Love & Death: Svik, harmur, ást og dauði Heiðar Sumarliðason skrifar 14. maí 2023 10:01 Elizabeth Olsen í Love & Death. Fyrir skemmstu komu fyrstu þættir af Love & Death, nýrri þáttröð HBO, inn á streymisþjónustu Sjónvarps Símans. Ég læt HBO-þætti aldrei framhjá mér fara, enda er hún sú sjónvarpsstöð/streymisveita sem oftast er hægt að treysta til að framleiða gæðaefni. Því hikaði ég ekki við að hefja áhorf. Love & Death byrjaði ágætlega en þegar fyrsti þáttur var um það bil hálfnaður byrjaði ég þó að upplifa einskonar deja-vu. Hafði ég séð þetta áður? Tvíburamyndir Það gerist oft að bandarísku kvikmyndaverin gera mjög svipaðar myndir og gefa út með stuttu millibili, þetta fyrirbæri hefur m.a.s. hlotið sitt eigið nafn: Twin movies Það er af nægu að taka í þessari tegund kvikmynda. Sumir muna sjálfsagt eftir loftsteinamyndakapphlaupinu milli Deep Impact og Armageddon, sem báðar komu út sumarið 1998 við töluverðar vinsældir. Minna vinsælar voru þó eldgosamyndirnar Volcano og Dante's Peak sem komu út árinu fyrr. Reyndar er hægt að halda upptalningu töluvert áfram. T.d. komu 1492: Conquest of Paradise og Christopher Columbus: The Discovery báðar út árið 1991 og fjölluðu um ferðalag Kólumbusar yfir Atlanthafið, sem og Tombstone og Wyatt Earp, um samnefndan laganna vörð, árið 1994. Það er því ekki nýtt að nálinni að Hollywood-fremleiðendur þvælist hver fyrir öðrum. Tvíburaþáttur Það er öllu sjaldgæfara að sjónvarpsstöðvar og streymisveitur leggi á sama tíma upp með þáttaraðir sem eru mjög líkar, en gerist þó. Hvað þá að þær fjalli um nákvæmlega sömu sannsögulegu atburðina. Hins vegar geta áhorfendur nú séð tvær míníseríur um nákvæmlega sama atburðinn. Er þá komin ástæða þess að mér þótti framvinda og persónur Love & Death kunnuglegar, hún fjallar um nákvæmlega sömu sannsögulegu atburði og önnur nýleg þáttaröð, Candy, sem kom út síðastliðið haust á Disney+. Hún skartaði Jessicu Biel í hlutverki bandarískrar húsmóður, Candy Montgomery, sem árið 1980 var ásökuð um að morðið eiginkonu ástmanns síns. Nú er það Elizabeth Olsen sem sér um að túlka Candy. Candy og Candy. Ég horfði á fyrstu tvo þætti Candy skömmu eftir frumsýningu þeirra. Ég velti fyrir mér að klára þáttaröðina og skrifa um. Eftir fyrsta þátt var ég handviss að svo myndi verða, hann var stórkostlegur. Aðra eins spennu hef ég ekki oft upplifað við sjónvarpsáhorf. Þáttur tvö var hins vegar það rólegur að mér satt best að segja leiddist. Á þessum tíma voru aðrir áhugaverðari þættir á dagskrá sem ég endaði á að skrifa frekar um. Candy varð því ein þeirra fjölmörgu þáttaraða sem ég hef smakkað á en látið frekara áhorf og skrif eiga sig. Leikgervið ekki aðlaðandi Ég hefði sennilega borið kennsl á tenginguna strax ef framleiðendur Love & Death hefðu farið alla leið með leikgervi aðalleikkonunnar Olsen, líkt og hjá greyið Jessicu Biel í Candy. Já, ég segi greyið, því hárgreiðsla Candy Montgomery var allt annað en aðlaðandi og þurfti Biel að bera þessar hræðilegu seventís krullur fyrirmyndarinnar. Hin raunverulega Candy og svo Disney Candy. Disney-fólk tók þá ákvörðun að ráða leikara sem líkjast fyrirmyndunum og reyna að hafa útlit þeirra sem nákvæmast. HBO fór aðra leið. Munurinn á aðalleikunum Love & Death og Candy er töluverður. Love & Death velur Elizabeth Olsen og Jessie Plemons til að túlka elskendurna ótrúu Candy og Allan Gore. Bæði hafa þau frekar mjúka og vinalega ásýnd, á meðan Candy og Allan úr Candy (Biel og Pablo Schreiber) eru bæði töluvert hvassari í útliti og túlkun. Ég upplifði að mig langi til að dvelja með Olsen og Plemons, á meðan hin tvö voru mun meira fráhrindandi. Plemons og Olsen. Það er ekki aðeins vinalegt yfirbragð leikaranna