Bein útsending: Ísland gegn áhrifavöldunum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2023 14:51 Áhrifavaldarnir fjórir sem munu tefla á mótinu. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, klárast í dag og í tilefni af því verður blásið til lokaveislu í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsláttarhraðskáksmót sem ber yfirskriftina Ísland gegn áhrifavöldunum hefst klukkan 15:30. Einnig er vakt neðst í fréttinni þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála. Það eru þrír skáksnillingar sem sjá um að lýsa mótinu og ræða við keppendur. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, og Birkir Karl Sigurðsson sjá um að að lýsa því sem er í gangi og ræðir Leifur Þorsteinsson við keppendur á milli skáka. Keppendur mótsins eru átta talsins, fjórir koma erlendis frá og fjórir frá Íslandi. Íslensku keppendurnir eru Hjörvar Steinn Grétarsson, Alexander Domalchuk, Hilmir Freyr Heimisson og nýjasti stórmeistari Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson. Erlendu keppendurnir eru breski stórmeistarinn Simon Williams, bandaríski alþjóðameistarinn Eric Rosen, kanadíski skákáhrifavaldurinn, eða skákhrifavaldurinn, Alexandra Botez sem er FIDE-meistari kvenna, líkt og hin sænska Anna Cramling sem einnig teflir á mótinu. Útsending hefst klukkan 15:30 og hefjast fyrstu skákirnar á slaginu 16. Hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. Þá er hægt að finna vakt neðst í fréttinni þar sem Arnar Milutin Heiðarsson sér um að skrifa hvað er að gerast. Mótið er með einvígisfyrirkomulagi og er óvenjulegt að því leyti að keppendur munu draga númer frá einum til átta í byrjun viðburðarins. Sá sem dregur númer eitt mun tefla tveggja skáka útsláttareinvígi gegn númer tvö og svo framvegis. Á slíkum mótum er yfirleitt tryggt að þeir sterkustu mætast helst síðast en á þessu móti er ekkert slíkt titlatog. Þeir sterkustu geta vel mæst í fyrstu umferð mótsins með tilheyrandi blóðbaði. Verði einvígin jöfn eftir tvær skákir þá verður tefld svokölluð Armageddon-skák þar sem að sá sem hefur hvítt verður að vinna skákina, annars fellur viðkomandi úr leik. Erlendu keppendurnir eru eins og áður segir í hópi vinsælustu skákhrifavalda, eða skákstreymara heims. Sérstaklega gildir það um Önnu Cramling og Alexöndru Botez. Þær hafa streymt skákum sínum frá Reykjavík Open í beinni útsendingu á Twitch-síðum sínum og hafa áhorfendur verið á bilinu tíu til tuttugu þúsund á hverjum tíma á rásum þeirra sem eru ótrúlegar tölur.
Það eru þrír skáksnillingar sem sjá um að lýsa mótinu og ræða við keppendur. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, og Birkir Karl Sigurðsson sjá um að að lýsa því sem er í gangi og ræðir Leifur Þorsteinsson við keppendur á milli skáka. Keppendur mótsins eru átta talsins, fjórir koma erlendis frá og fjórir frá Íslandi. Íslensku keppendurnir eru Hjörvar Steinn Grétarsson, Alexander Domalchuk, Hilmir Freyr Heimisson og nýjasti stórmeistari Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson. Erlendu keppendurnir eru breski stórmeistarinn Simon Williams, bandaríski alþjóðameistarinn Eric Rosen, kanadíski skákáhrifavaldurinn, eða skákhrifavaldurinn, Alexandra Botez sem er FIDE-meistari kvenna, líkt og hin sænska Anna Cramling sem einnig teflir á mótinu. Útsending hefst klukkan 15:30 og hefjast fyrstu skákirnar á slaginu 16. Hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. Þá er hægt að finna vakt neðst í fréttinni þar sem Arnar Milutin Heiðarsson sér um að skrifa hvað er að gerast. Mótið er með einvígisfyrirkomulagi og er óvenjulegt að því leyti að keppendur munu draga númer frá einum til átta í byrjun viðburðarins. Sá sem dregur númer eitt mun tefla tveggja skáka útsláttareinvígi gegn númer tvö og svo framvegis. Á slíkum mótum er yfirleitt tryggt að þeir sterkustu mætast helst síðast en á þessu móti er ekkert slíkt titlatog. Þeir sterkustu geta vel mæst í fyrstu umferð mótsins með tilheyrandi blóðbaði. Verði einvígin jöfn eftir tvær skákir þá verður tefld svokölluð Armageddon-skák þar sem að sá sem hefur hvítt verður að vinna skákina, annars fellur viðkomandi úr leik. Erlendu keppendurnir eru eins og áður segir í hópi vinsælustu skákhrifavalda, eða skákstreymara heims. Sérstaklega gildir það um Önnu Cramling og Alexöndru Botez. Þær hafa streymt skákum sínum frá Reykjavík Open í beinni útsendingu á Twitch-síðum sínum og hafa áhorfendur verið á bilinu tíu til tuttugu þúsund á hverjum tíma á rásum þeirra sem eru ótrúlegar tölur.
Skák Reykjavík Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira