Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2023 10:52 Frá þjóðveginum yfir Fjarðarheiði. Hæsti hluti vegarins er í 620 metra hæð yfir sjávarmáli. Skjáskot/Stöð 2 Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. Í þættinum Ísland í dag rekur Einar Þorvarðarson, fyrrverandi umdæmisverkfræðingur, efasemdir sínar en hann stýrði Vegagerðinni á Austurlandi í fjörutíu ár. Jón Halldór Guðmundsson, heimastjórnarfulltrúi Múlaþings á Seyðisfirði, skýrir sjónarmið Seyðfirðinga en einnig er rætt við Sigfús Vilhjálmsson, bónda á Brekku í Mjóafirði og síðasta oddvita Mjóafjarðarhrepps. Hér má sjá þáttinn: Í grein í héraðsmiðlinum Austurfrétt í fyrra lýsti Sigurður Gunnarsson, gistihússeigandi á Seyðisfirði, efasemdum um réttmæti Fjarðarheiðarganga og taldi Mjóafjarðarleiðina vænlegri kost. Það að fara um Mjóafjörð leysti algerlega einangrun Seyðisfjarðar, opnaði samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland og þar með nýja möguleika í samskiptum. Seyðfirðingurinn Jón Halldór telur þó yfirgnæfandi stuðning við Fjarðarheiðargöng meðal bæjarbúa. Jón Halldór Guðmundsson er heimastjórnarfulltrúi Múlaþings á Seyðisfirði.Sigurjón Ólason „Seyðfirðingar eru bara 95 prósent á því. Við viljum bara Fjarðarheiðargöng. Það er búið að tala um þetta. Það er búið að ákveða þetta mál og oft á vettvangi SSA,“ segir Jón Halldór, en skammstöfunin stendur fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi. Einar Þorvarðarson rifjar upp að árið 2005 hafi Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, að ósk SSA, skilað skýrslu um hvaða göng skiluðu mestri arðsemi og samfélagslegum áhrifum á Austurlandi. Einar Þorvarðarson var svæðisstjóri og umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi í fjóra áratugi. Hann býr á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Þar var niðurstaðan sú að Fjarðarheiðargöng kæmu bara ekki til greina heldur væri langréttast að grafa göng frá Seyðisfirði í Mjóafjörð til Norðfjarðar og göng frá Norðfirði til Eskifjarðar,“ segir Einar. Þau hafi verið talin langsamlega arðsömust og skila mestum samfélagslegum ávinningi. Niðurstaða greiningar Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri árið 2005. Þar voru Norðfjarðargöng nefnd fyrst, síðan tvenn göng um Mjóafjörð milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Einar segir að góð samstaða hafi verið orðin á Austurlandi um þrenn geng með Mjóafjörð sem miðju, svokölluð samgöng. „En svo allt í einu eru bara menn farnir að tala um Fjarðarheiðargöng. Þá bara rofnaði samstaðan. Það er engin samstaða um það að gera þessi göng.“ Niðurstaða nefndar samgönguráðherra frá 2019 var raunar sú að þrenn jarðgöng skyldu grafin. Fjarðarheiðargöng skyldu verða fyrst en síðan kæmu göng til Mjóafjarðar og svo áfram til Norðfjarðar. Tillaga nefndar samgönguráðherra frá 2019 var sú að byrjað yrði á Fjarðarheiðargöngum. Síðan skyldi borað áfram til Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Spurningar vakna um hvað þessi forgangsröðun þýði fyrir Mjófirðinga og hvenær þeir geti vænst þess að þeirra vetrareinangrun verði rofin. Í þættinum Um land allt í fyrra lýsti Sigfús Vilhjálmsson á Brekku, síðasti oddviti Mjóafjarðarhrepps, vonbrigðum sínum. „Þetta er mjög sorglegt hvernig þetta æxlaðist allt saman í raun,“ segir Sigfús. Hann segir að hringtenging byggðanna um Mjóafjörð hefði verið eðlilegt framhald af atvinnuuppbyggingunni í Reyðarfirði. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði.Einar Árnason „Þá áttu náttúrlega að koma þessi göng, frá Eskifirði og yfir á Seyðisfjörð, fá hringtengingu á svæðið til þess að fólk gæti unnið í álverinu,“ segir Sigfús. Hann rifjar upp að rætt hafi verið um að Norðfjarðargöng yrðu fyrsti áfanginn í tengingu áfram til Seyðisfjarðar um Mjóafjörð. Göng undir Fjarðarheiði núna séu ekki rétt forgangsröðun. Sé fimmtíu milljarða króna kostnaði deilt niður á 660 íbúa Seyðisfjarðar þýðir það að göngin kosta um 75 milljónir króna á hvern íbúa, eða um 180 milljónir króna á hvert heimili í bænum, miðað við þá forsendu að 2,4 einstaklingar séu að meðaltali á heimili. Horft af Fjarðarheiði niður í Seyðisfjörð.Skjáskot/Stöð 2 „Ég hef stundum verið að velta fyrir mér þegar ég heyri þessa aðferð notaða að ef hún væri notuð við allt samgöngukerfið hér á landi þá væri Reykjavík bara með samgöngur en restin af landinu ekki með neinar samgöngur. Það yrðu allir spottar frá Reykjavík deildir niður á heimilin fyrir utan stærsta þéttbýlið. Ég held að þetta sé ekki sanngjarnt,“ segir Jón Halldór. Hann bendir jafnframt á að göngin gagnist ekki aðeins Seyðfirðingum og nefnir ferjuna Norrænu og stóraukinn ferðamannastraum yfir heiðina. Þá séu flutningar með ferjunni mjög miklir. „Þannig að það er meira en bara öryggissjónarmið Seyðfirðinga sem kallar á göngin.“ Jarðgöng undir Fjarðarheiði tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Gistiheimiliseigandinn Sigurður Gunnarsson á Seyðisfirði benti hins vegar á að enginn tímasparnaður fylgdi göngunum. Fjarðarheiði væri mjög falleg vegleið í flestum veðrum. Fáir myndu því nýta göngin ef færð væri góð, sem væri flesta daga ársins. Fjarðarheiðargöng ein og sér breyta engu fyrir Mjófirðinga. „Menn komast ekkert nema bara í gegnum Fjarðarheiði á Seyðisfjörð. Stopp. Það þarf að hringtengja svæðið fyrst, segi ég. Og ég stend við það. Ég gæti þessvegna drepist með það,“ segir Sigfús og ítrekar að fyrst þurfi að bora milli Norðfjarðar, Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar. „Svo getum við farið að tala um göng til Héraðs,“ segir bóndinn á Brekku. Séð yfir byggðina í Mjóafirði. Þar eru núna átján manns skráðir til heimilis.Einar Árnason Breytt forgangsröðun með opnun heilsársvegar til Mjóafjarðar gæti skilað nýrri atvinnuuppbyggingu þar. Ólíkt Seyðfirðingum hafa Mjófirðingar lýst miklum áhuga á að fá laxeldi í sjó. Þá hefur verið bent á að í Mjóafirði séu góðar aðstæður fyrir laxeldi á landi. Seyðfirðingurinn Jón Halldór var spurður um hvort ekki væri rétt að tengja Mjófirðinga fyrr. „Við viljum Mjófirðingum allt hið besta. En Seyðfirðingar hafa vikið fyrir Vestfjörðum og vikið fyrir Norðfjarðargöngum. Okkur finnst alveg tími til kominn að við séum næst,“ svarar Jón Halldór. Svokölluð samgöng gerðu ráð fyrir tengingu fjarðanna og Héraðs með göngum undir Mjóafjarðarheiði.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Seyðfirðingar segja sko: Það er ómögulegt. Ef Fjarðarheiðin er lokuð þá komumst við ekki neitt. Geta þeir ekki farið Fagradal ef hann er opinn? Norðfirðingar, Eskfirðingar, Reyðfirðingar, Fáskrúðsfirðingar, Stöðfirðingar, Beiðdælingar, þeir fara allir Fagradal. Eru Seyðfirðingar heilagir? Nei, mér er sko ekki illa við Seyðfirðinga. Það er svo langt í frá. Mér finnst þetta bara ekki rétt, eins og verið er að tala um þetta núna,“ segir Sigfús og segist ekki hafa þrek í að ræða þetta meira. Tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð skapa hringleið milli stærstu byggða Mið-Austurlands. Með þessari leið fengju Seyðfirðingar jafnframt láglendistengingu við hringveginn.GRAFÍK/SARA RUT FANNARSDÓTTIR En hvaða röð vill svæðisstjórinn fyrrverandi? „Fyrst þarf að gera göng frá Seyðisfirði um Mjóafjörð til Norðfjarðar. Þá er kominn hringvegur hér á Mið-Austurlandi sem gjörbreytir öllum aðstæðum. Síðan í framhaldinu geta menn vegið það og metið hvernig best er að tengja firðina við Héraðið,“ svarar Einar Þorvarðarson. Ætla mætti að Seyðfirðingar hefðu ríka hagsmuni af því að tengjast sem fyrst atvinnusvæðinu við Reyðarfjörð. Með leið um Mjóafjörð og Norðfjörð fengju þeir einnig láglendistengingu við þjóðvegakerfið. „Já, það er að mörgu leyti mjög góð tenging líka og æskilegt að fá hana líka. En þetta eru tveir góðir kostir og það er margbúið að ræða þetta frá öllum hliðum. Niðurstaðan liggur í raun og veru fyrir,“ svarar Jón Halldór. Framtíðartengingu milli Héraðs og Fjarðabyggðar telur Einar eiga að vera undir Eskifjarðarheiði. Jarðgöng undir Eskifjarðarheiði ásamt tvennum göngum um Mjóafjörð milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar. Með þessari tengingu yrði eftir sem áður styttra fyrir Seyðfirðinga en Norðfirðinga að komast á Egilsstaði.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Það blasir við að það sé eðlilegast að tengja saman fjölmennustu svæðin hér á Austurlandi, það er Héraðið og Reyðarfjarðarsvæðið, tengja þau saman með göngum undir Eskifjarðarheiði. Og þá líka, - nú hefur það sýnt sig að Fagridalur veldur oft vandræðum. Þannig að þá eru menn líka búnir að losa sig við hann.“ Og segir að Seyðfirðingar þyrftu ekki að örvænta að eiga ekki áfram greiða leið yfir til Egilsstaða. „Vegurinn yfir Fjarðarheiði verður náttúrlega væntanlega áfram og opinn mest allt árið,“ segir Einar. „Allur snjóruðningurinn sem kostar sitt á hverjum vetri. Að vera með stórvirk vinnutæki klukkutímum saman uppi á heiði. Það kostar alveg sitt, sko,“ segir Jón Halldór. Frá snjómokstri á Fjarðarheiði.Skjáskot/Stöð 2 Samkvæmt gögnum Vegagerðinnar var fjöldi daga á Fjarðarheiði með skert færi í meira en 3 tíma á árunum 2015 til 2020 á bilinu 29 til 56 dagar eða að jafnaði um 40 dagar að vetri. Hér er miðað við daga þar sem þæfingur var á heiðinni, hún þungfær eða alveg lokuð. Sé hins vegar skoðaður fjöldi daga sem heiðin var lokuð í meira en tólf tíma sést að dagafjöldinn á þessu sex ára tímabili var allt frá einum degi og upp í níu daga eða að jafnaði tæplega fjórir dagar að vetri. Uppbygging vegarins um Fjarðarheiði sem vetrarvegar virðist þannig hafa tekist vel. „Auðvitað er þetta í yfir 600 metra hæð. Þannig að hann lokast oft á veturna. Það breytist ekki neitt, náttúrlega. En hann getur þjónað mestan hluta ársins sem hluti af þessum hringvegi, sem yrði hér á Mið-Austurlandi,“ segir Einar. Skýrsla nefndar samgönguráðherra frá 2019 markaði stefnuna um Fjarðarheiðargöng.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, lýsti þeirri skoðun sinni í fyrra í Austurfrétt að óskynsamlegt væri að bora Fjarðarheiðargöng þar sem mikil jarðfræðileg áhætta fylgdi svo löngum göngum. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Matthías Loftsson, jarðverkfræðingur hjá Mannviti, vitað að undir Fjarðarheiðinni væru þykk og veik setbergslög, sem þyrfti að kljást við, og reikna yrði með voldugum bergstyrkingum á hluta ganganna. Þá þyrftu menn að vera á tánum vegna uppistöðulóns á Fjarðarheiði hvað varðar vatnsinnrennsli í göngin. „Jarðfræðingar hafa varað við því að það getið verið mjög erfitt og hættulegt að grafa göng undir Fjarðarheiði,“ segir fyrrum umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar. Samgöngur Vegagerð Byggðamál Múlaþing Fjarðabyggð Ísland í dag Umferðaröryggi Um land allt Vegtollar Tengdar fréttir Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Í þættinum Ísland í dag rekur Einar Þorvarðarson, fyrrverandi umdæmisverkfræðingur, efasemdir sínar en hann stýrði Vegagerðinni á Austurlandi í fjörutíu ár. Jón Halldór Guðmundsson, heimastjórnarfulltrúi Múlaþings á Seyðisfirði, skýrir sjónarmið Seyðfirðinga en einnig er rætt við Sigfús Vilhjálmsson, bónda á Brekku í Mjóafirði og síðasta oddvita Mjóafjarðarhrepps. Hér má sjá þáttinn: Í grein í héraðsmiðlinum Austurfrétt í fyrra lýsti Sigurður Gunnarsson, gistihússeigandi á Seyðisfirði, efasemdum um réttmæti Fjarðarheiðarganga og taldi Mjóafjarðarleiðina vænlegri kost. Það að fara um Mjóafjörð leysti algerlega einangrun Seyðisfjarðar, opnaði samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland og þar með nýja möguleika í samskiptum. Seyðfirðingurinn Jón Halldór telur þó yfirgnæfandi stuðning við Fjarðarheiðargöng meðal bæjarbúa. Jón Halldór Guðmundsson er heimastjórnarfulltrúi Múlaþings á Seyðisfirði.Sigurjón Ólason „Seyðfirðingar eru bara 95 prósent á því. Við viljum bara Fjarðarheiðargöng. Það er búið að tala um þetta. Það er búið að ákveða þetta mál og oft á vettvangi SSA,“ segir Jón Halldór, en skammstöfunin stendur fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi. Einar Þorvarðarson rifjar upp að árið 2005 hafi Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, að ósk SSA, skilað skýrslu um hvaða göng skiluðu mestri arðsemi og samfélagslegum áhrifum á Austurlandi. Einar Þorvarðarson var svæðisstjóri og umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Austurlandi í fjóra áratugi. Hann býr á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Þar var niðurstaðan sú að Fjarðarheiðargöng kæmu bara ekki til greina heldur væri langréttast að grafa göng frá Seyðisfirði í Mjóafjörð til Norðfjarðar og göng frá Norðfirði til Eskifjarðar,“ segir Einar. Þau hafi verið talin langsamlega arðsömust og skila mestum samfélagslegum ávinningi. Niðurstaða greiningar Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri árið 2005. Þar voru Norðfjarðargöng nefnd fyrst, síðan tvenn göng um Mjóafjörð milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Einar segir að góð samstaða hafi verið orðin á Austurlandi um þrenn geng með Mjóafjörð sem miðju, svokölluð samgöng. „En svo allt í einu eru bara menn farnir að tala um Fjarðarheiðargöng. Þá bara rofnaði samstaðan. Það er engin samstaða um það að gera þessi göng.“ Niðurstaða nefndar samgönguráðherra frá 2019 var raunar sú að þrenn jarðgöng skyldu grafin. Fjarðarheiðargöng skyldu verða fyrst en síðan kæmu göng til Mjóafjarðar og svo áfram til Norðfjarðar. Tillaga nefndar samgönguráðherra frá 2019 var sú að byrjað yrði á Fjarðarheiðargöngum. Síðan skyldi borað áfram til Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Spurningar vakna um hvað þessi forgangsröðun þýði fyrir Mjófirðinga og hvenær þeir geti vænst þess að þeirra vetrareinangrun verði rofin. Í þættinum Um land allt í fyrra lýsti Sigfús Vilhjálmsson á Brekku, síðasti oddviti Mjóafjarðarhrepps, vonbrigðum sínum. „Þetta er mjög sorglegt hvernig þetta æxlaðist allt saman í raun,“ segir Sigfús. Hann segir að hringtenging byggðanna um Mjóafjörð hefði verið eðlilegt framhald af atvinnuuppbyggingunni í Reyðarfirði. Sigfús Vilhjálmsson, bóndi á Brekku í Mjóafirði.Einar Árnason „Þá áttu náttúrlega að koma þessi göng, frá Eskifirði og yfir á Seyðisfjörð, fá hringtengingu á svæðið til þess að fólk gæti unnið í álverinu,“ segir Sigfús. Hann rifjar upp að rætt hafi verið um að Norðfjarðargöng yrðu fyrsti áfanginn í tengingu áfram til Seyðisfjarðar um Mjóafjörð. Göng undir Fjarðarheiði núna séu ekki rétt forgangsröðun. Sé fimmtíu milljarða króna kostnaði deilt niður á 660 íbúa Seyðisfjarðar þýðir það að göngin kosta um 75 milljónir króna á hvern íbúa, eða um 180 milljónir króna á hvert heimili í bænum, miðað við þá forsendu að 2,4 einstaklingar séu að meðaltali á heimili. Horft af Fjarðarheiði niður í Seyðisfjörð.Skjáskot/Stöð 2 „Ég hef stundum verið að velta fyrir mér þegar ég heyri þessa aðferð notaða að ef hún væri notuð við allt samgöngukerfið hér á landi þá væri Reykjavík bara með samgöngur en restin af landinu ekki með neinar samgöngur. Það yrðu allir spottar frá Reykjavík deildir niður á heimilin fyrir utan stærsta þéttbýlið. Ég held að þetta sé ekki sanngjarnt,“ segir Jón Halldór. Hann bendir jafnframt á að göngin gagnist ekki aðeins Seyðfirðingum og nefnir ferjuna Norrænu og stóraukinn ferðamannastraum yfir heiðina. Þá séu flutningar með ferjunni mjög miklir. „Þannig að það er meira en bara öryggissjónarmið Seyðfirðinga sem kallar á göngin.“ Jarðgöng undir Fjarðarheiði tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Gistiheimiliseigandinn Sigurður Gunnarsson á Seyðisfirði benti hins vegar á að enginn tímasparnaður fylgdi göngunum. Fjarðarheiði væri mjög falleg vegleið í flestum veðrum. Fáir myndu því nýta göngin ef færð væri góð, sem væri flesta daga ársins. Fjarðarheiðargöng ein og sér breyta engu fyrir Mjófirðinga. „Menn komast ekkert nema bara í gegnum Fjarðarheiði á Seyðisfjörð. Stopp. Það þarf að hringtengja svæðið fyrst, segi ég. Og ég stend við það. Ég gæti þessvegna drepist með það,“ segir Sigfús og ítrekar að fyrst þurfi að bora milli Norðfjarðar, Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar. „Svo getum við farið að tala um göng til Héraðs,“ segir bóndinn á Brekku. Séð yfir byggðina í Mjóafirði. Þar eru núna átján manns skráðir til heimilis.Einar Árnason Breytt forgangsröðun með opnun heilsársvegar til Mjóafjarðar gæti skilað nýrri atvinnuuppbyggingu þar. Ólíkt Seyðfirðingum hafa Mjófirðingar lýst miklum áhuga á að fá laxeldi í sjó. Þá hefur verið bent á að í Mjóafirði séu góðar aðstæður fyrir laxeldi á landi. Seyðfirðingurinn Jón Halldór var spurður um hvort ekki væri rétt að tengja Mjófirðinga fyrr. „Við viljum Mjófirðingum allt hið besta. En Seyðfirðingar hafa vikið fyrir Vestfjörðum og vikið fyrir Norðfjarðargöngum. Okkur finnst alveg tími til kominn að við séum næst,“ svarar Jón Halldór. Svokölluð samgöng gerðu ráð fyrir tengingu fjarðanna og Héraðs með göngum undir Mjóafjarðarheiði.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Seyðfirðingar segja sko: Það er ómögulegt. Ef Fjarðarheiðin er lokuð þá komumst við ekki neitt. Geta þeir ekki farið Fagradal ef hann er opinn? Norðfirðingar, Eskfirðingar, Reyðfirðingar, Fáskrúðsfirðingar, Stöðfirðingar, Beiðdælingar, þeir fara allir Fagradal. Eru Seyðfirðingar heilagir? Nei, mér er sko ekki illa við Seyðfirðinga. Það er svo langt í frá. Mér finnst þetta bara ekki rétt, eins og verið er að tala um þetta núna,“ segir Sigfús og segist ekki hafa þrek í að ræða þetta meira. Tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð skapa hringleið milli stærstu byggða Mið-Austurlands. Með þessari leið fengju Seyðfirðingar jafnframt láglendistengingu við hringveginn.GRAFÍK/SARA RUT FANNARSDÓTTIR En hvaða röð vill svæðisstjórinn fyrrverandi? „Fyrst þarf að gera göng frá Seyðisfirði um Mjóafjörð til Norðfjarðar. Þá er kominn hringvegur hér á Mið-Austurlandi sem gjörbreytir öllum aðstæðum. Síðan í framhaldinu geta menn vegið það og metið hvernig best er að tengja firðina við Héraðið,“ svarar Einar Þorvarðarson. Ætla mætti að Seyðfirðingar hefðu ríka hagsmuni af því að tengjast sem fyrst atvinnusvæðinu við Reyðarfjörð. Með leið um Mjóafjörð og Norðfjörð fengju þeir einnig láglendistengingu við þjóðvegakerfið. „Já, það er að mörgu leyti mjög góð tenging líka og æskilegt að fá hana líka. En þetta eru tveir góðir kostir og það er margbúið að ræða þetta frá öllum hliðum. Niðurstaðan liggur í raun og veru fyrir,“ svarar Jón Halldór. Framtíðartengingu milli Héraðs og Fjarðabyggðar telur Einar eiga að vera undir Eskifjarðarheiði. Jarðgöng undir Eskifjarðarheiði ásamt tvennum göngum um Mjóafjörð milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar. Með þessari tengingu yrði eftir sem áður styttra fyrir Seyðfirðinga en Norðfirðinga að komast á Egilsstaði.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Það blasir við að það sé eðlilegast að tengja saman fjölmennustu svæðin hér á Austurlandi, það er Héraðið og Reyðarfjarðarsvæðið, tengja þau saman með göngum undir Eskifjarðarheiði. Og þá líka, - nú hefur það sýnt sig að Fagridalur veldur oft vandræðum. Þannig að þá eru menn líka búnir að losa sig við hann.“ Og segir að Seyðfirðingar þyrftu ekki að örvænta að eiga ekki áfram greiða leið yfir til Egilsstaða. „Vegurinn yfir Fjarðarheiði verður náttúrlega væntanlega áfram og opinn mest allt árið,“ segir Einar. „Allur snjóruðningurinn sem kostar sitt á hverjum vetri. Að vera með stórvirk vinnutæki klukkutímum saman uppi á heiði. Það kostar alveg sitt, sko,“ segir Jón Halldór. Frá snjómokstri á Fjarðarheiði.Skjáskot/Stöð 2 Samkvæmt gögnum Vegagerðinnar var fjöldi daga á Fjarðarheiði með skert færi í meira en 3 tíma á árunum 2015 til 2020 á bilinu 29 til 56 dagar eða að jafnaði um 40 dagar að vetri. Hér er miðað við daga þar sem þæfingur var á heiðinni, hún þungfær eða alveg lokuð. Sé hins vegar skoðaður fjöldi daga sem heiðin var lokuð í meira en tólf tíma sést að dagafjöldinn á þessu sex ára tímabili var allt frá einum degi og upp í níu daga eða að jafnaði tæplega fjórir dagar að vetri. Uppbygging vegarins um Fjarðarheiði sem vetrarvegar virðist þannig hafa tekist vel. „Auðvitað er þetta í yfir 600 metra hæð. Þannig að hann lokast oft á veturna. Það breytist ekki neitt, náttúrlega. En hann getur þjónað mestan hluta ársins sem hluti af þessum hringvegi, sem yrði hér á Mið-Austurlandi,“ segir Einar. Skýrsla nefndar samgönguráðherra frá 2019 markaði stefnuna um Fjarðarheiðargöng.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, lýsti þeirri skoðun sinni í fyrra í Austurfrétt að óskynsamlegt væri að bora Fjarðarheiðargöng þar sem mikil jarðfræðileg áhætta fylgdi svo löngum göngum. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Matthías Loftsson, jarðverkfræðingur hjá Mannviti, vitað að undir Fjarðarheiðinni væru þykk og veik setbergslög, sem þyrfti að kljást við, og reikna yrði með voldugum bergstyrkingum á hluta ganganna. Þá þyrftu menn að vera á tánum vegna uppistöðulóns á Fjarðarheiði hvað varðar vatnsinnrennsli í göngin. „Jarðfræðingar hafa varað við því að það getið verið mjög erfitt og hættulegt að grafa göng undir Fjarðarheiði,“ segir fyrrum umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar.
Samgöngur Vegagerð Byggðamál Múlaþing Fjarðabyggð Ísland í dag Umferðaröryggi Um land allt Vegtollar Tengdar fréttir Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22 Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20
Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26
Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30
Hvetur til þess að Íslendingar grafi mörg jarðgöng samtímis Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, fjölmennasta sveitarfélags Austurlands, hvetur til þess að Íslendingar taki Færeyinga sér til fyrirmyndar í jarðgangagerð og grafi mörg göng samtímis. Hann segir lykilatriði að hringtengja Austfirði með jarðgöngum, - það sé eina leiðin til að tryggja framtíð Mjóafjarðar. 22. febrúar 2022 22:22
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20
Mögulegt að Norræna hætti að sigla frá Seyðisfirði Rekstraraðili Norrænu, Smyril-Line, er að skoða þann möguleika að sigla ferjunni frekar til Fjarðarbyggðar en Seyðisfjarðar eins og nú er. Forsætisráðherra fundaði með bæjarstjóra Seyðisfjarðar í morgun vegna málsins. 6. nóvember 2013 13:59