Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda.

Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?
Klárlega hvað hún er sífellt breytileg og mismunandi eftir hverjum og einum.

Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?
Ég á held ég alltaf bara eina hverju sinni og núna er það brúna Stand Studio kápan mín, sem var búin að vera lengi á óskalistanum.

Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?
Það er ótrúlega misjafnt eftir dögum og tímabilum.
Eins og er er ég nýbökuð móðir og er enn þá að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig.
Því getur það stundum tekið aðeins lengri tíma að hafa sig til, eins og fellow mömmur vita. Þegar það er eiginlega enginn tími til að spá í því er góður fashionable jogging galli möst have.

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?
Ég myndi segja að ég sé núna í „my clean girl era“, eins og Tiktok myndi kalla það. Það er svolítið sama jarðtóna litapallettan á öllu sem ég klæðist, allt er frekar minimalískt og klassískt.

Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?
Vá já, meira að segja bara frekar nýlega finnst mér ég hafa tekið mikilli breytingu á því hvernig mér finnst best að tjá mig í gegnum tísku.
Ég var oft mikið í litum og allt öðruvísi sniðum og keypti mikið af fötum frá hraðtísku merkjum, án þess að fatta hvað var á bak við það.
Í dag finnst mér miklu meira spennandi að kaupa mér verðmætar gæða vörur sem ég á þá lengur og er dugleg að selja eða gefa af mér flíkur líka.

Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?
Á Pinterest aðallega og í flottar tískukonur á Instagram.

Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?
Eins og er þá eru það skinny jeans. Ég fer ekki i skinny jeans.

Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?
Ég er samkvæmisdansari og sumir muna kannski eftir þáttunum Allir geta dansað.
Þar var ég með diskó atriði og var í bleikum samfesting sem var gjörsamlega iconic. Held að ég gleymi því seint.

Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?
Ég myndi segja að það að eiga góðan oversized blazer geri mikið fyrir mann.

Hér er hægt að fylgjast með Ástrósu á Instagram.