Síðast varð Hareide að segja nei við Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 07:30 Åge Hareide var orðinn samningsbundinn Rosenborg þegar KSÍ reyndi að fá hann til að taka við íslenska landsliðinu síðla árs 2020. Getty/Jurij Kodrun Åge Hareide segist hafa fengið tilboð um að verða landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta haustið 2020, áður en Arnar Þór Viðarsson var svo ráðinn, en orðið að hafna því. Hareide er nú að taka við íslenska landsliðinu af Arnari og samkvæmt norsku miðlunum NRK og VG verður hann kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Þessi 69 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt landsliðum Noregs og Danmörku, og unnið meistaratitla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, á þjálfaraferli sem spannar yfir þrjá áratugi. Hann var landsliðsþjálfari Danmerkur þar til samningur hans rann út sumarið 2020, og hafði liðið þá ekki tapað í 34 leikjum í röð undir hans stjórn. Var áhugasamur en samningsbundinn Í ágúst sama ár var Hareide svo ráðinn þjálfari Rosenborg í Noregi, í annað sinn á ferlinum, og sú ráðning varð til þess að hann gat ekki tekið við íslenska landsliðinu þegar það bauðst skömmu síðar. Guðni Bergsson var formaður KSÍ á þessum tíma og hann staðfesti skömmu eftir ráðningu Arnars að rætt hefði verið við Hareide ásamt fleiri erlendum og íslenskum þjálfurum, þar á meðal Lars Lagerbäck. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn,“ sagði Guðni í viðtali við Dr. Football í janúar 2021. Hareide sagðist í viðtali við VG í september 2021 hafa fengið tilboð um að taka við íslenska landsliðinu. Það hafi komið rétt eftir að hann hafði samþykkt að taka við Rosenborg, og aldrei hafi komið til greina að rifta strax samningi við norska félagið. Í sama viðtali kvaðst Hareide hættur í þjálfun en hann stóð ekki lengi við það því hann tók við sænska liðinu Malmö til bráðabirgða í nokkra mánuði á síðasta ári. Nú er hann hins vegar laus og liðugur og tilbúinn að stýra íslenska landsliðinu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur sagt að markmiðið hafi verið að finna reynslumikinn þjálfara í starf landsliðsþjálfara, eftir að Arnar var rekinn, og það virðist svo sannarlega hafa tekist. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða í undankeppni EM, á Laugardalsvelli. Sá fyrri er á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, gegn Slóvakíu og sá seinni gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal þremur dögum síðar. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Hareide er nú að taka við íslenska landsliðinu af Arnari og samkvæmt norsku miðlunum NRK og VG verður hann kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Þessi 69 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt landsliðum Noregs og Danmörku, og unnið meistaratitla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, á þjálfaraferli sem spannar yfir þrjá áratugi. Hann var landsliðsþjálfari Danmerkur þar til samningur hans rann út sumarið 2020, og hafði liðið þá ekki tapað í 34 leikjum í röð undir hans stjórn. Var áhugasamur en samningsbundinn Í ágúst sama ár var Hareide svo ráðinn þjálfari Rosenborg í Noregi, í annað sinn á ferlinum, og sú ráðning varð til þess að hann gat ekki tekið við íslenska landsliðinu þegar það bauðst skömmu síðar. Guðni Bergsson var formaður KSÍ á þessum tíma og hann staðfesti skömmu eftir ráðningu Arnars að rætt hefði verið við Hareide ásamt fleiri erlendum og íslenskum þjálfurum, þar á meðal Lars Lagerbäck. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn,“ sagði Guðni í viðtali við Dr. Football í janúar 2021. Hareide sagðist í viðtali við VG í september 2021 hafa fengið tilboð um að taka við íslenska landsliðinu. Það hafi komið rétt eftir að hann hafði samþykkt að taka við Rosenborg, og aldrei hafi komið til greina að rifta strax samningi við norska félagið. Í sama viðtali kvaðst Hareide hættur í þjálfun en hann stóð ekki lengi við það því hann tók við sænska liðinu Malmö til bráðabirgða í nokkra mánuði á síðasta ári. Nú er hann hins vegar laus og liðugur og tilbúinn að stýra íslenska landsliðinu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur sagt að markmiðið hafi verið að finna reynslumikinn þjálfara í starf landsliðsþjálfara, eftir að Arnar var rekinn, og það virðist svo sannarlega hafa tekist. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða í undankeppni EM, á Laugardalsvelli. Sá fyrri er á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, gegn Slóvakíu og sá seinni gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal þremur dögum síðar.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira