„Þetta er bara vitleysa finnst mér“ Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 10:47 Fiskikóngurinn svarar gagnrýninni sem starfsauglýsing hans fékk. Vísir/Vilhelm Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, auglýsti starf í gær þar sem óskað var eftir því að fá karlkyns manneskju í starfið. Auglýsingin uppskar töluverða gagnrýni sem Kristján furðar sig á en hann útskýrir hvers vegna hann auglýsti starfið með þessum hætti. „Þetta er mjög líkamlegt starf sem krefst þess að bera þunga hluti allan daginn,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir það ekki vera á færi hvers sem er að sinna þessu starfi og að hans reynsla sýni að það sé auðveldara að finna karlkyns starfsmann í verkið. Kristján segir að það séu að sjálfsögðu undantekningar á þessu, systir hans hafi til að mynda sinnt starfinu áður. Hann segir hana hafa náð því sökum þess hve sterkbyggð hún er. Þá segir hann að það séu litlar líkur á að finna aðra konu eins og systur sína og því hafi hann hvorki viljað eyða tíma sínum né annarra í það. Auglýsingin sem um ræðir.Skjáskot Að mati Kristjáns er konur almennt betri en karlmenn í öðrum störfum innan geirans. „Konur eru til dæmis miklu betri í að beinhreinsa en karlmenn, þær eru yfirleitt vandvirkari. Karlar eru svo oftast betri í að flaka,“ segir hann. „Fyrirtæki eru ekkert án starfsfólks og starfsfólkið hefur enga vinnu ef það eru engin fyrirtæki. Þetta er samspil beggja aðila og menn þurfa bara að vinna saman og finna bestu lausnirnar í að finna hæft fólk í þau störf sem bjóðast.“ „Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján fylgdist með gagnrýninni sem spratt upp vegna auglýsingarinnar í gær og svaraði henni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Þetta er komið í svo mikið kjaftæði og væl að ég er hættur að botna í íslenskum lögum og reglum,“ segir hann í upphafi færslunnar. „Meira vælið, það er ekki einu sinni atvinnuleysi og fólk að eyða tíma sínum í að röfla yfir auglýsingu frá Fiskikónginum um starfskraft. Það er stríð í heiminum. Fólk að missa líf og limi, verðbólga og margir í vandræðum að greiða af lánum sínum. Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján segir að tímanum sé betur varið í annað en þetta: „Það þarf að hætta að eyða tímanum í vitleysu, ef þú ert að sækja um að fá kerfisfræðing í vinnu á maður þá að fara að auglýsa almennt? Þetta er bara vitleysa finnst mér.“ Vinnumarkaður Jafnréttismál Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
„Þetta er mjög líkamlegt starf sem krefst þess að bera þunga hluti allan daginn,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir það ekki vera á færi hvers sem er að sinna þessu starfi og að hans reynsla sýni að það sé auðveldara að finna karlkyns starfsmann í verkið. Kristján segir að það séu að sjálfsögðu undantekningar á þessu, systir hans hafi til að mynda sinnt starfinu áður. Hann segir hana hafa náð því sökum þess hve sterkbyggð hún er. Þá segir hann að það séu litlar líkur á að finna aðra konu eins og systur sína og því hafi hann hvorki viljað eyða tíma sínum né annarra í það. Auglýsingin sem um ræðir.Skjáskot Að mati Kristjáns er konur almennt betri en karlmenn í öðrum störfum innan geirans. „Konur eru til dæmis miklu betri í að beinhreinsa en karlmenn, þær eru yfirleitt vandvirkari. Karlar eru svo oftast betri í að flaka,“ segir hann. „Fyrirtæki eru ekkert án starfsfólks og starfsfólkið hefur enga vinnu ef það eru engin fyrirtæki. Þetta er samspil beggja aðila og menn þurfa bara að vinna saman og finna bestu lausnirnar í að finna hæft fólk í þau störf sem bjóðast.“ „Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján fylgdist með gagnrýninni sem spratt upp vegna auglýsingarinnar í gær og svaraði henni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Þetta er komið í svo mikið kjaftæði og væl að ég er hættur að botna í íslenskum lögum og reglum,“ segir hann í upphafi færslunnar. „Meira vælið, það er ekki einu sinni atvinnuleysi og fólk að eyða tíma sínum í að röfla yfir auglýsingu frá Fiskikónginum um starfskraft. Það er stríð í heiminum. Fólk að missa líf og limi, verðbólga og margir í vandræðum að greiða af lánum sínum. Er íslenska þjóðin að breytast í vælukjóa?“ Kristján segir að tímanum sé betur varið í annað en þetta: „Það þarf að hætta að eyða tímanum í vitleysu, ef þú ert að sækja um að fá kerfisfræðing í vinnu á maður þá að fara að auglýsa almennt? Þetta er bara vitleysa finnst mér.“
Vinnumarkaður Jafnréttismál Verslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira