Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 11:28 Hleðslustöðin er rammgirt með steyptum stöplum og kanti. Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. Jón Gunnar Benjamínsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis sem er í hjólastól, benti á þetta á samfélagsmiðlum í gær og hefur færslan vakið nokkra athygli. „Það eru staurar á alla kanta og ómögulegt að nálgast hana, sama úr hvaða átt maður kemur,“ segir Jón Gunnar við Vísi. Hann segir þetta ekki í eina skiptið sem hann hefur séð hleðslustöð með slæmt aðgengi en þetta sé þó líklega svæsnasta dæmið. „Aðgengi að hleðslustöðvum er ekki vel gott, heilt á litið. Það mætti að minnsta kosti vera betra,“ segir hann. Hleðslustöðin umrædda við Glerártorg á Akureyri.Jón Gunnar Benjamínsson Einn af þremur bræðrum Jóns Gunnars, Bergur Þorri, er líka í hjólastól og hann gerði athugasemd við þessa tilteknu hleðslustöð fyrir þremur árum síðan. „Á þessum tíma hefur ekkert verið gert,“ segir Jón Gunnar. „Mér finnst vont að segja að þeim sé alveg sama en ég veit ekki hvað ég á að halda. Sjálfsagt hefur þetta verið hugsunarleysi í upphafi. Því miður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þetta sé sinnuleysi þegar búið er að benda á þetta.“ Gerðu samkomulag um aðgengi Það kann að skjóta skökku við að aðgengið sé svona slæmt í ljósi þess að þann 14. júní árið 2021 undirrituðu ON og Sjálfsbjörg samstarfssamning um aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON um allt land. Í tilkynningu ON við undirritunina kom fram að bílastæðin þyrftu að vera nægilega breið til þess að hjólastólanotendur komist auðveldlega í og úr bílnum. Stæðin þurfi að vera merkt og gjarnan staðsett eins nálægt áfangastað og hægt sé. „Mikilvægt er að tryggja að árekstursvarnir og háir kantsteinar án fláa hefti ekki aðgengi að hleðslunum,“ sagði þar. Við undirritun samkomulags ON og Sjálfsbjargar.ON Bergur Þorri var þá formaður Sjálfsbjargar en er nú formaður málefnahóps um aðgengi hjá Öryrkjabandalaginu. „ON hafa gert ágæta hluti á mörgum stöðum, til dæmis á hleðslustöðinni á hringvegi 1 við Víðigerði,“ segir Bergur þorri aðspurður um efndir ON á þessu samkomulagi. „Þessi stöð hefur því miður orðið út undan. Ég skildi þetta samkomulag þannig að þessi stöð yrði einhvern tímann tekin í gegn og ég held að það sé kominn tími til þess. En það gerist mjög hægt.“ Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Jón Gunnar Benjamínsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis sem er í hjólastól, benti á þetta á samfélagsmiðlum í gær og hefur færslan vakið nokkra athygli. „Það eru staurar á alla kanta og ómögulegt að nálgast hana, sama úr hvaða átt maður kemur,“ segir Jón Gunnar við Vísi. Hann segir þetta ekki í eina skiptið sem hann hefur séð hleðslustöð með slæmt aðgengi en þetta sé þó líklega svæsnasta dæmið. „Aðgengi að hleðslustöðvum er ekki vel gott, heilt á litið. Það mætti að minnsta kosti vera betra,“ segir hann. Hleðslustöðin umrædda við Glerártorg á Akureyri.Jón Gunnar Benjamínsson Einn af þremur bræðrum Jóns Gunnars, Bergur Þorri, er líka í hjólastól og hann gerði athugasemd við þessa tilteknu hleðslustöð fyrir þremur árum síðan. „Á þessum tíma hefur ekkert verið gert,“ segir Jón Gunnar. „Mér finnst vont að segja að þeim sé alveg sama en ég veit ekki hvað ég á að halda. Sjálfsagt hefur þetta verið hugsunarleysi í upphafi. Því miður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þetta sé sinnuleysi þegar búið er að benda á þetta.“ Gerðu samkomulag um aðgengi Það kann að skjóta skökku við að aðgengið sé svona slæmt í ljósi þess að þann 14. júní árið 2021 undirrituðu ON og Sjálfsbjörg samstarfssamning um aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON um allt land. Í tilkynningu ON við undirritunina kom fram að bílastæðin þyrftu að vera nægilega breið til þess að hjólastólanotendur komist auðveldlega í og úr bílnum. Stæðin þurfi að vera merkt og gjarnan staðsett eins nálægt áfangastað og hægt sé. „Mikilvægt er að tryggja að árekstursvarnir og háir kantsteinar án fláa hefti ekki aðgengi að hleðslunum,“ sagði þar. Við undirritun samkomulags ON og Sjálfsbjargar.ON Bergur Þorri var þá formaður Sjálfsbjargar en er nú formaður málefnahóps um aðgengi hjá Öryrkjabandalaginu. „ON hafa gert ágæta hluti á mörgum stöðum, til dæmis á hleðslustöðinni á hringvegi 1 við Víðigerði,“ segir Bergur þorri aðspurður um efndir ON á þessu samkomulagi. „Þessi stöð hefur því miður orðið út undan. Ég skildi þetta samkomulag þannig að þessi stöð yrði einhvern tímann tekin í gegn og ég held að það sé kominn tími til þess. En það gerist mjög hægt.“
Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira