Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. apríl 2023 12:03 Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir. Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. Í síðustu viku var staðfest að riða hefði komið upp á Bergsstöðum. Í samtali við fréttastofu sagði bóndi á bænum málið átakanlegt þar sem áratuga starf í sauðfjárrækt væri þar með fyrir bí. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, staðfestir að allar tæplega sjö hundruð kindur bæjarins hafi nú verið aflífaðar. „Það var klárað í gær. Það er búið að aflífa allt á bænum og að auki tuttugu kindur sem höfðu verið fluttar á aðra bæi og voru enn á lífi,“ segir Sigurborg. Viðamikið hreinsunarstarf er fram undan og sýni úr hverri einustu kind verður rannsakað til að varpa ljósi á umfangið. „Við erum uggangi yfir því að þetta hafi borist á aðra bæi í hólfinu. Þessi sýni sem höfðu verið tekin úr kindum sem höfðu verið fluttar á aðra bæi eru því í forgangi. Ef það greinist í þeim er það alvarlegt mál og viðkomandi bær er þá undir. Ef það greinist ekki andar maður aðeins léttar. En þó að það finnist ekki er ekki þar með sagt að það sé ekkert smitefni í þeim. Þannig að það verður aukin vöktun á þessu bæjum og í öllu hólfinu,“ segir Sigurborg. Þungar hömlur næstu 20 ár Hún telur að sjö bæir séu þarna undir og greinist riða þar hefði það sambærilegar afleiðingar og á Bergsstöðum. Niðurstaða liggi vonandi fyrir innan tveggja vikna. Sigurborg segir þetta tilfelli frábrugðið því sem hefur komið upp á síðustu árum að því leyti að riða hefur ekki áður greinst í Miðfjarðarhólfi. Engar hömlur voru því á flutningum innan hólfsins og þar með er meiri hætta á dreifingu. Nú blasa hins vegar þungar hömlur við næstu tuttugu árin. „Það verður bannað að flytja lifandi fé á milli bæja og í rauninni allt sem getur borið með sér smitefni; tæki, tól, hey, hálm, torf og svo framvegis.“ Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Í síðustu viku var staðfest að riða hefði komið upp á Bergsstöðum. Í samtali við fréttastofu sagði bóndi á bænum málið átakanlegt þar sem áratuga starf í sauðfjárrækt væri þar með fyrir bí. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, staðfestir að allar tæplega sjö hundruð kindur bæjarins hafi nú verið aflífaðar. „Það var klárað í gær. Það er búið að aflífa allt á bænum og að auki tuttugu kindur sem höfðu verið fluttar á aðra bæi og voru enn á lífi,“ segir Sigurborg. Viðamikið hreinsunarstarf er fram undan og sýni úr hverri einustu kind verður rannsakað til að varpa ljósi á umfangið. „Við erum uggangi yfir því að þetta hafi borist á aðra bæi í hólfinu. Þessi sýni sem höfðu verið tekin úr kindum sem höfðu verið fluttar á aðra bæi eru því í forgangi. Ef það greinist í þeim er það alvarlegt mál og viðkomandi bær er þá undir. Ef það greinist ekki andar maður aðeins léttar. En þó að það finnist ekki er ekki þar með sagt að það sé ekkert smitefni í þeim. Þannig að það verður aukin vöktun á þessu bæjum og í öllu hólfinu,“ segir Sigurborg. Þungar hömlur næstu 20 ár Hún telur að sjö bæir séu þarna undir og greinist riða þar hefði það sambærilegar afleiðingar og á Bergsstöðum. Niðurstaða liggi vonandi fyrir innan tveggja vikna. Sigurborg segir þetta tilfelli frábrugðið því sem hefur komið upp á síðustu árum að því leyti að riða hefur ekki áður greinst í Miðfjarðarhólfi. Engar hömlur voru því á flutningum innan hólfsins og þar með er meiri hætta á dreifingu. Nú blasa hins vegar þungar hömlur við næstu tuttugu árin. „Það verður bannað að flytja lifandi fé á milli bæja og í rauninni allt sem getur borið með sér smitefni; tæki, tól, hey, hálm, torf og svo framvegis.“
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira