Fólk mætti í skírteinismyndatöku og endaði í listrænu verkefni um bænina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. apríl 2023 10:01 Listamaðurinn Sigurður Unnar opnar sýninguna Lömb og Guðir á morgun. Saga Sig „Titill sýningarinnar er sóttur í kristna trú,“ segir listamaðurinn Sigurður Unnar sem er að opna sýninguna Lömb og Guðir á morgun, á föstudaginn langa. Blaðamaður tók púlsinn á honum. Sýningin fer fram í SÍM gallerí að Hafnarstræti 16 og opnar klukkan 16:00. Samkvæmt Sigurði verður heitt vatn í boði, í anda sjö vikna föstunnar. „Í einu guðspjallanna er Jesú nefndur Guðs lamb sem ber syndir heimsins. Á föstudaginn langa er hægt íhuga fórn lambsins á krossinum og merkingu þess að gefa sig æðri mætti alfarið á vald,“ segir Sigurður Unnar og bætir við að viðfangsefni sýningarinnar sé hógvær hjörð drottins, guðir, hundar og þöglir andar. Skjáskot úr verkinu Hilmir snýr heim eftir Sigurð Unnar frá árinu 2021. Á myndinni eru Steinar og Sigurður Unnar.Skjáskot/Sigurður Unnar Gaman að koma fólki að óvörum Sigurður segist lánsamur að starfa á ljósmyndastofu sem nefnist Passamyndir en stofan er gegnt sýslumannsembættinu. „Fólk kemur aðallega til að láta taka mynd sem verður að fylgja umsókn um hvers kyns skírteini. Ég tek því á móti fólki sem er skyldað í myndatöku fyrir hið opinbera. Það gleður mig að geta komið þeim að óvörum og shanghæja þau í listaverkefni. Haustið 2021 hélt ég sýningu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur á ljósmyndum sem ég tók af sjötugum karlmönnum í ökuskírteini. Þar var ég líka að leita að því heilaga í fólki. Ég skipaði þá í hlutverk konunga og fékk þá til að blessa mig sem innvígsluathöfn í fullorðinna manna tölu.“ Í verkinu Hilmir snýr heim fékk Sigurður Unnar karlmenn til að blessa sig.Skjáskot/Sigurður Unnar Verkefni um bænina „Fyrir þessa sýningu var ferlið þannig að ég leyfði opinberu myndinni að vera í friði. Að lokinni skírteinismyndatöku tók ég mér stöðu og bað þau um að vera með í verkefni um bænina. Fólk tók því almennt vel. Ég hafði svo samband skriflega og spurði þau hvort þau biðji, fyrir hverju og til hvers. Sum sögðust biðja, önnur ekki. Pabbi sagði til dæmis strax nei á innsoginu þegar ég spurði hann.“ „Ágætt að setja raunir mínar í stærra samhengi“ Það má með sanni segja að Sigurður fari eigin leiðir í list sinni. „Ég myndi lýsa minni listsköpun á þann veg að ég reyni að leika mér eins mikið og ég mögulega get. Ef ég tek lífinu of alvarlega fer það fljótlega að snúast um hvort ég fari í bakarí á morgnana og kaupi sætabrauð eða ekki. Þá er ágætt fyrir mig að setja raunir mínar í stærra samhengi og biðja um hjálp. Afrakstur þess er yfirleitt sköpun.“ Sýningin stendur til sumardagsins fyrsta, 20. apríl næstkomandi, og sýningarstjóri er Ægis Zita. Sýningin opnar í SÍM gallerí á morgun.Aðsend Myndlist Menning Trúmál Páskar Tengdar fréttir „Þarna fer maður að hafa gaman af því að hafa augu“ „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verja miklum tíma í öræfum Íslands. Samferðafólk mitt hefur haft þakkarverða þolinmæði gagnvart mér og skrásetningu minni,“ segir myndlistarkonan Eva Schram, sem stendur fyrir sýningunni Þegar ljósið deyr, í samvinnu við Listval. Sýningin er staðsett í Norr11 á Hverfisgötu og stendur til 3. maí næstkomandi. 3. apríl 2023 17:31 Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. 25. mars 2023 14:38 Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Sýningin fer fram í SÍM gallerí að Hafnarstræti 16 og opnar klukkan 16:00. Samkvæmt Sigurði verður heitt vatn í boði, í anda sjö vikna föstunnar. „Í einu guðspjallanna er Jesú nefndur Guðs lamb sem ber syndir heimsins. Á föstudaginn langa er hægt íhuga fórn lambsins á krossinum og merkingu þess að gefa sig æðri mætti alfarið á vald,“ segir Sigurður Unnar og bætir við að viðfangsefni sýningarinnar sé hógvær hjörð drottins, guðir, hundar og þöglir andar. Skjáskot úr verkinu Hilmir snýr heim eftir Sigurð Unnar frá árinu 2021. Á myndinni eru Steinar og Sigurður Unnar.Skjáskot/Sigurður Unnar Gaman að koma fólki að óvörum Sigurður segist lánsamur að starfa á ljósmyndastofu sem nefnist Passamyndir en stofan er gegnt sýslumannsembættinu. „Fólk kemur aðallega til að láta taka mynd sem verður að fylgja umsókn um hvers kyns skírteini. Ég tek því á móti fólki sem er skyldað í myndatöku fyrir hið opinbera. Það gleður mig að geta komið þeim að óvörum og shanghæja þau í listaverkefni. Haustið 2021 hélt ég sýningu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur á ljósmyndum sem ég tók af sjötugum karlmönnum í ökuskírteini. Þar var ég líka að leita að því heilaga í fólki. Ég skipaði þá í hlutverk konunga og fékk þá til að blessa mig sem innvígsluathöfn í fullorðinna manna tölu.“ Í verkinu Hilmir snýr heim fékk Sigurður Unnar karlmenn til að blessa sig.Skjáskot/Sigurður Unnar Verkefni um bænina „Fyrir þessa sýningu var ferlið þannig að ég leyfði opinberu myndinni að vera í friði. Að lokinni skírteinismyndatöku tók ég mér stöðu og bað þau um að vera með í verkefni um bænina. Fólk tók því almennt vel. Ég hafði svo samband skriflega og spurði þau hvort þau biðji, fyrir hverju og til hvers. Sum sögðust biðja, önnur ekki. Pabbi sagði til dæmis strax nei á innsoginu þegar ég spurði hann.“ „Ágætt að setja raunir mínar í stærra samhengi“ Það má með sanni segja að Sigurður fari eigin leiðir í list sinni. „Ég myndi lýsa minni listsköpun á þann veg að ég reyni að leika mér eins mikið og ég mögulega get. Ef ég tek lífinu of alvarlega fer það fljótlega að snúast um hvort ég fari í bakarí á morgnana og kaupi sætabrauð eða ekki. Þá er ágætt fyrir mig að setja raunir mínar í stærra samhengi og biðja um hjálp. Afrakstur þess er yfirleitt sköpun.“ Sýningin stendur til sumardagsins fyrsta, 20. apríl næstkomandi, og sýningarstjóri er Ægis Zita. Sýningin opnar í SÍM gallerí á morgun.Aðsend
Myndlist Menning Trúmál Páskar Tengdar fréttir „Þarna fer maður að hafa gaman af því að hafa augu“ „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verja miklum tíma í öræfum Íslands. Samferðafólk mitt hefur haft þakkarverða þolinmæði gagnvart mér og skrásetningu minni,“ segir myndlistarkonan Eva Schram, sem stendur fyrir sýningunni Þegar ljósið deyr, í samvinnu við Listval. Sýningin er staðsett í Norr11 á Hverfisgötu og stendur til 3. maí næstkomandi. 3. apríl 2023 17:31 Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. 25. mars 2023 14:38 Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Þarna fer maður að hafa gaman af því að hafa augu“ „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verja miklum tíma í öræfum Íslands. Samferðafólk mitt hefur haft þakkarverða þolinmæði gagnvart mér og skrásetningu minni,“ segir myndlistarkonan Eva Schram, sem stendur fyrir sýningunni Þegar ljósið deyr, í samvinnu við Listval. Sýningin er staðsett í Norr11 á Hverfisgötu og stendur til 3. maí næstkomandi. 3. apríl 2023 17:31
Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. 25. mars 2023 14:38
Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. 23. mars 2023 10:00