeigna sinna í íbúðabréfum sem þurfti að færa nokkuð niður að markaðsvirði eftir að stjórnvöld boðuðu síðasta haust að ÍL-sjóður yrði settur í slitameðferð náist ekki samninga við kröfuhafa um uppgreiðslu skulda hans.