„Myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 4. apríl 2023 14:33 Snyrtifræðingurinn Maríanna Pálsdóttir ræddi um þróun í förðun fermingarstúlkna í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Bylgjan Snyrtifræðingurinn Maríanna Pálsdóttir segir þær útlitskröfur sem fermingarstúlkur setja á sjálfar sig í dag vera komnar út í öfgar, eins og svo margt annað sem snýr að fermingum í dag. Foreldrar séu hluti af vandamálinu og verði að sýna ábyrgð. Fermingar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hve kostnaðarsamar og ýktar þær eru orðnar og þar er útlit fermingarbarnanna engin undantekning. Hér áður fyrr tíðkaðist það að fermingarstúlkur fengju að setja á sig gloss og jafnvel smá maskara fyrir stóra daginn - en nú er öldin önnur. Dæmi um að boðið sé upp á fermingartilboð á útlitsmeðferðum „Mér finnst vera ofboðslega mikið um það að stúlkur sérstaklega séu að farða sig of mikið. Þær líta oft út fyrir að vera bara 25 ára en ekki börn. Þetta finnst mér komið út í öfgar,“ segir Maríanna sem var viðmælandi í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Maríanna nefnir sem dæmi að útlitsmeðferðir á borð við hárlitun, augabrúnalitum, gerviaugnhár, gervineglur og brúnkukrem séu orðnar algengar á meðal fermingarstúlkna. Þá eru einnig til dæmi um það að snyrtistofur bjóði upp á sérstök fermingartilboð á hinum ýmsu meðferðum. „Það er náttúrlega galið að fyrirtæki séu að reyna að stíla inn á það að ná til þessara barna sem láta glepjast af einhverjum tilboðum á gervinöglum til dæmis. Það getur ekki verið eðlilegt en auðvitað þurfa foreldrarnir að stíga inn í þetta.“ Dæmi eru um það að boðið sé upp á fermingartilboð á hinum ýmsu útlitsmeðferðum.Getty Foreldrar þurfi að opna augun Maríanna er þeirrar skoðunar að börn á fermingaraldri ættu að halda í unglegt og náttúrulegt útlit sitt. Með tilkomu samfélagsmiðla á borð við TikTok verði hins vegar sífellt yngri börn berskjölduð fyrir útlitstengdum áróðri í gegnum áhrifavalda og auglýsingar. „Þetta er svo mikið foreldravandamál líka og foreldrar þurfa bara að fara að opna augun sín fyrir því að taka ekki þátt í þessu kjaftæði,“ segir Maríanna. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir ekki málið á fermingardaginn Sjálf starfar Maríanna á Snyrtistofu Reykjavíkur. Aðspurð hvað hún myndi gera fyrir fermingarstúlku sem myndi koma inn á stofu til hennar segir hún: „Ég myndi fyrst og fremst spyrja hana hverjar hennar óskir eru fyrir þennan dag. Ef hún myndi biðja mig um að farða sig og vill að ég farði sig ofboðslega mikið, þá myndi ég reyna að tala hana frá því.“ Að mati Maríönnu er léttur farði, varasalvi og smá maskari passleg förðun á fermingardaginn. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir séu hins vegar ekki alveg málið. „Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn. Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gervineglur á fermingarbarn. Kannski lakka og setja ljósbleikt naglalakk á neglurnar, mér finnst það allt í lagi,“ segir hún. Góð húðumhirða lykilatriði Að lokum bendir Maríanna á það að það sé ekki hollt fyrir húðina að farða hana of mikið. Þessi í stað ætti að kenna ungmennum að hugsa vel um húðina, hreinsa hana vel kvölds og morgna og nota gott krem. „Þá þurfa þau ekki að nota neinn farða til þess að hylja eitt eða neitt.“ Viðtalið við Maríönnu er að finna í spilaranum hér fyrir neðan. Hár og förðun Fermingar Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Fermingar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hve kostnaðarsamar og ýktar þær eru orðnar og þar er útlit fermingarbarnanna engin undantekning. Hér áður fyrr tíðkaðist það að fermingarstúlkur fengju að setja á sig gloss og jafnvel smá maskara fyrir stóra daginn - en nú er öldin önnur. Dæmi um að boðið sé upp á fermingartilboð á útlitsmeðferðum „Mér finnst vera ofboðslega mikið um það að stúlkur sérstaklega séu að farða sig of mikið. Þær líta oft út fyrir að vera bara 25 ára en ekki börn. Þetta finnst mér komið út í öfgar,“ segir Maríanna sem var viðmælandi í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Maríanna nefnir sem dæmi að útlitsmeðferðir á borð við hárlitun, augabrúnalitum, gerviaugnhár, gervineglur og brúnkukrem séu orðnar algengar á meðal fermingarstúlkna. Þá eru einnig til dæmi um það að snyrtistofur bjóði upp á sérstök fermingartilboð á hinum ýmsu meðferðum. „Það er náttúrlega galið að fyrirtæki séu að reyna að stíla inn á það að ná til þessara barna sem láta glepjast af einhverjum tilboðum á gervinöglum til dæmis. Það getur ekki verið eðlilegt en auðvitað þurfa foreldrarnir að stíga inn í þetta.“ Dæmi eru um það að boðið sé upp á fermingartilboð á hinum ýmsu útlitsmeðferðum.Getty Foreldrar þurfi að opna augun Maríanna er þeirrar skoðunar að börn á fermingaraldri ættu að halda í unglegt og náttúrulegt útlit sitt. Með tilkomu samfélagsmiðla á borð við TikTok verði hins vegar sífellt yngri börn berskjölduð fyrir útlitstengdum áróðri í gegnum áhrifavalda og auglýsingar. „Þetta er svo mikið foreldravandamál líka og foreldrar þurfa bara að fara að opna augun sín fyrir því að taka ekki þátt í þessu kjaftæði,“ segir Maríanna. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir ekki málið á fermingardaginn Sjálf starfar Maríanna á Snyrtistofu Reykjavíkur. Aðspurð hvað hún myndi gera fyrir fermingarstúlku sem myndi koma inn á stofu til hennar segir hún: „Ég myndi fyrst og fremst spyrja hana hverjar hennar óskir eru fyrir þennan dag. Ef hún myndi biðja mig um að farða sig og vill að ég farði sig ofboðslega mikið, þá myndi ég reyna að tala hana frá því.“ Að mati Maríönnu er léttur farði, varasalvi og smá maskari passleg förðun á fermingardaginn. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir séu hins vegar ekki alveg málið. „Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn. Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gervineglur á fermingarbarn. Kannski lakka og setja ljósbleikt naglalakk á neglurnar, mér finnst það allt í lagi,“ segir hún. Góð húðumhirða lykilatriði Að lokum bendir Maríanna á það að það sé ekki hollt fyrir húðina að farða hana of mikið. Þessi í stað ætti að kenna ungmennum að hugsa vel um húðina, hreinsa hana vel kvölds og morgna og nota gott krem. „Þá þurfa þau ekki að nota neinn farða til þess að hylja eitt eða neitt.“ Viðtalið við Maríönnu er að finna í spilaranum hér fyrir neðan.
Hár og förðun Fermingar Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira