Tærður geymir olli sprengingunni í Álfheimum Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2023 14:57 Frá vettvangi við þjónustustöð Olís við Álfheima í Reykjavík í febrúar. Vísir/Vilhelm Þrýstigeymirinn sem sprakk í bíl sem lagt var á þjónuststöð Olís við Álfheima í febrúar síðastliðnum var verulega tærður og orsakaði það skert þrýstingsþol. Ökumaðurinn bílsins kastaðist frá bílnum þegar sprengingin varð við áfyllingu metaneldsneytis, tvö önnur ökutæki skemmdust einnig og tveir hlutu áverka. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Mikla athygli vakti þegar gríðarmikil sprenging varð á stöð Olís á þriðja tímanum þann 13. febrúar síðastliðinn - sprenging sem heyrðist víða um borg. Í skýrslunni segir að um hafi verið að ræða tvíorkubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser 150, sem bæði var knúinn dísel og metan. Bíllinn var nýskráður árið 2011. Fram kemur að bíllinn hafi verið útbúinn tveimur þrýstigeymum sem festir höfðu verið undir bílinn að aftanverðu þar sem varahjólbarði sé að öllu jöfnu geymdur. Hafði hann verið fjarlægður til þess að koma geymunum fyrir og voru þeir óvarðir fyrir ágangi vatns og óhreininda sem slettust frá hjólbörðum í akstri og söfnuðust ofan á þrýstigeymana. Myndin sýnir Cruiserinn þegar sprengingin varð í þrýstigeymi undir bílnum. Myndin er tekin úr öryggismyndavél. RNSA „Einni mínútu og 10 sekúndum eftir að dæling metansins hófst varð mikil sprenging. Bifreiðin lyftist upp að aftan og ökumaðurinn, sem stóð við vinstra afturhorn hennar, kastaðist aftur á bak. Bifreiðin stórskemmdist í sprengingunni, gólfið í farangursrými rifnaði upp og geymirinn sem sprakk losnaði úr festingum sínum. Tvær aðrar bifreiðar skemmdust einnig. Mikil mildi var að enginn sat inni í bifreiðinni og að ökumaðurinn og annað fólk sem var nálægt slasaðist ekki alvarlega. Metan er geymt undir þrýstingi í gasformi. Rannsókn leiddi í ljós að fremri þrýstigeymirinn rifnaði upp, skyndilegt þrýstingsfall varð og gas þeyttist út í andrúmsloftið. Enginn eldur varð í sprengingunni en gasið þarf að vera mjög heitt til þess að það kvikni í því við andrúmsloftsþrýsting (yfir 580°C) og er því ólíklegra að það kvikni í því en öðru eldsneyti,“ segir um slysið. Ekki framleiddur með metanbúnaði Um bílinn segir að hann hafi ekki verið framleiddur með metanbúnaði heldur hafi búnaðurinn verið settur í eftir á, áður en bíllinn hafi verið fluttur til landsins. Bíllinn hafi verið færður til aðalskoðunar í apríl 2022 og þá ekki hlotið neina athugasemd. Hann hafi því verið með gilda skoðun þegar sprengingin varð. „Í skoðunarhandbók ökutækja er gerð krafa um að hægt sé að lesa í merkingar á tilvísun í staðal sem geymarnir eiga að vera framleiddir eftir og upplýsingar um gildistíma. Að mati nefndarinnar eru verulegar líkur á að merkingarnar hafi verið ólæsilegar við síðustu skoðun.