Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 07:01 Fjarskiptasæstrengir á vegum Farice. Farice Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. Tvö rússnesk skip sigldu nálægt Galway um helgina. Þau komu frá rússnesku hafnarborginni Múrmansk og virðast nú vera á leiðinni til Afríku. Ekki hefur verið gefið upp hvað skipin hafi verið að gera en vitað er að þau komu að smíði og lagningu Nordstream gasleiðslunnar og hafa þar af leiðandi getu til framkvæmda á hafsbotni. Bæði írska flughernum og flotanum var gert viðvart um skipin um helgina. Hefur verið fylgst með ferðum þeirra síðan. Skotmörk Rússa Þingmaðurinn og öryggissérfræðingurinn Tom Clonan bendir á að sæstrengir sem tengdir eru við Írland í gegnum Galway séu í hættu. Einkum strengir sem tengja Írland, og Evrópu, við Bandaríkin. Þriðjungur allra gagna Írlands fer um þann streng. En seinna meir stendur til að leggja stóran streng frá Asíu, norður fyrir Kanada, til Galway. Sá strengur sem skiptir Ísland mestu máli er IRIS. Eins og Vísir greindi frá þann 1. mars síðastliðinn er strengurinn nú kominn í fulla notkun og eykur hann fjarskiptaöryggi landsins tífalt. Framleiðsla strengsins tók tvö ár og lagningunni var lokið í nóvember í fyrra. Eftir það tók við innleiðingarferli sem lauk um þar síðustu mánaðamót. „Við vitum að Rússar hafa ráðist að svona fjarskiptaköplum áður, í Svarta hafinu til dæmis, áður en innrásin í Úkraínu var gerð,“ segir Clonan við Newstalk. „Við þurfum að vera mjög, mjög meðvituð um veru þessara skipa á okkar hafsvæði,“ segir hann. Plægður ofan í sjávarbotninn Þorvarður Sveinsson, stjórnarformaður Farice sem á og sér um IRIS strenginn, segir að samstarfsfyrirtæki í Írlandi hafi látið Farice vita af ferðum rússnesku skipanna. „Við fylgjumst vel með þessu,“ segir Þorvarður. Þorvarður Sveinsson framkvæmdastjóri Farice.Farice Aðspurður um öryggi strengsins segir Þorvarður að strengurinn sé plægður 1,5 metra ofan í sjávarbotninn. Strengurinn sé eins vel varinn og hægt er, meðal annars fyrir slysum og veiðarfærum. „Við höfum almennt miklar áhyggjur af stöðunni í heiminum,“ segir Þorvarður um áhyggjur Farice af stöðunni. Takmörkuð geta Annar írskur þingmaður, Cathal Berry, hefur lýst áhyggjum af vörnum Íra. „Þetta er risastórt mál. Írland hefur mjög takmarkaða getu til þess að takast á við það sem er að gerast við vesturströndina,“ sagði Berry. Hafa ber í huga að Írland er ekki í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bendir Berry á takmarkaða getu írska sjóhersins til þess að vakta gríðarlega stórt hafsvæði sem tilheyrir Írlandi og takmarkaða getu til þess að vakta hafsvæðið neðansjávar. Hafsvæði Írlands telur 15 prósent af öllu hafsvæði Evrópusambandsins. Fjarskipti Sæstrengir Írland Rússland Tengdar fréttir Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Tvö rússnesk skip sigldu nálægt Galway um helgina. Þau komu frá rússnesku hafnarborginni Múrmansk og virðast nú vera á leiðinni til Afríku. Ekki hefur verið gefið upp hvað skipin hafi verið að gera en vitað er að þau komu að smíði og lagningu Nordstream gasleiðslunnar og hafa þar af leiðandi getu til framkvæmda á hafsbotni. Bæði írska flughernum og flotanum var gert viðvart um skipin um helgina. Hefur verið fylgst með ferðum þeirra síðan. Skotmörk Rússa Þingmaðurinn og öryggissérfræðingurinn Tom Clonan bendir á að sæstrengir sem tengdir eru við Írland í gegnum Galway séu í hættu. Einkum strengir sem tengja Írland, og Evrópu, við Bandaríkin. Þriðjungur allra gagna Írlands fer um þann streng. En seinna meir stendur til að leggja stóran streng frá Asíu, norður fyrir Kanada, til Galway. Sá strengur sem skiptir Ísland mestu máli er IRIS. Eins og Vísir greindi frá þann 1. mars síðastliðinn er strengurinn nú kominn í fulla notkun og eykur hann fjarskiptaöryggi landsins tífalt. Framleiðsla strengsins tók tvö ár og lagningunni var lokið í nóvember í fyrra. Eftir það tók við innleiðingarferli sem lauk um þar síðustu mánaðamót. „Við vitum að Rússar hafa ráðist að svona fjarskiptaköplum áður, í Svarta hafinu til dæmis, áður en innrásin í Úkraínu var gerð,“ segir Clonan við Newstalk. „Við þurfum að vera mjög, mjög meðvituð um veru þessara skipa á okkar hafsvæði,“ segir hann. Plægður ofan í sjávarbotninn Þorvarður Sveinsson, stjórnarformaður Farice sem á og sér um IRIS strenginn, segir að samstarfsfyrirtæki í Írlandi hafi látið Farice vita af ferðum rússnesku skipanna. „Við fylgjumst vel með þessu,“ segir Þorvarður. Þorvarður Sveinsson framkvæmdastjóri Farice.Farice Aðspurður um öryggi strengsins segir Þorvarður að strengurinn sé plægður 1,5 metra ofan í sjávarbotninn. Strengurinn sé eins vel varinn og hægt er, meðal annars fyrir slysum og veiðarfærum. „Við höfum almennt miklar áhyggjur af stöðunni í heiminum,“ segir Þorvarður um áhyggjur Farice af stöðunni. Takmörkuð geta Annar írskur þingmaður, Cathal Berry, hefur lýst áhyggjum af vörnum Íra. „Þetta er risastórt mál. Írland hefur mjög takmarkaða getu til þess að takast á við það sem er að gerast við vesturströndina,“ sagði Berry. Hafa ber í huga að Írland er ekki í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bendir Berry á takmarkaða getu írska sjóhersins til þess að vakta gríðarlega stórt hafsvæði sem tilheyrir Írlandi og takmarkaða getu til þess að vakta hafsvæðið neðansjávar. Hafsvæði Írlands telur 15 prósent af öllu hafsvæði Evrópusambandsins.
Fjarskipti Sæstrengir Írland Rússland Tengdar fréttir Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“