Borgarráð samþykkti hækkun hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. apríl 2023 16:10 Frá fundi borgarráðs. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti í dag heimild til hækkunar hlutafjár Ljósleiðarans ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Hækkunin nemur allt að 3.250.000.000 (þrjá milljarða og tvöhundruð og fimmtíu milljónir króna) að nafnverði, það er 33,33 prósent af heildarhlutafé félagsins, eða þannig að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu verði aldrei minni en 66,67 prósent af heildarhlutafé Ljósleiðarans ehf. Segir í tilkynningunni að málið fari til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn. Fjárhæðin taki mið af ítarlegri sviðsmyndagreiningu og áhættumati sem lagt var fyrir rýnihóp borgarráðs. „Jafnframt var samþykkt að aðferðarfræði og umbúnaður við útgáfu nýs hlutafjár yrði undirbúinn á ábyrgð Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnar hennar og að borgarráði yrðu kynnt áformin. Stjórn Ljósleiðarans ehf. verður veitt heimild til að ákvarða útboðsgengi og greiðslukjör hinna nýju hluta og í hvaða áföngum heimildin verður nýtt.“ Samþykktin sé bundin því skilyrði að andvirði nýs hlutafjár í Ljósleiðaranum ehf. verði nýtt til að greiða niður skuldir Ljósleiðarans ehf. og styrkja stöðu félagsins á samkeppnismarkaði. Segir í tilkynningunni að jafnframt skuli Ljósleiðarinn ehf. leggja nýtt mat á og forgangsraða fjárfestingaráformum út frá greiningu á kostnaði þeirra, ábata og áhættu. Loks var samþykkt að heimild þessi til hlutafjárhækkunar fellur niður 31. desember 2024 að því marki sem hún er þá enn ónýtt. OR áfram meirihlutaeigandi Í tilkynningu borgarinnar segir að Ljósleiðarinn ehf. sé vel rekið öflugt fyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem starfi í harðri samkeppni. „Tækniframfarir síðastliðinna ára hafa að mati stjórnenda gjörbreytt markaðnum, nýtt og þétt 5G farsímakerfi gerir kröfu um öfluga innviði sem kallar á aukið fjármagn.“ Í tillögu borgarstjóra, sem borgarráð samþykkti í dag, segir að nýjar aðstæður á markaði eftir sölu Símans hf. á Mílu hf. hafi útheimt viðbrögð af hálfu Ljósleiðarans ehf. og endurnýjun á samningum við stærstu viðskiptavini fyrirtækisins. Niðurstaða sviðsmyndagreiningar sé að aukið hlutafé félagsins sé æskilegt og allt að því óhjákvæmilegt við núverandi aðstæður og það sé í góðu samræmi við langtímamarkmið Reykjavíkurborgar að baki fjármögnun og rekstri Ljósleiðarans ehf. Þar sem lagaleg áhætta hamli því að Orkuveita Reykjavíkur geti ein staðið fjárhagslega að baki hækkun hlutafjár þurfi að sækja aukið hlutafé á almennan markað. Orkuveita Reykjavíkur verði þó áfram eigandi meirihluta hlutafjár í Ljósleiðaranum ehf. Þá segir í tillögunni að ítarlegt áhættumat fjármála- og áhættustýringarsviðs bendi til þess að þessi hækkun hlutafjár nægi til að Ljósleiðarinn ehf. nái markmiðum sínum. Leiði ytri aðstæður eða aðrir atburðir til þess að óska þurfi frekari hækkunar á hlutafé félagsins að nýju telji Reykjavíkurborg rétt að þá komi fyrst til skoðunar að Orkuveita Reykjavíkur, sem stærsti eigandi Ljósleiðarans ehf., leggi til fjármagn. Reykjavík Borgarstjórn Fjarskipti Tengdar fréttir Stjórn OR segir brýnt að hrinda söluferli Ljósleiðarans af stað Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir brýnt að hefja samskipti við Fjarskiptastofu svo að afla megi heimildar til þess að auka hlutafé hjá dótturfélaginu Ljósleiðaranum. Stjórnin bendir á að ferlið sé tímafrekt og aðstæður á fjármálamörkuðum krefjandi. 18. apríl 2023 07:13 Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17. apríl 2023 13:35 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hækkunin nemur allt að 3.250.000.000 (þrjá milljarða og tvöhundruð og fimmtíu milljónir króna) að nafnverði, það er 33,33 prósent af heildarhlutafé félagsins, eða þannig að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu verði aldrei minni en 66,67 prósent af heildarhlutafé Ljósleiðarans ehf. Segir í tilkynningunni að málið fari til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn. Fjárhæðin taki mið af ítarlegri sviðsmyndagreiningu og áhættumati sem lagt var fyrir rýnihóp borgarráðs. „Jafnframt var samþykkt að aðferðarfræði og umbúnaður við útgáfu nýs hlutafjár yrði undirbúinn á ábyrgð Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnar hennar og að borgarráði yrðu kynnt áformin. Stjórn Ljósleiðarans ehf. verður veitt heimild til að ákvarða útboðsgengi og greiðslukjör hinna nýju hluta og í hvaða áföngum heimildin verður nýtt.“ Samþykktin sé bundin því skilyrði að andvirði nýs hlutafjár í Ljósleiðaranum ehf. verði nýtt til að greiða niður skuldir Ljósleiðarans ehf. og styrkja stöðu félagsins á samkeppnismarkaði. Segir í tilkynningunni að jafnframt skuli Ljósleiðarinn ehf. leggja nýtt mat á og forgangsraða fjárfestingaráformum út frá greiningu á kostnaði þeirra, ábata og áhættu. Loks var samþykkt að heimild þessi til hlutafjárhækkunar fellur niður 31. desember 2024 að því marki sem hún er þá enn ónýtt. OR áfram meirihlutaeigandi Í tilkynningu borgarinnar segir að Ljósleiðarinn ehf. sé vel rekið öflugt fyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem starfi í harðri samkeppni. „Tækniframfarir síðastliðinna ára hafa að mati stjórnenda gjörbreytt markaðnum, nýtt og þétt 5G farsímakerfi gerir kröfu um öfluga innviði sem kallar á aukið fjármagn.“ Í tillögu borgarstjóra, sem borgarráð samþykkti í dag, segir að nýjar aðstæður á markaði eftir sölu Símans hf. á Mílu hf. hafi útheimt viðbrögð af hálfu Ljósleiðarans ehf. og endurnýjun á samningum við stærstu viðskiptavini fyrirtækisins. Niðurstaða sviðsmyndagreiningar sé að aukið hlutafé félagsins sé æskilegt og allt að því óhjákvæmilegt við núverandi aðstæður og það sé í góðu samræmi við langtímamarkmið Reykjavíkurborgar að baki fjármögnun og rekstri Ljósleiðarans ehf. Þar sem lagaleg áhætta hamli því að Orkuveita Reykjavíkur geti ein staðið fjárhagslega að baki hækkun hlutafjár þurfi að sækja aukið hlutafé á almennan markað. Orkuveita Reykjavíkur verði þó áfram eigandi meirihluta hlutafjár í Ljósleiðaranum ehf. Þá segir í tillögunni að ítarlegt áhættumat fjármála- og áhættustýringarsviðs bendi til þess að þessi hækkun hlutafjár nægi til að Ljósleiðarinn ehf. nái markmiðum sínum. Leiði ytri aðstæður eða aðrir atburðir til þess að óska þurfi frekari hækkunar á hlutafé félagsins að nýju telji Reykjavíkurborg rétt að þá komi fyrst til skoðunar að Orkuveita Reykjavíkur, sem stærsti eigandi Ljósleiðarans ehf., leggi til fjármagn.
Reykjavík Borgarstjórn Fjarskipti Tengdar fréttir Stjórn OR segir brýnt að hrinda söluferli Ljósleiðarans af stað Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir brýnt að hefja samskipti við Fjarskiptastofu svo að afla megi heimildar til þess að auka hlutafé hjá dótturfélaginu Ljósleiðaranum. Stjórnin bendir á að ferlið sé tímafrekt og aðstæður á fjármálamörkuðum krefjandi. 18. apríl 2023 07:13 Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17. apríl 2023 13:35 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Stjórn OR segir brýnt að hrinda söluferli Ljósleiðarans af stað Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir brýnt að hefja samskipti við Fjarskiptastofu svo að afla megi heimildar til þess að auka hlutafé hjá dótturfélaginu Ljósleiðaranum. Stjórnin bendir á að ferlið sé tímafrekt og aðstæður á fjármálamörkuðum krefjandi. 18. apríl 2023 07:13
Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17. apríl 2023 13:35