Snorri Steinn gæti spilað í kvöld: „Ég er í fínu formi“ Sindri Sverrisson og Valur Páll Eiríksson skrifa 19. apríl 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson á æfingu Vals. Mögulegt er að hann spili í kvöld eftir langt hlé. VÍSIR/VILHELM Tímabilið er undir hjá Íslandsmeisturum Vals í kvöld þegar þeir mæta Haukum öðru sinni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson verður mögulega með í leiknum vegna meiðsla í herbúðum Vals. Snorri Steinn var ráðinn spilandi þjálfari Vals árið 2017 en lagði skóna svo á hilluna ári síðar og einbeitti sér að þjálfun liðsins. Árið 2016 hafði hann lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa leikið lykilhlutverk í bláu treyjunni um langt árabil. En þó að tæp fimm ár séu liðin síðan að Snorri spilaði síðast handbolta í efstu deild þá er ekki útilokað að hann taki fram skóna á Ásvöllum í kvöld, vegna mikilla forfalla hjá Valsmönnum. Þessi 41 árs gamli þjálfari hefur tekið þátt í æfingum Vals í vikunni og staðfesti við Bylgjuna í dag að hann yrði á skýrslu ef að Tryggvi Garðar Jónsson næði ekki að jafna sig fyrir leik. „Ekki viss um að ég geri mikið gagn“ „Ég er að bíða eftir skilaboðum frá Tryggva. Hann er búinn að vera rúmlega fárveikur og hefur ekkert getað æft með okkur. Þetta er svona spurning hvort Tryggvi eða ég verði í hóp. Þú mátt giska á hvort ég vil,“ sagði Snorri. „Ef Tryggvi er ekki með í kvöld þá er ég í hóp. Staðfest. Nú er bara allt undir og ef illa fer þá er ekkert á morgun. Menn vilja bara fórna sér eins langt og það nær,“ sagði Snorri. Svo að meira að segja þjáflarinn er til í að fórna sér? „Það er af illri nauðsyn, ég er nú ekki viss um að ég geri mikið gagn. Við verðum allavega að fylla skýrsluna.“ En í hvernig ástandi er Snorri og hvenær spilaði hann síðast? „Ætli ég hafi ekki dottið út fyrir Bjögga og Haukum síðast, einmitt í átta liða úrslitum. Það eru einhver fjögur, fimm ár síðan. Ég hef ekki æft neitt síðan og hef ekki saknað þess neitt, svona ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er klárlega ekkert eitthvað sem við viljum, bara langt í frá. En ég er nú í fínu formi. Ég er duglegur að æfa en ég hef ekkert æft handbolta.“ Valsmenn í sumarfrí ef þeir tapa Valsmenn eru með bakið uppi við vegg eftir 24-22 tap gegn Haukum á heimavelli á sunnudaginn. Eftir dapurt gengi að undanförnu small vörn liðsins saman í þeim leik og Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í markinu en það dugði ekki til gegn Haukum, sem geta orðið fyrsta liðið sem endar í 8. sæti en nær að slá út deildarmeistara. Magnús Óli Magnússon, besti sóknarmaður Vals, fór af velli meiddur í ökkla í leiknum á sunnudag og bættist á langan lista Valsara yfir meidda lykilmenn. Nýjasti landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia, gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla, né heldur Tryggvi Garðar, og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Róbert Aron Hostert spila varla aftur fyrr en í haust vegna meiðsla. Snorri bindur þó vonir við að Stiven yrði með í leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Vinni Haukar komast þeir áfram í undanúrslit en vinni Valur mætast liðin í oddaleik á Hlíðarenda á laugardaginn. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira
Snorri Steinn var ráðinn spilandi þjálfari Vals árið 2017 en lagði skóna svo á hilluna ári síðar og einbeitti sér að þjálfun liðsins. Árið 2016 hafði hann lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa leikið lykilhlutverk í bláu treyjunni um langt árabil. En þó að tæp fimm ár séu liðin síðan að Snorri spilaði síðast handbolta í efstu deild þá er ekki útilokað að hann taki fram skóna á Ásvöllum í kvöld, vegna mikilla forfalla hjá Valsmönnum. Þessi 41 árs gamli þjálfari hefur tekið þátt í æfingum Vals í vikunni og staðfesti við Bylgjuna í dag að hann yrði á skýrslu ef að Tryggvi Garðar Jónsson næði ekki að jafna sig fyrir leik. „Ekki viss um að ég geri mikið gagn“ „Ég er að bíða eftir skilaboðum frá Tryggva. Hann er búinn að vera rúmlega fárveikur og hefur ekkert getað æft með okkur. Þetta er svona spurning hvort Tryggvi eða ég verði í hóp. Þú mátt giska á hvort ég vil,“ sagði Snorri. „Ef Tryggvi er ekki með í kvöld þá er ég í hóp. Staðfest. Nú er bara allt undir og ef illa fer þá er ekkert á morgun. Menn vilja bara fórna sér eins langt og það nær,“ sagði Snorri. Svo að meira að segja þjáflarinn er til í að fórna sér? „Það er af illri nauðsyn, ég er nú ekki viss um að ég geri mikið gagn. Við verðum allavega að fylla skýrsluna.“ En í hvernig ástandi er Snorri og hvenær spilaði hann síðast? „Ætli ég hafi ekki dottið út fyrir Bjögga og Haukum síðast, einmitt í átta liða úrslitum. Það eru einhver fjögur, fimm ár síðan. Ég hef ekki æft neitt síðan og hef ekki saknað þess neitt, svona ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þetta er klárlega ekkert eitthvað sem við viljum, bara langt í frá. En ég er nú í fínu formi. Ég er duglegur að æfa en ég hef ekkert æft handbolta.“ Valsmenn í sumarfrí ef þeir tapa Valsmenn eru með bakið uppi við vegg eftir 24-22 tap gegn Haukum á heimavelli á sunnudaginn. Eftir dapurt gengi að undanförnu small vörn liðsins saman í þeim leik og Björgvin Páll Gústavsson átti mjög góðan leik í markinu en það dugði ekki til gegn Haukum, sem geta orðið fyrsta liðið sem endar í 8. sæti en nær að slá út deildarmeistara. Magnús Óli Magnússon, besti sóknarmaður Vals, fór af velli meiddur í ökkla í leiknum á sunnudag og bættist á langan lista Valsara yfir meidda lykilmenn. Nýjasti landsliðsmaðurinn, Stiven Tobar Valencia, gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla, né heldur Tryggvi Garðar, og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Róbert Aron Hostert spila varla aftur fyrr en í haust vegna meiðsla. Snorri bindur þó vonir við að Stiven yrði með í leiknum í kvöld. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Vinni Haukar komast þeir áfram í undanúrslit en vinni Valur mætast liðin í oddaleik á Hlíðarenda á laugardaginn.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira