Vilja reynslubolta í stað Arnars og fengu alls konar ábendingar Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 11:16 Vanda Sigurgeirsdóttir leitar nú ásamt tveimur samstarfsfélögum að næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Getty/Alex Nicodim og Vísir/Vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið. Þetta kom fram í viðtali við Vöndu á Morgunvaktinni á Rás 1. Þar sagði hún að leit að arftaka Arnars Þórs Viðarssonar væri í fullum gangi og að nýr þjálfari yrði vonandi ráðinn á næstu vikum, eða í síðasta lagi fyrir mánaðamót. Næsti mótsleikur Íslands er gegn Slóvakíu 17. júní, í undankeppni EM á Laugardalsvelli. Spurð út í leitina sagði Vanda: „Þetta er alltaf viðkvæmt en það sem gerist er að við bæði förum á stúfana sjálf og svo berast alls konar nöfn til okkar. Það var mjög ánægjulegt hvað það var mikill áhugi á þessu og það bárust nöfn víða að úr álfunni,“ sagði Vanda og bætti við að ábendingar um þjálfara hefðu borist með ýmsum hætti. „Í gegnum umboðsmenn, vini og velgjörðarmenn Íslands.“ Ekki margir íslenskir sem uppfylla þetta Vanda sagði enn ekki búið að þrengja hóp þeirra þjálfara sem kæmu til greina niður í ákveðinn fjölda en að vissulega væri forgangsraðað eftir álitlegustu kostum. Á þessu stigi sé lítið hægt að tjá sig en ljóst sé að þjálfarinn verði að haka í ákveðin box. Arnar var ráðinn án þess að hafa stýrt A-landsliði eða félagsliði í Evrópukeppni, en nýr þjálfari á helst að hafa mikla reynslu af alþjóðlegum fótbolta: „Við höfum verið að leggja áherslu á reynslu. Við viljum reynslumikinn þjálfara með reynslu úr alþjóðlegum fótbolta. Það er eitt af okkar meginviðmiðum,“ sagði Vanda á Morgunvaktinni og bætti við að viðkomandi mætti gjarnan hafa þjálfað landslið áður. „Við setjum markið hátt og reynum að finna eins góðan þjálfara og við mögulega getum,“ sagði Vanda og á henni var að heyra að næsti landsliðsþjálfari yrði erlendur ef það gengi upp fjárhagslega: „Já, það gæti alveg eins farið svo. Við vitum það öll að það eru ekkert svo margir sem uppfylla þetta [að hafa mikla alþjóðlega reynslu] af íslenskum þjálfurum. Sumir þeirra hafa nú þegar talað um það sjálfir. Óskar Hrafn talaði um það í viðtali hvað það væri mikilvægt að það þyrfti reynslubolta í þetta starf,“ sagði Vanda og vísaði í viðtali við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Íslandsmeistara Breiðabliks, sem birtist á Vísi. „En við erum ekki að útiloka neitt. Það geta verið alls konar launakröfur og það segja ekkert endilega allir já við okkur af þeim sem við viljum fá. En við vildum alla vega byrja á að setja markið hátt. Setja háar kröfur og gera það sem við teljum best að gera. Hvað er líklegast til að við náum árangri? Það er reyndur þjálfari sem hefur gert þetta áður. Við byrjum þar og svo sjáum við til hvar við endum, en vonandi endum við þar líka,“ sagði Vanda. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Vöndu á Morgunvaktinni á Rás 1. Þar sagði hún að leit að arftaka Arnars Þórs Viðarssonar væri í fullum gangi og að nýr þjálfari yrði vonandi ráðinn á næstu vikum, eða í síðasta lagi fyrir mánaðamót. Næsti mótsleikur Íslands er gegn Slóvakíu 17. júní, í undankeppni EM á Laugardalsvelli. Spurð út í leitina sagði Vanda: „Þetta er alltaf viðkvæmt en það sem gerist er að við bæði förum á stúfana sjálf og svo berast alls konar nöfn til okkar. Það var mjög ánægjulegt hvað það var mikill áhugi á þessu og það bárust nöfn víða að úr álfunni,“ sagði Vanda og bætti við að ábendingar um þjálfara hefðu borist með ýmsum hætti. „Í gegnum umboðsmenn, vini og velgjörðarmenn Íslands.“ Ekki margir íslenskir sem uppfylla þetta Vanda sagði enn ekki búið að þrengja hóp þeirra þjálfara sem kæmu til greina niður í ákveðinn fjölda en að vissulega væri forgangsraðað eftir álitlegustu kostum. Á þessu stigi sé lítið hægt að tjá sig en ljóst sé að þjálfarinn verði að haka í ákveðin box. Arnar var ráðinn án þess að hafa stýrt A-landsliði eða félagsliði í Evrópukeppni, en nýr þjálfari á helst að hafa mikla reynslu af alþjóðlegum fótbolta: „Við höfum verið að leggja áherslu á reynslu. Við viljum reynslumikinn þjálfara með reynslu úr alþjóðlegum fótbolta. Það er eitt af okkar meginviðmiðum,“ sagði Vanda á Morgunvaktinni og bætti við að viðkomandi mætti gjarnan hafa þjálfað landslið áður. „Við setjum markið hátt og reynum að finna eins góðan þjálfara og við mögulega getum,“ sagði Vanda og á henni var að heyra að næsti landsliðsþjálfari yrði erlendur ef það gengi upp fjárhagslega: „Já, það gæti alveg eins farið svo. Við vitum það öll að það eru ekkert svo margir sem uppfylla þetta [að hafa mikla alþjóðlega reynslu] af íslenskum þjálfurum. Sumir þeirra hafa nú þegar talað um það sjálfir. Óskar Hrafn talaði um það í viðtali hvað það væri mikilvægt að það þyrfti reynslubolta í þetta starf,“ sagði Vanda og vísaði í viðtali við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Íslandsmeistara Breiðabliks, sem birtist á Vísi. „En við erum ekki að útiloka neitt. Það geta verið alls konar launakröfur og það segja ekkert endilega allir já við okkur af þeim sem við viljum fá. En við vildum alla vega byrja á að setja markið hátt. Setja háar kröfur og gera það sem við teljum best að gera. Hvað er líklegast til að við náum árangri? Það er reyndur þjálfari sem hefur gert þetta áður. Við byrjum þar og svo sjáum við til hvar við endum, en vonandi endum við þar líka,“ sagði Vanda.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira