Bræðurnir Gústi B og Árni Beinteinn fara af stað með Kökukast Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. apríl 2023 18:00 Bræðurnir Gústi B og Árni Beinteinn fara af stað með bráðskemmtilega kökuskreytingarþætti þann 24. apríl næstkomandi. Sunna Björk Hákonardóttir Hinir stórskemmtilegu bræður Gústi B og Árni Beinteinn eru að fara af stað með glænýja þætti. Þættirnir nefnast Kökukast og hefja göngu sína hér á Vísi og á Stöð 2+ næstkomandi mánudag. Kökukast er kökuskreytingakeppni þar sem fjölskyldur keppast um að skreyta flottustu kökuna. Tveir eru saman í liði, einn fullorðinn og eitt barn. Þeir bræður dæma svo kökurnar með sérstakri aðstoð kökusérfræðingsins Evu Laufeyjar. Það lið sem dettur út endar svo með köku í andlitinu. „Þetta er náttúrulega alveg glæný og fersk hugmynd og við hlökkum til að sýna þjóðinni útkomuna 24. apríl,“ segir Árni Beinteinn í samtali við Vísi. Árni er leikari og sló meðal annars í gegn í hlutverki Benedikts búálfs í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á sýningunni. Fjölmiðlamaðurinn Gústi B vakti fyrst athygli sem TikTok stjarna en er í dag vinsæll útvarpsmaður á FM957. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum Kökukast. Völdu átta lið úr rúmlega hundrað umsóknum Í febrúar var opnað fyrir umsóknir í þættina. Áhuginn var mikill og bárust ríflega hundrað umsóknir. „Á tímabili gerðum við lítið annað en að skoða kynningarmyndbönd en með hjálp stórkostlegs teymis tókst okkur að velja átta frábær lið sem keppa í þáttunum,“ segir Gústi B í samtali við Vísi. Í Kökukasti keppast fjölskyldur um bestu kökuskreytinguna. Tapliðið fær svo köku í andlitið.Sunna Björk Hákonardóttir Fengu frábærar viðtökur á frumsýningunni Um helgina fór fram sérstök frumsýning á þáttunum í Laugarásbíói og segja þeir bræður viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum. „Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátir fyrir frábærar viðtökur. Það var skrýtið að horfa á sjálfan sig í svona stóru hlutverki á hvíta tjaldinu en á sama tíma bráðskemmtilegt. Bíósýningin staðfesti það sem okkur grunaði - að þetta er ótrúlega skemmtilegt efni,“ segir Gústi B. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá frumsýningunni. Úlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. Arnalds Kökukast Tengdar fréttir Hver skreytir flottustu kökuna? - Skráning í Kökukastið er hafin Skráning er hafin í skemmtilega fjölskyldukeppni Vísis og Stöð 2+. 21. febrúar 2023 10:15 Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Kökukast er kökuskreytingakeppni þar sem fjölskyldur keppast um að skreyta flottustu kökuna. Tveir eru saman í liði, einn fullorðinn og eitt barn. Þeir bræður dæma svo kökurnar með sérstakri aðstoð kökusérfræðingsins Evu Laufeyjar. Það lið sem dettur út endar svo með köku í andlitinu. „Þetta er náttúrulega alveg glæný og fersk hugmynd og við hlökkum til að sýna þjóðinni útkomuna 24. apríl,“ segir Árni Beinteinn í samtali við Vísi. Árni er leikari og sló meðal annars í gegn í hlutverki Benedikts búálfs í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á sýningunni. Fjölmiðlamaðurinn Gústi B vakti fyrst athygli sem TikTok stjarna en er í dag vinsæll útvarpsmaður á FM957. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum Kökukast. Völdu átta lið úr rúmlega hundrað umsóknum Í febrúar var opnað fyrir umsóknir í þættina. Áhuginn var mikill og bárust ríflega hundrað umsóknir. „Á tímabili gerðum við lítið annað en að skoða kynningarmyndbönd en með hjálp stórkostlegs teymis tókst okkur að velja átta frábær lið sem keppa í þáttunum,“ segir Gústi B í samtali við Vísi. Í Kökukasti keppast fjölskyldur um bestu kökuskreytinguna. Tapliðið fær svo köku í andlitið.Sunna Björk Hákonardóttir Fengu frábærar viðtökur á frumsýningunni Um helgina fór fram sérstök frumsýning á þáttunum í Laugarásbíói og segja þeir bræður viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum. „Við erum fyrst og fremst gríðarlega þakklátir fyrir frábærar viðtökur. Það var skrýtið að horfa á sjálfan sig í svona stóru hlutverki á hvíta tjaldinu en á sama tíma bráðskemmtilegt. Bíósýningin staðfesti það sem okkur grunaði - að þetta er ótrúlega skemmtilegt efni,“ segir Gústi B. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá frumsýningunni. Úlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. ArnaldsÚlfur E. Arnalds
Kökukast Tengdar fréttir Hver skreytir flottustu kökuna? - Skráning í Kökukastið er hafin Skráning er hafin í skemmtilega fjölskyldukeppni Vísis og Stöð 2+. 21. febrúar 2023 10:15 Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Hver skreytir flottustu kökuna? - Skráning í Kökukastið er hafin Skráning er hafin í skemmtilega fjölskyldukeppni Vísis og Stöð 2+. 21. febrúar 2023 10:15