“ Að neðan má sjá myndir frá vettvangi í Álfheimum þann 13. febrúar. Verulega tærður og skilaboð til Samgöngustofu Það er mat nefndarinnar að rekja megi sprenginguna til þess að þrýstigeymirinn sem sprakk hafi verið verulega tærður og að það hafi orsakað skert þrýstingsþol. Viðhaldi eldsneytiskerfisins var ábótavant og þá hafi hálkuvarnarefni hraðað tæringu þrýstigeymisins. Í skýrslunni beinir rannsóknarnefndin þeirri tillögu til Samgöngustofu að yfirfara skoðunarhandbók ökutækja og verklag á skoðunarstofum við skoðun á þrýstigeymum ökutækja. Jafnframt að upplýsa eigendur slíkra ökutækja um þessa hættu. Mynd af geyminum sem sprakk, rifa kom upp langsum eftir honum þar sem hann var mest tærður.RNSA Nefndin segir að um mikilvæga öryggisráðstöfun sé að ræða og því ekki er hægt að útiloka að í umferð séu bílar með þrýstigeyma sem eru orðnir tærðir þannig að hætta sé á samskonar sprengingu. „Af þeim sökum er mikilvægt að yfirfara reglulega eldsneytiskerfi allra bifreiða sem búnar eru þrýstigeymum og skipta um búnað sem er úr sér genginn. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu eru 2.267 ökutæki í umferð sem skráð eru með metan sem orkugjafa í ökutækjaskrá. Að mati RNSA er mikilvægt, að allir eigendur ökutækja sem búin eru metanþrýstigeymum verði upplýstir um þessa hættu,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Reykjavík Samgönguslys Vistvænir bílar Bílar Tengdar fréttir Ómeiddir eftir sprenginguna: Starfsfólki boðin áfallahjálp Tveir aðilar sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir sprengingu í metankút bifreiðar við Olís í gær eru ekki slasaðir, að sögn framkvæmdastjóra Olís. Hann segist skilja vel að atvikið veki upp viðrögð og áhyggjur hjá eigendum metanbíla. 14. febrúar 2023 11:32 Annar tankurinn sprakk og minnti á jarðskjálfta Sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Þar sem sprengingin er ekki talin tengjast dælunni og bensínstöðinni hefur vinnueftirlitið ekki lengur aðkomu að rannsókn málsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 14. febrúar 2023 09:16 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Mikla athygli vakti þegar gríðarmikil sprenging varð á stöð Olís á þriðja tímanum þann 13. febrúar síðastliðinn - sprenging sem heyrðist víða um borg. Í skýrslunni segir að um hafi verið að ræða tvíorkubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser 150, sem bæði var knúinn dísel og metan. Bíllinn var nýskráður árið 2011. Fram kemur að bíllinn hafi verið útbúinn tveimur þrýstigeymum sem festir höfðu verið undir bílinn að aftanverðu þar sem varahjólbarði sé að öllu jöfnu geymdur. Hafði hann verið fjarlægður til þess að koma geymunum fyrir og voru þeir óvarðir fyrir ágangi vatns og óhreininda sem slettust frá hjólbörðum í akstri og söfnuðust ofan á þrýstigeymana. Myndin sýnir Cruiserinn þegar sprengingin varð í þrýstigeymi undir bílnum. Myndin er tekin úr öryggismyndavél. RNSA „Einni mínútu og 10 sekúndum eftir að dæling metansins hófst varð mikil sprenging. Bifreiðin lyftist upp að aftan og ökumaðurinn, sem stóð við vinstra afturhorn hennar, kastaðist aftur á bak. Bifreiðin stórskemmdist í sprengingunni, gólfið í farangursrými rifnaði upp og geymirinn sem sprakk losnaði úr festingum sínum. Tvær aðrar bifreiðar skemmdust einnig. Mikil mildi var að enginn sat inni í bifreiðinni og að ökumaðurinn og annað fólk sem var nálægt slasaðist ekki alvarlega. Metan er geymt undir þrýstingi í gasformi. Rannsókn leiddi í ljós að fremri þrýstigeymirinn rifnaði upp, skyndilegt þrýstingsfall varð og gas þeyttist út í andrúmsloftið. Enginn eldur varð í sprengingunni en gasið þarf að vera mjög heitt til þess að það kvikni í því við andrúmsloftsþrýsting (yfir 580°C) og er því ólíklegra að það kvikni í því en öðru eldsneyti,“ segir um slysið. Ekki framleiddur með metanbúnaði Um bílinn segir að hann hafi ekki verið framleiddur með metanbúnaði heldur hafi búnaðurinn verið settur í eftir á, áður en bíllinn hafi verið fluttur til landsins. Bíllinn hafi verið færður til aðalskoðunar í apríl 2022 og þá ekki hlotið neina athugasemd. Hann hafi því verið með gilda skoðun þegar sprengingin varð. „Í skoðunarhandbók ökutækja er gerð krafa um að hægt sé að lesa í merkingar á tilvísun í staðal sem geymarnir eiga að vera framleiddir eftir og upplýsingar um gildistíma. Að mati nefndarinnar eru verulegar líkur á að merkingarnar hafi verið ólæsilegar við síðustu skoðun.“ Að neðan má sjá myndir frá vettvangi í Álfheimum þann 13. febrúar. Verulega tærður og skilaboð til Samgöngustofu Það er mat nefndarinnar að rekja megi sprenginguna til þess að þrýstigeymirinn sem sprakk hafi verið verulega tærður og að það hafi orsakað skert þrýstingsþol. Viðhaldi eldsneytiskerfisins var ábótavant og þá hafi hálkuvarnarefni hraðað tæringu þrýstigeymisins. Í skýrslunni beinir rannsóknarnefndin þeirri tillögu til Samgöngustofu að yfirfara skoðunarhandbók ökutækja og verklag á skoðunarstofum við skoðun á þrýstigeymum ökutækja. Jafnframt að upplýsa eigendur slíkra ökutækja um þessa hættu. Mynd af geyminum sem sprakk, rifa kom upp langsum eftir honum þar sem hann var mest tærður.RNSA Nefndin segir að um mikilvæga öryggisráðstöfun sé að ræða og því ekki er hægt að útiloka að í umferð séu bílar með þrýstigeyma sem eru orðnir tærðir þannig að hætta sé á samskonar sprengingu. „Af þeim sökum er mikilvægt að yfirfara reglulega eldsneytiskerfi allra bifreiða sem búnar eru þrýstigeymum og skipta um búnað sem er úr sér genginn. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu eru 2.267 ökutæki í umferð sem skráð eru með metan sem orkugjafa í ökutækjaskrá. Að mati RNSA er mikilvægt, að allir eigendur ökutækja sem búin eru metanþrýstigeymum verði upplýstir um þessa hættu,“ segir í skýrslu nefndarinnar.
Reykjavík Samgönguslys Vistvænir bílar Bílar Tengdar fréttir Ómeiddir eftir sprenginguna: Starfsfólki boðin áfallahjálp Tveir aðilar sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir sprengingu í metankút bifreiðar við Olís í gær eru ekki slasaðir, að sögn framkvæmdastjóra Olís. Hann segist skilja vel að atvikið veki upp viðrögð og áhyggjur hjá eigendum metanbíla. 14. febrúar 2023 11:32 Annar tankurinn sprakk og minnti á jarðskjálfta Sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Þar sem sprengingin er ekki talin tengjast dælunni og bensínstöðinni hefur vinnueftirlitið ekki lengur aðkomu að rannsókn málsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 14. febrúar 2023 09:16 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Ómeiddir eftir sprenginguna: Starfsfólki boðin áfallahjálp Tveir aðilar sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir sprengingu í metankút bifreiðar við Olís í gær eru ekki slasaðir, að sögn framkvæmdastjóra Olís. Hann segist skilja vel að atvikið veki upp viðrögð og áhyggjur hjá eigendum metanbíla. 14. febrúar 2023 11:32
Annar tankurinn sprakk og minnti á jarðskjálfta Sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Þar sem sprengingin er ekki talin tengjast dælunni og bensínstöðinni hefur vinnueftirlitið ekki lengur aðkomu að rannsókn málsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 14. febrúar 2023 09:16