sem hjálpar Love & Death að vera betri þáttaröðin, heldur taka höfundar hennar betri ákvarðanir er varðar uppröðun atburða. Þar er byrjað á byrjun framvindunnar og áhorfendur fá að kynnast persónunum áður en nokkur glæpur, annar en framhjáhald, er framinn. Áhorfendur eru að sjálfsögðu meðvitaðir um að morð mun verða framið og að Candy muni fremja það, hins vegar uppliði ég, allt fram að gjörningnum sjálfum í þætti fjögur, að ég trúði því ekki upp á hana að hún væri fær um þetta. Hún var orðin eins og vinkona mín, sem Candy í meðförum Biel var aldrei. Candy-þættir Disney+ taka einnig feil í uppröðun tímalínunnar. Fyrsti þáttur hefst á dauða Betty Gore og öllu havaríinu í kringum hvarf hennar. Hann er ótrúlega spennandi og með því betra sem ég hef séð lengi, en er þó skammgóður vermir, því í samanburði virkar hið hægeldaða framhald þátta tvö og þrjú, sem ákveðin vonbrigði. Því má segja að Disney+Candy sé að einhverju leyti fórnarlamb eigin velgengni í byrjun og var sennilega ástæða þess að ég hætti áhorfi á sínum tíma. Höfundar Love & Death tóku hárrétta ákvörðun með að láta dauða Betty Gore bíða. Það er ekki fyrr en fjórða þætti sem hann ber að. Þeir hitta naglann beint á höfuðið með uppbyggingunni á meðan mér dettur helst í hug að líkja uppbyggingu Candy-þáttaraðarinnar við maraþonhlaupara sem sprengir sig á fyrstu 5 kílómetrunum og nær forystu, en sér svo hina hlauparana taka fram úr sér þegar á líður. Ég get þó ekki slegið botninn í þetta án þess að taka Elizabeth Olsen sérstaklega út fyrir sviga. Hún er hreint út sagt mögnuð í hlutverki sínu. Til að byrja með vakti hún mesta athygli fyrir að vera litla systir Olsen tvíburanna, Mary-Kate og Ashley, en hefur sýnt fram á að hún er svo mikið meira en það og ljáir Candy Montgomery hjarta og sál, sem ekki er á allra færi. Niðurstaða: Ef bera á saman þáttaraðirnar Love & Death og Candy hefur sú fyrrnefnda klárlega vinninginn vegna betur heppnaðrar hlutverkaskipunar, persónusköpunar og dramatúrgíu. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Love & Death byrjaði ágætlega en þegar fyrsti þáttur var um það bil hálfnaður byrjaði ég þó að upplifa einskonar deja-vu. Hafði ég séð þetta áður? Tvíburamyndir Það gerist oft að bandarísku kvikmyndaverin gera mjög svipaðar myndir og gefa út með stuttu millibili, þetta fyrirbæri hefur m.a.s. hlotið sitt eigið nafn: Twin movies Það er af nægu að taka í þessari tegund kvikmynda. Sumir muna sjálfsagt eftir loftsteinamyndakapphlaupinu milli Deep Impact og Armageddon, sem báðar komu út sumarið 1998 við töluverðar vinsældir. Minna vinsælar voru þó eldgosamyndirnar Volcano og Dante's Peak sem komu út árinu fyrr. Reyndar er hægt að halda upptalningu töluvert áfram. T.d. komu 1492: Conquest of Paradise og Christopher Columbus: The Discovery báðar út árið 1991 og fjölluðu um ferðalag Kólumbusar yfir Atlanthafið, sem og Tombstone og Wyatt Earp, um samnefndan laganna vörð, árið 1994. Það er því ekki nýtt að nálinni að Hollywood-fremleiðendur þvælist hver fyrir öðrum. Tvíburaþáttur Það er öllu sjaldgæfara að sjónvarpsstöðvar og streymisveitur leggi á sama tíma upp með þáttaraðir sem eru mjög líkar, en gerist þó. Hvað þá að þær fjalli um nákvæmlega sömu sannsögulegu atburðina. Hins vegar geta áhorfendur nú séð tvær míníseríur um nákvæmlega sama atburðinn. Er þá komin ástæða þess að mér þótti framvinda og persónur Love & Death kunnuglegar, hún fjallar um nákvæmlega sömu sannsögulegu atburði og önnur nýleg þáttaröð, Candy, sem kom út síðastliðið haust á Disney+. Hún skartaði Jessicu Biel í hlutverki bandarískrar húsmóður, Candy Montgomery, sem árið 1980 var ásökuð um að morðið eiginkonu ástmanns síns. Nú er það Elizabeth Olsen sem sér um að túlka Candy. Candy og Candy. Ég horfði á fyrstu tvo þætti Candy skömmu eftir frumsýningu þeirra. Ég velti fyrir mér að klára þáttaröðina og skrifa um. Eftir fyrsta þátt var ég handviss að svo myndi verða, hann var stórkostlegur. Aðra eins spennu hef ég ekki oft upplifað við sjónvarpsáhorf. Þáttur tvö var hins vegar það rólegur að mér satt best að segja leiddist. Á þessum tíma voru aðrir áhugaverðari þættir á dagskrá sem ég endaði á að skrifa frekar um. Candy varð því ein þeirra fjölmörgu þáttaraða sem ég hef smakkað á en látið frekara áhorf og skrif eiga sig. Leikgervið ekki aðlaðandi Ég hefði sennilega borið kennsl á tenginguna strax ef framleiðendur Love & Death hefðu farið alla leið með leikgervi aðalleikkonunnar Olsen, líkt og hjá greyið Jessicu Biel í Candy. Já, ég segi greyið, því hárgreiðsla Candy Montgomery var allt annað en aðlaðandi og þurfti Biel að bera þessar hræðilegu seventís krullur fyrirmyndarinnar. Hin raunverulega Candy og svo Disney Candy. Disney-fólk tók þá ákvörðun að ráða leikara sem líkjast fyrirmyndunum og reyna að hafa útlit þeirra sem nákvæmast. HBO fór aðra leið. Munurinn á aðalleikunum Love & Death og Candy er töluverður. Love & Death velur Elizabeth Olsen og Jessie Plemons til að túlka elskendurna ótrúu Candy og Allan Gore. Bæði hafa þau frekar mjúka og vinalega ásýnd, á meðan Candy og Allan úr Candy (Biel og Pablo Schreiber) eru bæði töluvert hvassari í útliti og túlkun. Ég upplifði að mig langi til að dvelja með Olsen og Plemons, á meðan hin tvö voru mun meira fráhrindandi. Plemons og Olsen. Það er ekki aðeins vinalegt yfirbragð leikaranna sem hjálpar Love & Death að vera betri þáttaröðin, heldur taka höfundar hennar betri ákvarðanir er varðar uppröðun atburða. Þar er byrjað á byrjun framvindunnar og áhorfendur fá að kynnast persónunum áður en nokkur glæpur, annar en framhjáhald, er framinn. Áhorfendur eru að sjálfsögðu meðvitaðir um að morð mun verða framið og að Candy muni fremja það, hins vegar uppliði ég, allt fram að gjörningnum sjálfum í þætti fjögur, að ég trúði því ekki upp á hana að hún væri fær um þetta. Hún var orðin eins og vinkona mín, sem Candy í meðförum Biel var aldrei. Candy-þættir Disney+ taka einnig feil í uppröðun tímalínunnar. Fyrsti þáttur hefst á dauða Betty Gore og öllu havaríinu í kringum hvarf hennar. Hann er ótrúlega spennandi og með því betra sem ég hef séð lengi, en er þó skammgóður vermir, því í samanburði virkar hið hægeldaða framhald þátta tvö og þrjú, sem ákveðin vonbrigði. Því má segja að Disney+Candy sé að einhverju leyti fórnarlamb eigin velgengni í byrjun og var sennilega ástæða þess að ég hætti áhorfi á sínum tíma. Höfundar Love & Death tóku hárrétta ákvörðun með að láta dauða Betty Gore bíða. Það er ekki fyrr en fjórða þætti sem hann ber að. Þeir hitta naglann beint á höfuðið með uppbyggingunni á meðan mér dettur helst í hug að líkja uppbyggingu Candy-þáttaraðarinnar við maraþonhlaupara sem sprengir sig á fyrstu 5 kílómetrunum og nær forystu, en sér svo hina hlauparana taka fram úr sér þegar á líður. Ég get þó ekki slegið botninn í þetta án þess að taka Elizabeth Olsen sérstaklega út fyrir sviga. Hún er hreint út sagt mögnuð í hlutverki sínu. Til að byrja með vakti hún mesta athygli fyrir að vera litla systir Olsen tvíburanna, Mary-Kate og Ashley, en hefur sýnt fram á að hún er svo mikið meira en það og ljáir Candy Montgomery hjarta og sál, sem ekki er á allra færi. Niðurstaða: Ef bera á saman þáttaraðirnar Love & Death og Candy hefur sú fyrrnefnda klárlega vinninginn vegna betur heppnaðrar hlutverkaskipunar, persónusköpunar og dramatúrgíu.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira