Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. apríl 2023 08:30 Arnar Þór Viðarsson í þættinum Extra Time í gær. Skjáskot/VRT Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. Arnari var sagt upp á fimmtudaginn var eftir fyrsta landsliðsglugga Íslands í nýrri undankeppni EM. Þar tapaði liðið 3-0 fyrir Bosníu en vann svo Liechtenstein 7-0. Hann tók við liðinu í lok árs 2020 eftir að hafa áður þjálfað U21 árs landslið Íslands. Extra Time er vikulegur þáttur þar sem umferðin í belgísku úrvalsdeildinni er gerð upp og hefur Arnar undanfarin ár verið reglulegur gestur. Hann var á meðal gesta í þættinum í gær, og tjáði sig opinberlega um uppsögnina. Hann segist ekki skilja tímasetningu uppsagnarinnar. „Mér þykir tímasetning uppsagnarinnar vera óskiljanleg. Þetta er mjög súrt og óréttlátt. Sérstaklega eftir úrslitin. En ég er líka stoltur og er viss um að nú sé til staðar sterkur grunnur á Íslandi, að liðið muni spila góðan fótbolta,“ sagði Arnar Þór í þætti gærdagsins. Arnar var þá spurður af þáttastjórnendum hvort væntingar sambandsins væru of miklar vegna árangursins sem náðist í aðdraganda ráðningar hans. En Ísland komst á EM 2016 og HM 2018 áður en Arnar tók við 2020. Arnar sagði þá eðlilegt að kröfurnar væru miklar eftir slíkan árangur, en þyrfti að taka mið af stöðunni sem var uppi þegar hann tók við. Erfitt væri að gera sömu kröfur til hans. Þar undirstrikaði Arnar jafnframt að hann hefði tekið við liðinu í erfiðri stöðu, þegar skandall skók sambandið og hann hafi ekki mátt velja ákveðna leikmenn um hríð. Arnar Þór í þætti gærkvöldsins.Skjáskot/VRT Í þættinum leggur Arnar áherslu á að liðið hafi unnið sinn stærsta sigur í sögunni gegn Liechtenstein í aðdraganda uppsagnarinnar. „Þremur dögum fyrir það töpuðum við 3-0 gegn Bosníu. Það var ekki góður leikur hjá okkur. Við spiluðum passíft og með handbremsuna á. En við komum vel til baka gegn Liechtenstein,“ sagði Arnar. Arnar kveðst þá ætla að mæta áfram vikulega í Extra Time fyrst aðstæður hans breyttust. Framhaldið verði svo að koma í ljós. „Ég hef sjaldan planað framtíð mína í lífinu, sérstaklega sem þjálfari. Við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég veit ekki enn hvort ég vilji fara aftur í þjálfun eða halda mig við sjónvarpsstörf í bili. Við sjáum til, ég hef tíma,“ sagði Arnar í þættinum. Hér má sjá hluta þáttarins þar sem Arnar tjáir sig um málefni landsliðsins. Þátturinn er á flæmsku. Fréttin hefur verið leiðrétt. Arnar sagði ekki orðrétt að kröfur sambandsins væru of háar, líkt og fyrst var greint frá, og haft eftir belgíska miðlinum Voetbal Nieuws, sem einnig hefur leiðrétt sömu villu í sínum fréttaflutningi. Umræður í þættinum almennt snertu á kröfum sambandsins, líkt og segir að ofan. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Arnar um brottrekstur nafna síns: „Virkilega skrítinn tímapunktur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. 2. apríl 2023 13:01 Landsliðsmenn þakklátir Arnari Nokkrir af leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafa sent Arnari Þór Viðarssyni þakklætiskveðju á samfélagsmiðlum, í kjölfar þess að Arnar var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í gær. 31. mars 2023 15:01 Leikmanna- og þjálfaraferli Arnars með landsliðinu lauk á sama stað Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Liechtenstein, 0-7, á sunnudaginn. Leikurinn fór fram á sama stað og síðasti landsleikur hans sem leikmanns. 31. mars 2023 14:01 Landsliðsþjálfari hafði ekki kvatt með sigri í 34 ár Arnar Þór Viðarsson vann sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari og það hefur enginn annar gert á þessari öld. 31. mars 2023 12:31 Brotttekstur Arnars vekur athygli í erlendum fjölmiðlum Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu. 31. mars 2023 07:00 Arnar hafi tekið uppsögninni illa og leit að nýjum þjálfara ekki hafin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 30. mars 2023 23:31 Hver á að taka við landsliðinu? Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? 30. mars 2023 17:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Arnari var sagt upp á fimmtudaginn var eftir fyrsta landsliðsglugga Íslands í nýrri undankeppni EM. Þar tapaði liðið 3-0 fyrir Bosníu en vann svo Liechtenstein 7-0. Hann tók við liðinu í lok árs 2020 eftir að hafa áður þjálfað U21 árs landslið Íslands. Extra Time er vikulegur þáttur þar sem umferðin í belgísku úrvalsdeildinni er gerð upp og hefur Arnar undanfarin ár verið reglulegur gestur. Hann var á meðal gesta í þættinum í gær, og tjáði sig opinberlega um uppsögnina. Hann segist ekki skilja tímasetningu uppsagnarinnar. „Mér þykir tímasetning uppsagnarinnar vera óskiljanleg. Þetta er mjög súrt og óréttlátt. Sérstaklega eftir úrslitin. En ég er líka stoltur og er viss um að nú sé til staðar sterkur grunnur á Íslandi, að liðið muni spila góðan fótbolta,“ sagði Arnar Þór í þætti gærdagsins. Arnar var þá spurður af þáttastjórnendum hvort væntingar sambandsins væru of miklar vegna árangursins sem náðist í aðdraganda ráðningar hans. En Ísland komst á EM 2016 og HM 2018 áður en Arnar tók við 2020. Arnar sagði þá eðlilegt að kröfurnar væru miklar eftir slíkan árangur, en þyrfti að taka mið af stöðunni sem var uppi þegar hann tók við. Erfitt væri að gera sömu kröfur til hans. Þar undirstrikaði Arnar jafnframt að hann hefði tekið við liðinu í erfiðri stöðu, þegar skandall skók sambandið og hann hafi ekki mátt velja ákveðna leikmenn um hríð. Arnar Þór í þætti gærkvöldsins.Skjáskot/VRT Í þættinum leggur Arnar áherslu á að liðið hafi unnið sinn stærsta sigur í sögunni gegn Liechtenstein í aðdraganda uppsagnarinnar. „Þremur dögum fyrir það töpuðum við 3-0 gegn Bosníu. Það var ekki góður leikur hjá okkur. Við spiluðum passíft og með handbremsuna á. En við komum vel til baka gegn Liechtenstein,“ sagði Arnar. Arnar kveðst þá ætla að mæta áfram vikulega í Extra Time fyrst aðstæður hans breyttust. Framhaldið verði svo að koma í ljós. „Ég hef sjaldan planað framtíð mína í lífinu, sérstaklega sem þjálfari. Við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég veit ekki enn hvort ég vilji fara aftur í þjálfun eða halda mig við sjónvarpsstörf í bili. Við sjáum til, ég hef tíma,“ sagði Arnar í þættinum. Hér má sjá hluta þáttarins þar sem Arnar tjáir sig um málefni landsliðsins. Þátturinn er á flæmsku. Fréttin hefur verið leiðrétt. Arnar sagði ekki orðrétt að kröfur sambandsins væru of háar, líkt og fyrst var greint frá, og haft eftir belgíska miðlinum Voetbal Nieuws, sem einnig hefur leiðrétt sömu villu í sínum fréttaflutningi. Umræður í þættinum almennt snertu á kröfum sambandsins, líkt og segir að ofan.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Arnar um brottrekstur nafna síns: „Virkilega skrítinn tímapunktur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. 2. apríl 2023 13:01 Landsliðsmenn þakklátir Arnari Nokkrir af leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafa sent Arnari Þór Viðarssyni þakklætiskveðju á samfélagsmiðlum, í kjölfar þess að Arnar var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í gær. 31. mars 2023 15:01 Leikmanna- og þjálfaraferli Arnars með landsliðinu lauk á sama stað Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Liechtenstein, 0-7, á sunnudaginn. Leikurinn fór fram á sama stað og síðasti landsleikur hans sem leikmanns. 31. mars 2023 14:01 Landsliðsþjálfari hafði ekki kvatt með sigri í 34 ár Arnar Þór Viðarsson vann sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari og það hefur enginn annar gert á þessari öld. 31. mars 2023 12:31 Brotttekstur Arnars vekur athygli í erlendum fjölmiðlum Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu. 31. mars 2023 07:00 Arnar hafi tekið uppsögninni illa og leit að nýjum þjálfara ekki hafin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 30. mars 2023 23:31 Hver á að taka við landsliðinu? Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? 30. mars 2023 17:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Arnar um brottrekstur nafna síns: „Virkilega skrítinn tímapunktur“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. 2. apríl 2023 13:01
Landsliðsmenn þakklátir Arnari Nokkrir af leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafa sent Arnari Þór Viðarssyni þakklætiskveðju á samfélagsmiðlum, í kjölfar þess að Arnar var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í gær. 31. mars 2023 15:01
Leikmanna- og þjálfaraferli Arnars með landsliðinu lauk á sama stað Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Liechtenstein, 0-7, á sunnudaginn. Leikurinn fór fram á sama stað og síðasti landsleikur hans sem leikmanns. 31. mars 2023 14:01
Landsliðsþjálfari hafði ekki kvatt með sigri í 34 ár Arnar Þór Viðarsson vann sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari og það hefur enginn annar gert á þessari öld. 31. mars 2023 12:31
Brotttekstur Arnars vekur athygli í erlendum fjölmiðlum Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu. 31. mars 2023 07:00
Arnar hafi tekið uppsögninni illa og leit að nýjum þjálfara ekki hafin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 30. mars 2023 23:31
Hver á að taka við landsliðinu? Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? 30. mars 2023 17:00