Einfaldari og ódýrari greiðslumiðlun í erfiðri fæðingu Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2023 19:31 Íslensku bankarnir hafa ekki enn komið á innlendri greiðslumiðlun þrátt fyrir áeggjan Seðlabankans. vísir Forsætisráðherra er með frumvarp um innlenda greiðslumiðlun í undirbúningi. Bankarnir hafa enn ekki komið slíkri greiðslumiðlun á þrátt fyrir áeggjan Seðlabankans um þjóðaröryggi og hagkvæmni fyrir allan almenning í landinu. Í hvert skipti sem við greiðum fyrir vöru og þjónustu með debet korti fer greiðslan í gegnum greiðslumiðlun Visa og eða Mastercard í útlöndum sem taka auðvitað þóknun fyrir það. Auk þess tekur viðskiptabanki okkar á Íslandi sína þóknun. Þetta hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir okkur og þetta fyrirkomulag varðar líka þjóðaröryggi að mati Seðlabankans. Seðlabankinn hefur þrýst á það í mörg ár að komið verði á fót innlendri greiðslumiðlun. Nú síðast ákynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í síðasta mánuði var ítrekað að þetta gerðist sem fyrst. Málið varðaði þjóðaröryggi og hagkvæmni fyrir almenning. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir viðskiptabankana hafa lagt mikla vinnu í uppbyggingu innviða fyrir innlent greiðslumiðlunarkerfi.Stöð 2/Dúi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir heilmikla innviði vera á bakvið greiðslumiðlunarkerfi. Frá því lög á evrópskum grunni voru sett árið 2021 hafi bankarnir verið að byggja nauðsynlega innviði fyrir innlenda greiðsluþjónustu sem byggi á millfærslukerfinu. „Þetta eru auðvitað risastór verkefni. Innviðirnir eru 95 prósent tilbúnir,“ segir Lilja Björk og allir væru að leggja sig fram um lausnir. Fulltrúar bankanna og Seðlabankans væru í stöðugum viðræðum um þetta en spurningin væri meðal annars hver ætti að reka slíkt greiðslumiðlunarkerfi. Kerfi sem sæi um millifærslur af reikningum fólks til að mynda í gegnum app til verslana og þjónustuaðila. Nái þyrfti saman um hvað lausn verði notuð. „Þetta er þá bara hliðarleið. Til hliðar við kortakerfið sem hægt er að nota alþjóðlega og með ákveðnum vörnum og endurkröfurétti. Þannig að þetta er bara ein önnur leið til að framkvæma greiðslur eins og við þekkjum þær í dag, sem eru bara millifærslur,“ segir Lilja Björk. Seðlabankinn gaf út skýrslu um stöðu greiðslumiðlunar á Íslandi skömmu fyrir áramót. Málið varðaði þjóðaröryggi og hagsmuni almennings.Grafík/Hjalti Spurningin væri hvort ríkið eða einkaaðilar ættu að reka grunninn í kerfi sem þessu og auðvitað þyrfti að innheimta gjöld af þjónustunni til að standa undir kostnaði. Vissulega mætti nýta reynsluna af Reiknistofu bankanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er með frumvarp í undirbúningi um innlenda greiðslumiðlun. Núverandi kerfi sé of dýrt.Stöð 2/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið hafi verið að málinu í forsætisráðuneytinu allt frá því Már Guðmundsson þáverandi seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra bréf um nauðsyn innlendrar greiðslumiðlunar. Hún hefur skipað starfshóp um málið sem skila á af sér tillögum að mögulegu frumvarpi í næsta mánuði. Málið varði ekki bara þjóðaröryggi heldur einnig mikinn kostnað við núverandi kerfi. „Ef við skoðum hlutfallslegan kostnað af greiðslumiðlun hér á landi og samanborið við nágrannalönd okkar, þá er kostnaðurinn umtalsvert hærri hér en til dæmis í Noregi. Eitthvað af því má rekja til stærðarhagkvæmni. En það útskýrir ekki allan muninn. Þannig að við teljum að í þessu máli geti líka falist mikil kjarabót fyrir almenning,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Seðlabankinn Íslenskir bankar Verðlag Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Norræn hrakfallasaga vekur spurningar um innlenda greiðslulausn Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum misserum eytt miklu púðri í að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna nauðsynlegt sé að smíða innlenda greiðslulausn. Að mati bankans er þjóðaröryggismál draga úr áhættunum sem felast í því hversu innlend greiðslumiðlun er háð erlendum kortainnviðum, svo sem að netsamband við útlönd rofni eða að eigendur kortainnviða loki á viðskipti við Íslands. 5. apríl 2023 15:01 Seðlabankinn segir þjóðaröryggi kalla á íslenska greiðslumiðlun Seðlabankinn segir það varða þjóðaröryggi að koma upp innlendri greiðslumiðlun fyrir kortagreiðslur sem allra fyrst. Bregðist bankarnir ekki við því þurfi að óska eftir lagasetningu um málið. Seðlabankastjóri segir að tryggja verði öryggi og hagkvæmni í þessum viðskiptum. 