„Hvað hefur átt sér stað í þessari viku milli þessara tveggja manna?“ spurði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, og gaf Loga Geirssyni orðið.
„Þetta er risastórt mál, ég gæti verið hérna í klukkutíma að tala um allskonar vinkla og svoleiðis en staðreyndin er sú að mér finnst mjög taktlaust af Bjögga að senda daginn fyrir leik. Ég þarf ekkert að þylja upp það sem Donni birtir.“
„PAUC sendir EHF [Handknattleikssamband Evrópu] og tilkynnir þetta mál. Eins og við sjáum í þessu öllu er að þetta er leiðinlegt fyrir alla og sportið. Að reka svona mál í fjölmiðlum, held að fólk sjái að þetta á ekki heima í sjónvarpinu. Þetta eru persónuleg samskipti,“ sagði Logi og hélt áfram.
„Ég veit ekki hvert ég vill fara með þetta. Ég held persónulega að það verði eitthvað gert í þessu máli. Þeir telja hann [Björgvin Pál] hafa brotið reglu, að hafa áhrif á leikmann. Þeir eru að mætast í Evrópukeppninni og hann segist vera tala sem landsliðsmaður.“
„Ég er ósammála því, hann er að hafa áhrif á leikmann daginn fyrir leik. Landsliðið fellur undir EHF og það er mjög líklegt finnst mér að hann fái bann eða sekt. Að mér vitandi er þetta í fyrsta skipti sem þessari reglu hefur verið beitt.“
„Landsliðið má ekkert við þessu og ég held ekkert endilega að Björgvin Páll hefði verið valinn, né Donni. Ég held bara að ef ég væri landsliðsþjálfari myndi ég bara kæla þetta mál.“
Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.