Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 18:10 Clearence Thomas hefur starfað við hæstarétt Bandaríkjanna frá árinu 1991 og er reynslumesti dómarinn við réttinn. Getty Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt. Freitaveitan ProPublica greindi frá þessum gjöfum í vikunni og hafa fréttirnar vakið ansi hörð viðbrögð meðal Demókrata. Kallað er eftir kæru á hendur Thomas fyrir embættisglöp. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez kallar meðal annars eftir því á Twitter: „Þetta er meira en flokkapólitík eða blind flokkshollusta. Þetta stig spillingar er yfirgengilegt - hreinlega kjánalegt. Það verður að ákæra Thomas fyrir embættisglöp.“ Auðjöfurinn, sem gaf Thomas ferðirnar umræddu, er Dallasbúinn Harlan Crow. Crow hefur hefur á undanförnum áratugum stutt Repúblikanaflokkinn rausnarlega. Framlög hans til pólitískra hópa innan flokksins nema 10 milljónum dollara. Auk þess hefur hann stutt íhaldssaman baráttuhóp eiginkonu Thomas um hálfa milljón dollara. Fram kemur að Thomas hafi á undanförnum árum reglulega ferðast með einkaþotum og snekkjum Crow. Þá hafi hann einnig dvalið í sumarhúsi milljarðarmæringsins og blandað þar geði með valdamiklum mönnum innan Repúblikanaflokksins. Meðal ferða sem Thomas þáði er ferð til Indónesíu árið 2019, sem er talin hafa kostað því sem nemur 70 milljónum króna. Yfir tuttugu ára skeið á Thomas að hafa þegið slíkar ferðir um það bil árlega án þess að greina frá því í árlegri gjafaskrá dómara. Dómurum er skylt að greina frá slíkum gjöfum samkvæmt löggjöf sem samþykkt var í kjölfar Watergate-skandalsins árið 1974. Í yfirlýsingu kveðst Thomas hafa fengið þá ráðgjöf frá samstarfsfélögum að hann þyrfti ekki að greina frá „persónulegri gestrisni af þessu tagi frá nánum persónulegum vinum sem ekki tengjast dómsmálum“. Hann muni hins vegar fylgja reglunum framvegis. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Freitaveitan ProPublica greindi frá þessum gjöfum í vikunni og hafa fréttirnar vakið ansi hörð viðbrögð meðal Demókrata. Kallað er eftir kæru á hendur Thomas fyrir embættisglöp. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez kallar meðal annars eftir því á Twitter: „Þetta er meira en flokkapólitík eða blind flokkshollusta. Þetta stig spillingar er yfirgengilegt - hreinlega kjánalegt. Það verður að ákæra Thomas fyrir embættisglöp.“ Auðjöfurinn, sem gaf Thomas ferðirnar umræddu, er Dallasbúinn Harlan Crow. Crow hefur hefur á undanförnum áratugum stutt Repúblikanaflokkinn rausnarlega. Framlög hans til pólitískra hópa innan flokksins nema 10 milljónum dollara. Auk þess hefur hann stutt íhaldssaman baráttuhóp eiginkonu Thomas um hálfa milljón dollara. Fram kemur að Thomas hafi á undanförnum árum reglulega ferðast með einkaþotum og snekkjum Crow. Þá hafi hann einnig dvalið í sumarhúsi milljarðarmæringsins og blandað þar geði með valdamiklum mönnum innan Repúblikanaflokksins. Meðal ferða sem Thomas þáði er ferð til Indónesíu árið 2019, sem er talin hafa kostað því sem nemur 70 milljónum króna. Yfir tuttugu ára skeið á Thomas að hafa þegið slíkar ferðir um það bil árlega án þess að greina frá því í árlegri gjafaskrá dómara. Dómurum er skylt að greina frá slíkum gjöfum samkvæmt löggjöf sem samþykkt var í kjölfar Watergate-skandalsins árið 1974. Í yfirlýsingu kveðst Thomas hafa fengið þá ráðgjöf frá samstarfsfélögum að hann þyrfti ekki að greina frá „persónulegri gestrisni af þessu tagi frá nánum persónulegum vinum sem ekki tengjast dómsmálum“. Hann muni hins vegar fylgja reglunum framvegis.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira