Samþykkið lyf við Spinal Muscular Atrophy fyrir 18 ára og eldri! Hópur fólks með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA skrifar 13. apríl 2023 10:00 Opið bréf til Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra Kæri Willum Þór. Við erum ellefu einstaklingar sem erum með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) á ólíkum aldursskeiðum sem eigum það öll sameiginlegt að eiga okkur draum um lyf við sjúkdómi sem hefur mikil áhrif á vöðvastyrk, færni og hreyfigetu. Sá draumur varð að veruleika árið 2017 þegar Evrópska lyfjastofnunin veitti leyfi fyrir lyfinu Spinraza á Evrópumarkaði en vonir okkar urðu að engu 1. október 2018 þegar í ljós kom að Ísland, eins og Norðurlöndin, tók þá óskiljanlegu ákvörðun að takmarka lyfið fyrir þá sem voru undir 18 ára aldri þegar lyfið var samþykkt. Síðan þá hefur annað lyf, Evrysdi, verið samþykkt, en með sömu takmörkunum vegna aldurs. Hefur hópurinn frá þeim tíma staðið í stappi við heilbrigðiskerfið, sem neitar okkur um þessi lyf sem hafa þann möguleika að hægja á eða stöðva framvindu sjúkdómsins. Þess ber að geta að margt fólk með SMA hefur fengið styrk og færni til baka á lyfjunum Spinraza og Evrysdi, sem gefin eru fullorðnum einstaklingum í öðrum löndum. Laskað heilbrigðiskerfi Tveir einstaklingar sóttu um Spinraza í lok árs 2019 og fengu synjun í janúar 2020 „þar sem gagnreyndar upplýsingar skortir um árangur lyfsins hjá sjúklingum eldri en 18 ára auk þess sem að ekki er greiðsluþátttaka fyrir sjúklinga eldri en 18 ára á Norðurlöndunum.“ Fram kemur í synjun að ákvörðun byggi á gagnsemi lyfsins, kostnaði við greiðsluþátttöku í því og samanburði í viðmiðunarlöndum. Það hefur verið ómögulegt að kæra niðurstöðuna þar sem mörg okkar sem erum með SMA höfum ekki aðgang að taugalæknum og ekki er hægt að sækja um lyfin Spinraza eða Evrysdi nema í gegnum taugalækni. Þau okkar sem þó hafa taugalækna, hafa ekki stuðning síns læknis til þess að sækja um lyfið að nýju. Teljum við að niðurstaða íslenskra stjórnvalda sé ekki byggð á vísindalegum rökum þar sem rannsóknir sýna fram á að lyfið gagnist fullorðnum einstaklingum með SMA og er m.a. gefið í Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Spáni o.fl. löndum sem við berum okkur saman við. The Lancet Neurology, virt læknatímarit, birti grein í apríl 2020 þar sem niðurstöður úr rannsókn á notkun Spinraza á fullorðnu fólki voru birtar. Niðurstöðurnar sýndu að lyfið væri öruggt og áhrifaríkt. Það bætti hreyfifærni óháð aldri einstaklinganna. Þessi rannsókn styður því notkun á lyfinu (Lancet Neurology. 2020. Nusinersen in adults with 5q spinal muscular atrophy: a non-interventional, multicentre, observational cohort study). 18 ára og hvað svo? Við erum ellefu sem fáum ekki lyf við SMA vegna þess að við vorum orðin 18 ára gömul þegar lyfið var loksins samþykkt á Íslandi. Sá yngsti var þá aðeins 18 ára og 10 mánaða. Allir sem voru yngri en 18 ára þegar Spinraza var samþykkt munu halda áfram að fá lyf ævina á enda. Þannig er dæmi um einstakling sem var yngri en 18 ára þegar lyfið var samþykkt, sem er í dag 21 árs og fær lyfið. Þannig munar aðeins þremur árum á tveimur einstaklingum með SMA á Íslandi, en annar fær lyf ævina á enda en hinn ekki, að óbreyttu. Að kasta krónum (og lífsgæðum) fyrir aura Á meðan við sem erum með SMA fáum ekki lyf fer okkur aftur. Sum okkar nota hjálpartæki á borð við hjólastóla, öndunarvélar og sondu og höfum stuðningsþörf í daglegu lífi til þess að auka lífsgæði okkar. Á meðan sjúkdómurinn versnar eykst þörf fyrir inngrip með hjálpartækjum, aukinni aðstoð og heilbrigðisþjónustu sem allt kostar skattgreiðendur mikla peninga. Þannig er líklegt að einhverjir sem ekki nota t.d. öndunarvélar í dag muni þurfa þær seinna meir ef hrörnunin heldur áfram án lyfjameðferðar. Þar fyrir utan erum við einstaklingar, og skattgreiðendur, sem eigum rétt á að lifa mannsæmandi lífi með reisn og njóta lífsins með fjölskyldum okkar, mökum, börnum og barnabörnum. Við vinnum og stundum nám og tökum virkan þátt í samfélaginu og við viljum halda því áfram. Við teljum að í þessu máli sé lítið gert úr þeim þætti að góðar líkur séu á að lyfið geti hægt á hrörnuninni eða stöðvað hana. Aukinn styrkur eða færni væri þá í raun fram úr væntingum. Hver einasti mánuður sem við þurfum að bíða skiptir máli því framþróun sjúkdómsins heldur áfram dag frá degi, og því liggur á að fá lyfin samþykkt svo núverandi geta og kraftar haldist. Eru allir jafnir fyrir lögum? Samkvæmt stjórnarskrá skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda og öllum, sem þess þurfa, tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika. Um réttindi sjúklinga gilda lög nr. 74/1997. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. þeirra á sjúklingur rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Um heilbrigðisþjónustu gilda lög nr. 40/2007. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. er markmið þeirra að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. Fólk með SMA nýtur ekki fullnægjandi heilbrigðisþjónustu í dag. Noregur endurskoðar ákvörðun sína Þann 10. apríl 2023 bárust fréttir frá Noregi um að stjórnvöld þar í landi hafi breytt skilyrðum fyrir lyfjagjöf við SMA og leyfa einstaklingum eldri en 18 ára að fá lyfið Spinraza frá 15. maí og er einnig til skoðunar að leyfa Evrysdi. Þetta gefur íslenskum stjórnvöldum brýna ástæðu til að endurskoða ákvörðun sína. Við skorum á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að ákvörðunin verði endurskoðuð! Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir, 28 ára, viðskiptafræðingur. Guðrún Nanna Egilsdóttir, 28 ára, meistaranemi í næringarfræði, unnusta og hundamamma. Einar Sveinn Þórarinsson, 62 ára, vélstjóri og pabbi. Hallgrímur Eymundsson, 44 ára, tæknistjóri hugbúnaðarþróunar hjá Reykjavíkurborg. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, 29 ára, listfræðingur, doktorsnemi og mamma. Ísak Sigurðsson, þriggja barna faðir og hugbúnaðarsérfræðingur hjá Festi. Kristín Jónsdóttir, 29 ára, viðskiptafræðingur. Kristjana Margrét Harðardóttir, 46 ára, viðskiptafræðingur. Ragnar Þór Valgeirsson, 31 árs, stofnandi og tæknistjóri Hopp ehf. Sigrún Jensdóttir, 57 ára, mamma, amma og lesblinduráðgjafi. Þorsteinn Sturla Gunnarsson, 23 ára, leikstjóri og handritshöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra Kæri Willum Þór. Við erum ellefu einstaklingar sem erum með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) á ólíkum aldursskeiðum sem eigum það öll sameiginlegt að eiga okkur draum um lyf við sjúkdómi sem hefur mikil áhrif á vöðvastyrk, færni og hreyfigetu. Sá draumur varð að veruleika árið 2017 þegar Evrópska lyfjastofnunin veitti leyfi fyrir lyfinu Spinraza á Evrópumarkaði en vonir okkar urðu að engu 1. október 2018 þegar í ljós kom að Ísland, eins og Norðurlöndin, tók þá óskiljanlegu ákvörðun að takmarka lyfið fyrir þá sem voru undir 18 ára aldri þegar lyfið var samþykkt. Síðan þá hefur annað lyf, Evrysdi, verið samþykkt, en með sömu takmörkunum vegna aldurs. Hefur hópurinn frá þeim tíma staðið í stappi við heilbrigðiskerfið, sem neitar okkur um þessi lyf sem hafa þann möguleika að hægja á eða stöðva framvindu sjúkdómsins. Þess ber að geta að margt fólk með SMA hefur fengið styrk og færni til baka á lyfjunum Spinraza og Evrysdi, sem gefin eru fullorðnum einstaklingum í öðrum löndum. Laskað heilbrigðiskerfi Tveir einstaklingar sóttu um Spinraza í lok árs 2019 og fengu synjun í janúar 2020 „þar sem gagnreyndar upplýsingar skortir um árangur lyfsins hjá sjúklingum eldri en 18 ára auk þess sem að ekki er greiðsluþátttaka fyrir sjúklinga eldri en 18 ára á Norðurlöndunum.“ Fram kemur í synjun að ákvörðun byggi á gagnsemi lyfsins, kostnaði við greiðsluþátttöku í því og samanburði í viðmiðunarlöndum. Það hefur verið ómögulegt að kæra niðurstöðuna þar sem mörg okkar sem erum með SMA höfum ekki aðgang að taugalæknum og ekki er hægt að sækja um lyfin Spinraza eða Evrysdi nema í gegnum taugalækni. Þau okkar sem þó hafa taugalækna, hafa ekki stuðning síns læknis til þess að sækja um lyfið að nýju. Teljum við að niðurstaða íslenskra stjórnvalda sé ekki byggð á vísindalegum rökum þar sem rannsóknir sýna fram á að lyfið gagnist fullorðnum einstaklingum með SMA og er m.a. gefið í Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Spáni o.fl. löndum sem við berum okkur saman við. The Lancet Neurology, virt læknatímarit, birti grein í apríl 2020 þar sem niðurstöður úr rannsókn á notkun Spinraza á fullorðnu fólki voru birtar. Niðurstöðurnar sýndu að lyfið væri öruggt og áhrifaríkt. Það bætti hreyfifærni óháð aldri einstaklinganna. Þessi rannsókn styður því notkun á lyfinu (Lancet Neurology. 2020. Nusinersen in adults with 5q spinal muscular atrophy: a non-interventional, multicentre, observational cohort study). 18 ára og hvað svo? Við erum ellefu sem fáum ekki lyf við SMA vegna þess að við vorum orðin 18 ára gömul þegar lyfið var loksins samþykkt á Íslandi. Sá yngsti var þá aðeins 18 ára og 10 mánaða. Allir sem voru yngri en 18 ára þegar Spinraza var samþykkt munu halda áfram að fá lyf ævina á enda. Þannig er dæmi um einstakling sem var yngri en 18 ára þegar lyfið var samþykkt, sem er í dag 21 árs og fær lyfið. Þannig munar aðeins þremur árum á tveimur einstaklingum með SMA á Íslandi, en annar fær lyf ævina á enda en hinn ekki, að óbreyttu. Að kasta krónum (og lífsgæðum) fyrir aura Á meðan við sem erum með SMA fáum ekki lyf fer okkur aftur. Sum okkar nota hjálpartæki á borð við hjólastóla, öndunarvélar og sondu og höfum stuðningsþörf í daglegu lífi til þess að auka lífsgæði okkar. Á meðan sjúkdómurinn versnar eykst þörf fyrir inngrip með hjálpartækjum, aukinni aðstoð og heilbrigðisþjónustu sem allt kostar skattgreiðendur mikla peninga. Þannig er líklegt að einhverjir sem ekki nota t.d. öndunarvélar í dag muni þurfa þær seinna meir ef hrörnunin heldur áfram án lyfjameðferðar. Þar fyrir utan erum við einstaklingar, og skattgreiðendur, sem eigum rétt á að lifa mannsæmandi lífi með reisn og njóta lífsins með fjölskyldum okkar, mökum, börnum og barnabörnum. Við vinnum og stundum nám og tökum virkan þátt í samfélaginu og við viljum halda því áfram. Við teljum að í þessu máli sé lítið gert úr þeim þætti að góðar líkur séu á að lyfið geti hægt á hrörnuninni eða stöðvað hana. Aukinn styrkur eða færni væri þá í raun fram úr væntingum. Hver einasti mánuður sem við þurfum að bíða skiptir máli því framþróun sjúkdómsins heldur áfram dag frá degi, og því liggur á að fá lyfin samþykkt svo núverandi geta og kraftar haldist. Eru allir jafnir fyrir lögum? Samkvæmt stjórnarskrá skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda og öllum, sem þess þurfa, tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika. Um réttindi sjúklinga gilda lög nr. 74/1997. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. þeirra á sjúklingur rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Um heilbrigðisþjónustu gilda lög nr. 40/2007. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. er markmið þeirra að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. Fólk með SMA nýtur ekki fullnægjandi heilbrigðisþjónustu í dag. Noregur endurskoðar ákvörðun sína Þann 10. apríl 2023 bárust fréttir frá Noregi um að stjórnvöld þar í landi hafi breytt skilyrðum fyrir lyfjagjöf við SMA og leyfa einstaklingum eldri en 18 ára að fá lyfið Spinraza frá 15. maí og er einnig til skoðunar að leyfa Evrysdi. Þetta gefur íslenskum stjórnvöldum brýna ástæðu til að endurskoða ákvörðun sína. Við skorum á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að ákvörðunin verði endurskoðuð! Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir, 28 ára, viðskiptafræðingur. Guðrún Nanna Egilsdóttir, 28 ára, meistaranemi í næringarfræði, unnusta og hundamamma. Einar Sveinn Þórarinsson, 62 ára, vélstjóri og pabbi. Hallgrímur Eymundsson, 44 ára, tæknistjóri hugbúnaðarþróunar hjá Reykjavíkurborg. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, 29 ára, listfræðingur, doktorsnemi og mamma. Ísak Sigurðsson, þriggja barna faðir og hugbúnaðarsérfræðingur hjá Festi. Kristín Jónsdóttir, 29 ára, viðskiptafræðingur. Kristjana Margrét Harðardóttir, 46 ára, viðskiptafræðingur. Ragnar Þór Valgeirsson, 31 árs, stofnandi og tæknistjóri Hopp ehf. Sigrún Jensdóttir, 57 ára, mamma, amma og lesblinduráðgjafi. Þorsteinn Sturla Gunnarsson, 23 ára, leikstjóri og handritshöfundur.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun