Þrjár nýjar Star Wars-myndir á leiðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. apríl 2023 15:25 Mynd af ýmsum furðuverum úr Stjörnustríðsheimi sem var tekin í dag. Fremstur vélmennið geðþekka RD-D2 . Getty/Kate Green Tilkynnt var um þrjár nýjar leiknar kvikmyndir sem eiga sér stað í heimi Star Wars í dag. Þá var sýnd æsispennandi stikla úr sjónvarpsseríunni Ahsoka sem kemur út í ár og fjallar um lærling Anakins. Á hverju ári er haldinn svokallaður Stjörnustríðsfögnuður (e. Star Wars Celebration) þar sem aðdáendur koma saman til að fagna heimi Star Wars. Undanfarin ár hefur Disney nýtt fögnuðinn til að tilkynna nýjar kvikmyndir og þætti sem eru á leiðinni. Fleiri myndir, fleiri þættir og æsispennandi stikla Á hátíðinni í ár var tilkynnt um þrjár nýjar kvikmyndir sem munu koma út á næstu árum. Leikstjórinn Dave Filoni mun leikstýra kvikmynd sem brúar bilið milli upprunalega þríleiksins og nýjasta þríleiksins. Þá mun James Mangold, leikstjóri Logan og næstu myndar um Indiana Jones, leikstýra kvikmynd um fyrsta Jedi-riddarann. Að lokum mun Sharmeen Obaid-Chinoy, leikstjóri Ms. Marvel, leikstýra mynd sem spólar fimmtán ár fram í tímann frá endalokum síðasta þríleiks þar sem Rey reynir að endurreisa Jedi-regluna. Einnig voru tilkynntar sjónvarpsseríur sem eru á leiðinni. Þar má nefna aðra seríu af þáttunum Andor, seríuna Skeleton Crew og Ahsoka sem fjallar um lærling Anakins Geimgengils. Þá var sýnd æsispennandi stikla úr þeirri síðastnefndu sem sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=HnzNZ0Mdx4I">watch on YouTube</a> Star Wars Hollywood Tengdar fréttir Mando og Grogu snúa aftur í nýrri stiklu Disney birti í nótt stiklu fyrir þriðju þáttaröð Mandalorian. Einnig var opinberað að þættirnir verða sýndir á Disney Plus þann fyrsta mars. 17. janúar 2023 09:45 Stiklusúpa: Indiana Jones mætir aftur, aftur Lucasfilm og Disney birtu í gær fyrstu stiklu nýrrar kvikmyndar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones. Myndin er sú fimmta um Jones, sem leikinn er af Harrison Ford, og ber hún titilinn Indiana Jones and The Dial of Destiny. 2. desember 2022 10:03 Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Segist hafa stokkið of hratt í sambandið með Pete Lífið Vatnsberinn (20.jan - 18.feb) Menning Litir ekki númer Menning Mest seldi bíllinn í Evrópu Menning Spilar sem plötusnúður Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Á hverju ári er haldinn svokallaður Stjörnustríðsfögnuður (e. Star Wars Celebration) þar sem aðdáendur koma saman til að fagna heimi Star Wars. Undanfarin ár hefur Disney nýtt fögnuðinn til að tilkynna nýjar kvikmyndir og þætti sem eru á leiðinni. Fleiri myndir, fleiri þættir og æsispennandi stikla Á hátíðinni í ár var tilkynnt um þrjár nýjar kvikmyndir sem munu koma út á næstu árum. Leikstjórinn Dave Filoni mun leikstýra kvikmynd sem brúar bilið milli upprunalega þríleiksins og nýjasta þríleiksins. Þá mun James Mangold, leikstjóri Logan og næstu myndar um Indiana Jones, leikstýra kvikmynd um fyrsta Jedi-riddarann. Að lokum mun Sharmeen Obaid-Chinoy, leikstjóri Ms. Marvel, leikstýra mynd sem spólar fimmtán ár fram í tímann frá endalokum síðasta þríleiks þar sem Rey reynir að endurreisa Jedi-regluna. Einnig voru tilkynntar sjónvarpsseríur sem eru á leiðinni. Þar má nefna aðra seríu af þáttunum Andor, seríuna Skeleton Crew og Ahsoka sem fjallar um lærling Anakins Geimgengils. Þá var sýnd æsispennandi stikla úr þeirri síðastnefndu sem sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=HnzNZ0Mdx4I">watch on YouTube</a>
Star Wars Hollywood Tengdar fréttir Mando og Grogu snúa aftur í nýrri stiklu Disney birti í nótt stiklu fyrir þriðju þáttaröð Mandalorian. Einnig var opinberað að þættirnir verða sýndir á Disney Plus þann fyrsta mars. 17. janúar 2023 09:45 Stiklusúpa: Indiana Jones mætir aftur, aftur Lucasfilm og Disney birtu í gær fyrstu stiklu nýrrar kvikmyndar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones. Myndin er sú fimmta um Jones, sem leikinn er af Harrison Ford, og ber hún titilinn Indiana Jones and The Dial of Destiny. 2. desember 2022 10:03 Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Segist hafa stokkið of hratt í sambandið með Pete Lífið Vatnsberinn (20.jan - 18.feb) Menning Litir ekki númer Menning Mest seldi bíllinn í Evrópu Menning Spilar sem plötusnúður Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Mando og Grogu snúa aftur í nýrri stiklu Disney birti í nótt stiklu fyrir þriðju þáttaröð Mandalorian. Einnig var opinberað að þættirnir verða sýndir á Disney Plus þann fyrsta mars. 17. janúar 2023 09:45
Stiklusúpa: Indiana Jones mætir aftur, aftur Lucasfilm og Disney birtu í gær fyrstu stiklu nýrrar kvikmyndar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones. Myndin er sú fimmta um Jones, sem leikinn er af Harrison Ford, og ber hún titilinn Indiana Jones and The Dial of Destiny. 2. desember 2022 10:03