Steinunn: Verður áskorun að fara til Ungverjalands en það er allt hægt Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2023 18:08 Steinunn Björnsdóttir skoraði 5 mörk Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðið í handbolta tapaði gegn Ungverjum 21-25. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Steinunn Björnsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekkt með niðurstöðuna en sá margt jákvætt og var bjartsýn fyrir seinni leikinn gegn Ungverjum. „Mér fannst við flottar varnarlega en við vorum að fara illa með ansi mörg dauðafæri. Það var kafli í seinni hálfleik sem var ansi þungur en mér fannst við standa okkur gegn þessu liði en það var margt sem við hefðum geta gert betur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir eftir leik. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi en Ísland gaf eftir á síðustu sjö mínútunum sem varð til þess að Ungverjaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik 10-14. „Mér fannst þetta heilt yfir ágætis leikur hjá okkur á mörgum sviðum. Mér fannst við hefðum átt að keyra meira á þær í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Þær voru seinar heim og ráðviltar þegar þær hlupu til baka og þar voru tækifæri.“ Steinunn var svekkt með hvernig Ísland spilaði fyrsta korterið í seinni hálfleik þar sem allt fór úrskeiðis og Ungverjaland komst átta mörkum yfir. „Þær voru fljótar að skipta um gír. En mér fannst að við hefðum geta leikið meira á þær þar sem þær eru fljótar að svekkja sig á hlutunum og við verðum að nýta okkur það í næsta leik. Ég var ánægð með hvernig okkur tókst að nýta stemmninguna í húsinu sem varð til þess að við minnkuðum muninn niður í tvö mörk.“ Steinunn var ánægð með karakterinn hjá sínu liði sem saxaði forskot Ungverjalands minnst niður í tvö mörk. „Við sýndum að við getum svo sannarlega spilað gegn þessu liði og það voru mikið af tækifærum sóknarlega. Við þurfum að skoða nokkur atriði og þá er ég bjartsýn.“ Seinni leikurinn verður spilaður í Ungverjalandi á miðvikudaginn og Steinunn taldi möguleika Íslands vera til staðar. „Við verðum að trúa og það er allt hægt. Það verður full höll hjá þeim og mikil stemmning í Ungverjalandi en okkur hlakkar til og þetta verður mikil áskorun,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að lokum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
„Mér fannst við flottar varnarlega en við vorum að fara illa með ansi mörg dauðafæri. Það var kafli í seinni hálfleik sem var ansi þungur en mér fannst við standa okkur gegn þessu liði en það var margt sem við hefðum geta gert betur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir eftir leik. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi en Ísland gaf eftir á síðustu sjö mínútunum sem varð til þess að Ungverjaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik 10-14. „Mér fannst þetta heilt yfir ágætis leikur hjá okkur á mörgum sviðum. Mér fannst við hefðum átt að keyra meira á þær í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Þær voru seinar heim og ráðviltar þegar þær hlupu til baka og þar voru tækifæri.“ Steinunn var svekkt með hvernig Ísland spilaði fyrsta korterið í seinni hálfleik þar sem allt fór úrskeiðis og Ungverjaland komst átta mörkum yfir. „Þær voru fljótar að skipta um gír. En mér fannst að við hefðum geta leikið meira á þær þar sem þær eru fljótar að svekkja sig á hlutunum og við verðum að nýta okkur það í næsta leik. Ég var ánægð með hvernig okkur tókst að nýta stemmninguna í húsinu sem varð til þess að við minnkuðum muninn niður í tvö mörk.“ Steinunn var ánægð með karakterinn hjá sínu liði sem saxaði forskot Ungverjalands minnst niður í tvö mörk. „Við sýndum að við getum svo sannarlega spilað gegn þessu liði og það voru mikið af tækifærum sóknarlega. Við þurfum að skoða nokkur atriði og þá er ég bjartsýn.“ Seinni leikurinn verður spilaður í Ungverjalandi á miðvikudaginn og Steinunn taldi möguleika Íslands vera til staðar. „Við verðum að trúa og það er allt hægt. Það verður full höll hjá þeim og mikil stemmning í Ungverjalandi en okkur hlakkar til og þetta verður mikil áskorun,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira