Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, varaþingmanns Miðflokksins, um jólagjafir opinberra stofnana.
Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands má rekja hækkaðan kostnað við jólagjafir til þess að Fjármálaeftirlitið sameinaðist bankanum í ársbyrjun 2020.
Í svarinu svarar forsætisráðherra aðeins fyrir þær stofnanir sem heyra undir hann en fyrirspyrjanda er bent á að beina spurningum um aðrar stofnanir til viðkomandi ráðuneyta.
Svör forsætisráðherra ná til Seðlabanka, Hagstofunnar, Umboðsmanns barna, Óbyggðanefndar, Jafnréttisstofu og Ríkislögmanns.
Hjá Umboðsmanni barna hækkaði jólagjafakostnaðurinn úr 70 þúsund krónum í 220 þúsund krónur á árunum 2018 til 2022, hjá Óbyggðanefnd úr 45 þúsund krónum í 50 þúsund krónur og hjá Jafnréttistofu úr 100 þúsund krónum í 124 þúsund krónur.
Athygli vekur að jólagjafakostnaður hjá Ríkislögmanni var enginn á árunum 2018 til 2021 en 187 þúsund árið 2022.