16. mars 2023 19:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í hvert skipti sem við greiðum fyrir vöru og þjónustu með debet korti fer greiðslan í gegnum greiðslumiðlun Visa og eða Mastercard í útlöndum sem taka auðvitað þóknun fyrir það. Auk þess tekur viðskiptabanki okkar á Íslandi sína þóknun. Þetta hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir okkur og þetta fyrirkomulag varðar líka þjóðaröryggi að mati Seðlabankans. Seðlabankinn hefur þrýst á það í mörg ár að komið verði á fót innlendri greiðslumiðlun. Nú síðast ákynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í síðasta mánuði var ítrekað að þetta gerðist sem fyrst. Málið varðaði þjóðaröryggi og hagkvæmni fyrir almenning. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir viðskiptabankana hafa lagt mikla vinnu í uppbyggingu innviða fyrir innlent greiðslumiðlunarkerfi.Stöð 2/Dúi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir heilmikla innviði vera á bakvið greiðslumiðlunarkerfi. Frá því lög á evrópskum grunni voru sett árið 2021 hafi bankarnir verið að byggja nauðsynlega innviði fyrir innlenda greiðsluþjónustu sem byggi á millfærslukerfinu. „Þetta eru auðvitað risastór verkefni. Innviðirnir eru 95 prósent tilbúnir,“ segir Lilja Björk og allir væru að leggja sig fram um lausnir. Fulltrúar bankanna og Seðlabankans væru í stöðugum viðræðum um þetta en spurningin væri meðal annars hver ætti að reka slíkt greiðslumiðlunarkerfi. Kerfi sem sæi um millifærslur af reikningum fólks til að mynda í gegnum app til verslana og þjónustuaðila. Nái þyrfti saman um hvað lausn verði notuð. „Þetta er þá bara hliðarleið. Til hliðar við kortakerfið sem hægt er að nota alþjóðlega og með ákveðnum vörnum og endurkröfurétti. Þannig að þetta er bara ein önnur leið til að framkvæma greiðslur eins og við þekkjum þær í dag, sem eru bara millifærslur,“ segir Lilja Björk. Seðlabankinn gaf út skýrslu um stöðu greiðslumiðlunar á Íslandi skömmu fyrir áramót. Málið varðaði þjóðaröryggi og hagsmuni almennings.Grafík/Hjalti Spurningin væri hvort ríkið eða einkaaðilar ættu að reka grunninn í kerfi sem þessu og auðvitað þyrfti að innheimta gjöld af þjónustunni til að standa undir kostnaði. Vissulega mætti nýta reynsluna af Reiknistofu bankanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er með frumvarp í undirbúningi um innlenda greiðslumiðlun. Núverandi kerfi sé of dýrt.Stöð 2/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið hafi verið að málinu í forsætisráðuneytinu allt frá því Már Guðmundsson þáverandi seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra bréf um nauðsyn innlendrar greiðslumiðlunar. Hún hefur skipað starfshóp um málið sem skila á af sér tillögum að mögulegu frumvarpi í næsta mánuði. Málið varði ekki bara þjóðaröryggi heldur einnig mikinn kostnað við núverandi kerfi. „Ef við skoðum hlutfallslegan kostnað af greiðslumiðlun hér á landi og samanborið við nágrannalönd okkar, þá er kostnaðurinn umtalsvert hærri hér en til dæmis í Noregi. Eitthvað af því má rekja til stærðarhagkvæmni. En það útskýrir ekki allan muninn. Þannig að við teljum að í þessu máli geti líka falist mikil kjarabót fyrir almenning,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Verðlag Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Norræn hrakfallasaga vekur spurningar um innlenda greiðslulausn Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum misserum eytt miklu púðri í að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna nauðsynlegt sé að smíða innlenda greiðslulausn. Að mati bankans er þjóðaröryggismál draga úr áhættunum sem felast í því hversu innlend greiðslumiðlun er háð erlendum kortainnviðum, svo sem að netsamband við útlönd rofni eða að eigendur kortainnviða loki á viðskipti við Íslands. 5. apríl 2023 15:01 Seðlabankinn segir þjóðaröryggi kalla á íslenska greiðslumiðlun Seðlabankinn segir það varða þjóðaröryggi að koma upp innlendri greiðslumiðlun fyrir kortagreiðslur sem allra fyrst. Bregðist bankarnir ekki við því þurfi að óska eftir lagasetningu um málið. Seðlabankastjóri segir að tryggja verði öryggi og hagkvæmni í þessum viðskiptum. 16. mars 2023 19:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Norræn hrakfallasaga vekur spurningar um innlenda greiðslulausn Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum misserum eytt miklu púðri í að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna nauðsynlegt sé að smíða innlenda greiðslulausn. Að mati bankans er þjóðaröryggismál draga úr áhættunum sem felast í því hversu innlend greiðslumiðlun er háð erlendum kortainnviðum, svo sem að netsamband við útlönd rofni eða að eigendur kortainnviða loki á viðskipti við Íslands. 5. apríl 2023 15:01
Seðlabankinn segir þjóðaröryggi kalla á íslenska greiðslumiðlun Seðlabankinn segir það varða þjóðaröryggi að koma upp innlendri greiðslumiðlun fyrir kortagreiðslur sem allra fyrst. Bregðist bankarnir ekki við því þurfi að óska eftir lagasetningu um málið. Seðlabankastjóri segir að tryggja verði öryggi og hagkvæmni í þessum viðskiptum. 16. mars 2023 19:30