Tesla reyndi að fá Karen til að hætta við tillögu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 16:00 Karen Róbertsdóttir fjárfestir ruggar bátnum hjá Tesla. Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að taka tillögu Karenar Róbertsdóttur, fjárfestis, upp á aðalfundi í vor. Tillagan lýtur að lykilpersónuáhættu í ljósi áhugaleysis Elon Musk á fyrirtækinu undanfarin misseri. Stjórn Tesla hvetur hluthafa hins vegar til að greiða atkvæði gegn tillögu Karenar á aðalfundinum, sem fram fer þann 16. maí næstkomandi. „Tillagan myndi valda óþarfa samkeppnisskaða,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Vilja ekki ræða fráhvarf Musk Tillagan er ein af fimm sem tekin verður fyrir á fundinum. En Karen lagði hana fram í nafni fjárfestingarfyrirtækis síns, Sumtris ehf, sem á nokkur hundruð þúsund dollara hlutafé í Tesla. Karen segir að Tesla hafi gert tilraun til að fá hana til að hætta við tillöguna. En það sem þeir hafi boðið hafi ekki verið nóg. Hún segir Tesla ekki vilja ræða fráhvarf Musk opinberlega. „Það er mjög erfitt að vita,“ segir Karen aðspurð um hvort hún sé bjartsýn á að tillagan verði samþykkt. Hún bendir þó á að eignarhlutur Musk í Tesla hafi minnkað úr 25 prósentum niður í 13,6 prósent. Sjálf er hún búin að kaupa sér flugmiða til Texas til að verða viðstödd aðalfundinn. Elon aðgerðarlaus meðan fyrirtækinu blæðir Tillagan hefur vakið töluverða athygli vestanhafs og meðal annars verið til umfjöllunar hjá L.A. Times og Bloomberg. Einnig var fjallað um tillöguna í Fréttablaðinu í janúar síðastliðnum. Elon Musk hefur sýnt Twitter mun meiri áhuga en Tesla undanfarin misseri.EPA Sagðist Karen þá vilja setja pressu á Tesla að undirbúa stjórnendaskipti. Ekki væri verið að gera neitt til að undirbúa fráhvarf Elon Musk, sem beindi allri sinni athygli að því að stýra samfélagsmiðlinum Twitter. Sagði hún að Tesla væri frábært fyrirtæki en stjórnin væri að drepa það og Elon stæði aðgerðarlaus hjá. Virði Tesla hefur hrapað á undanförnum árum. Árið 2021 var virði hvers hlutar 407 dollarar en nú er það 177. Um tíma var virðið komið niður í 113 dollara. Kjósa yfirleitt með stjórn Tillaga Karenar gengur út á að Tesla setji sér reglur um lykilpersónuáhættu. Það er hverjir séu lykilpersónur og hvaða ferlar taki við þegar þær hverfa af sjónarsviðinu. Einnig að fyrirtækið búi til ferla um aðgerðir til að milda skaðann af því að lykilpersónur hverfi frá fyrirtækinu. Tillagan er sú mest umtalaða á fundinum enda hefur Tesla verið sakað um að reiða sig um of á Elon Musk. Yfirleitt hafa hluthafar greitt atkvæði eftir meðmælum stjórnarinnar sem er ekki tilefni til bjartsýni fyrir Karen. En á síðasta ári hafði stjórnin betur í 10 af 13 málum sem tekin voru fyrir á aðalfundi. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Stjórn Tesla hvetur hluthafa hins vegar til að greiða atkvæði gegn tillögu Karenar á aðalfundinum, sem fram fer þann 16. maí næstkomandi. „Tillagan myndi valda óþarfa samkeppnisskaða,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Vilja ekki ræða fráhvarf Musk Tillagan er ein af fimm sem tekin verður fyrir á fundinum. En Karen lagði hana fram í nafni fjárfestingarfyrirtækis síns, Sumtris ehf, sem á nokkur hundruð þúsund dollara hlutafé í Tesla. Karen segir að Tesla hafi gert tilraun til að fá hana til að hætta við tillöguna. En það sem þeir hafi boðið hafi ekki verið nóg. Hún segir Tesla ekki vilja ræða fráhvarf Musk opinberlega. „Það er mjög erfitt að vita,“ segir Karen aðspurð um hvort hún sé bjartsýn á að tillagan verði samþykkt. Hún bendir þó á að eignarhlutur Musk í Tesla hafi minnkað úr 25 prósentum niður í 13,6 prósent. Sjálf er hún búin að kaupa sér flugmiða til Texas til að verða viðstödd aðalfundinn. Elon aðgerðarlaus meðan fyrirtækinu blæðir Tillagan hefur vakið töluverða athygli vestanhafs og meðal annars verið til umfjöllunar hjá L.A. Times og Bloomberg. Einnig var fjallað um tillöguna í Fréttablaðinu í janúar síðastliðnum. Elon Musk hefur sýnt Twitter mun meiri áhuga en Tesla undanfarin misseri.EPA Sagðist Karen þá vilja setja pressu á Tesla að undirbúa stjórnendaskipti. Ekki væri verið að gera neitt til að undirbúa fráhvarf Elon Musk, sem beindi allri sinni athygli að því að stýra samfélagsmiðlinum Twitter. Sagði hún að Tesla væri frábært fyrirtæki en stjórnin væri að drepa það og Elon stæði aðgerðarlaus hjá. Virði Tesla hefur hrapað á undanförnum árum. Árið 2021 var virði hvers hlutar 407 dollarar en nú er það 177. Um tíma var virðið komið niður í 113 dollara. Kjósa yfirleitt með stjórn Tillaga Karenar gengur út á að Tesla setji sér reglur um lykilpersónuáhættu. Það er hverjir séu lykilpersónur og hvaða ferlar taki við þegar þær hverfa af sjónarsviðinu. Einnig að fyrirtækið búi til ferla um aðgerðir til að milda skaðann af því að lykilpersónur hverfi frá fyrirtækinu. Tillagan er sú mest umtalaða á fundinum enda hefur Tesla verið sakað um að reiða sig um of á Elon Musk. Yfirleitt hafa hluthafar greitt atkvæði eftir meðmælum stjórnarinnar sem er ekki tilefni til bjartsýni fyrir Karen. En á síðasta ári hafði stjórnin betur í 10 af 13 málum sem tekin voru fyrir á aðalfundi.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira