Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór – Stjarnan 34-18 | Stjörnunni kafsiglt fyrir norðan Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. apríl 2023 19:45 KA/Þór verður að vinna. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór vann stórsigur á Stjörnunni í KA heimilinu í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu og unnu þær að lokum 14 marka sigur, lokatölur 34 - 18 og liðin á leið í oddaleik í Garðabænum næstkomandi sunnudag. Heimakonur mættu af miklum krafti inn í leikinn í dag sem Stjörnukonur virtust ekki ráða við. Vörn og markvarsla small og úr varð að heimakonur léku á alls oddi. Þegar 15 mínútur voru búnar af leiknum var staðan 9 - 1 fyrir KA/Þór, þá loks náði Lena Margrét Valdimarsdóttir að brjóta ísinn fyrir Stjörnuna og staðan þá litlu skárri 9 - 2. Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar þurfti að nýta tvö leikhlé í fyrri hálfleik en náði ekki að gíra sínar konur í gang, hálfleikstölur í KA heimilinu 16 - 7 fyrir KA/Þór. Ida Hoberg og Lydía Gunnasdóttir fóru fyrir sóknarleik heimakvenna í fyrri hálfleik, Ida með sex mörk og Lydía með fjögur mörk. Þá var Matea Lonac í banastuði í marki heimakvenna og var með 10 bolta varða eða 56% markvörslu. Seinni hálfleikur var algjört formsatriði eftir fyrri hálfleikinn. Stjörnukonur virtust ekki hafa neina trú á verkefninu og heimakonur juku forskot sitt hægt og rólega. Þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks var munurinn orðin þrettánd mörk, 23 - 10 fyrir KA/Þór og ljóst að oddaleikur myndi verða niðurstaðan. Áfram héldu heimakonur og þegar leiknum lauk var munurinn orðin 14 mörk, lokatölur í KA heimilinu 34 - 18 fyrir KA/Þór. Afhverju vann KA/Þór? Vörn og markvarsla var frábær frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu hjá heimakonum, þá var sjálfstraustið í botni þegar kom að sóknarleiknum og kaffærða heimakonur alveg gestunum. Hverjar stóðu upp úr? Úr liðinu Stjörnunnar er hægt að taka Lenu Margrét Valdimarsdóttir út fyrir sviga, hún var nokku góð í sínum aðgerðum og hélt haus út leikinn með sex mörk skoruð. Í liði KA/Þór var Matea Lonac frábær í markinu, hún var með 18 varða bolta og tók nokkra úr dauðafærum og hraðaupphlaupum. Ida Hober, Nathalia Baliana og Lydia Gunnþórsdóttir fóru fyrir sóknarleik heimakvenna annars var þetta liðssigur hjá heimakonum í dag þar sem allar lögðu í púkkið hvort sem það var í vörn eða sókn. Hvað gekk illa? Lið vinnur ekki leik sem skorar tvö mörk á fyrsta korterinu. Stjörnukonur byrjuðu leikinn á hælunum og það gekk nákvæmlega ekkert upp hjá þeim. Þær náðu ekki að mæta orkustigi heimakvenna og úr varð mikil eltingarleikur fyrir gestina frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hvað gerist næst? Liðin mætast í oddaleik næstkomandi sunnudag kl. 15:00. Hrannar Guðmundsson: Afhroð Hrannar GuðmundssonVísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var orðlaus þegar hann mæti í viðtal eftir leik og gat ekki annað en lýst vonbrigðum sínum á leik sinna kvenna í dag, „ég er bara orðlaus og veit ekki hvað ég á að segja.“ Spurður út í hvað klikkað þá spurði hann til baka, hvaða klikkaði ekki? „Vörn, markvarsla, hraðahlaup, sóknarleikur, þetta var bara afhroð. Þetta var bara ótrúlega lélegur leikur af okkar hálfu, þannig er það bara“ Hrannar reyndi hvað hann gat að keyra sínar konur í gangi og tók meðal annars tvö leikhlé í fyrri hálfleik sem hann telur að hafi ekki miklu skilað. „Ég tók leikhlé þegar við vorum sex mörkum undir og svo aftur þegar við vorum átta mörkum og svo lentum við tólf mörkum undir, þessi leikhlé skiluðu ekki því sem ég vildi. Það er ljóst“ Framundan er oddaleikur á milli þessara liða. „Við ræddum saman inn í klefa eftir leik og við þurfum bara að mæta á sunnudaginn og svara fyrir þetta, það er bara þannig. Við þurfum að sýna karakter, berjast í vörninni og fá eitthvað flot í sóknarleikinn.“ „Við þurfum að finna lausnir, þetta eru ekki bara leikmennirnir. Ég þarf líka að líta inn á við og finna lausnir,“ sagði Hrannar að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan
KA/Þór vann stórsigur á Stjörnunni í KA heimilinu í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni. Sigur heimakvenna var aldrei í hættu og unnu þær að lokum 14 marka sigur, lokatölur 34 - 18 og liðin á leið í oddaleik í Garðabænum næstkomandi sunnudag. Heimakonur mættu af miklum krafti inn í leikinn í dag sem Stjörnukonur virtust ekki ráða við. Vörn og markvarsla small og úr varð að heimakonur léku á alls oddi. Þegar 15 mínútur voru búnar af leiknum var staðan 9 - 1 fyrir KA/Þór, þá loks náði Lena Margrét Valdimarsdóttir að brjóta ísinn fyrir Stjörnuna og staðan þá litlu skárri 9 - 2. Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar þurfti að nýta tvö leikhlé í fyrri hálfleik en náði ekki að gíra sínar konur í gang, hálfleikstölur í KA heimilinu 16 - 7 fyrir KA/Þór. Ida Hoberg og Lydía Gunnasdóttir fóru fyrir sóknarleik heimakvenna í fyrri hálfleik, Ida með sex mörk og Lydía með fjögur mörk. Þá var Matea Lonac í banastuði í marki heimakvenna og var með 10 bolta varða eða 56% markvörslu. Seinni hálfleikur var algjört formsatriði eftir fyrri hálfleikinn. Stjörnukonur virtust ekki hafa neina trú á verkefninu og heimakonur juku forskot sitt hægt og rólega. Þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks var munurinn orðin þrettánd mörk, 23 - 10 fyrir KA/Þór og ljóst að oddaleikur myndi verða niðurstaðan. Áfram héldu heimakonur og þegar leiknum lauk var munurinn orðin 14 mörk, lokatölur í KA heimilinu 34 - 18 fyrir KA/Þór. Afhverju vann KA/Þór? Vörn og markvarsla var frábær frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu hjá heimakonum, þá var sjálfstraustið í botni þegar kom að sóknarleiknum og kaffærða heimakonur alveg gestunum. Hverjar stóðu upp úr? Úr liðinu Stjörnunnar er hægt að taka Lenu Margrét Valdimarsdóttir út fyrir sviga, hún var nokku góð í sínum aðgerðum og hélt haus út leikinn með sex mörk skoruð. Í liði KA/Þór var Matea Lonac frábær í markinu, hún var með 18 varða bolta og tók nokkra úr dauðafærum og hraðaupphlaupum. Ida Hober, Nathalia Baliana og Lydia Gunnþórsdóttir fóru fyrir sóknarleik heimakvenna annars var þetta liðssigur hjá heimakonum í dag þar sem allar lögðu í púkkið hvort sem það var í vörn eða sókn. Hvað gekk illa? Lið vinnur ekki leik sem skorar tvö mörk á fyrsta korterinu. Stjörnukonur byrjuðu leikinn á hælunum og það gekk nákvæmlega ekkert upp hjá þeim. Þær náðu ekki að mæta orkustigi heimakvenna og úr varð mikil eltingarleikur fyrir gestina frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Hvað gerist næst? Liðin mætast í oddaleik næstkomandi sunnudag kl. 15:00. Hrannar Guðmundsson: Afhroð Hrannar GuðmundssonVísir/Hulda Margrét Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var orðlaus þegar hann mæti í viðtal eftir leik og gat ekki annað en lýst vonbrigðum sínum á leik sinna kvenna í dag, „ég er bara orðlaus og veit ekki hvað ég á að segja.“ Spurður út í hvað klikkað þá spurði hann til baka, hvaða klikkaði ekki? „Vörn, markvarsla, hraðahlaup, sóknarleikur, þetta var bara afhroð. Þetta var bara ótrúlega lélegur leikur af okkar hálfu, þannig er það bara“ Hrannar reyndi hvað hann gat að keyra sínar konur í gangi og tók meðal annars tvö leikhlé í fyrri hálfleik sem hann telur að hafi ekki miklu skilað. „Ég tók leikhlé þegar við vorum sex mörkum undir og svo aftur þegar við vorum átta mörkum og svo lentum við tólf mörkum undir, þessi leikhlé skiluðu ekki því sem ég vildi. Það er ljóst“ Framundan er oddaleikur á milli þessara liða. „Við ræddum saman inn í klefa eftir leik og við þurfum bara að mæta á sunnudaginn og svara fyrir þetta, það er bara þannig. Við þurfum að sýna karakter, berjast í vörninni og fá eitthvað flot í sóknarleikinn.“ „Við þurfum að finna lausnir, þetta eru ekki bara leikmennirnir. Ég þarf líka að líta inn á við og finna lausnir,“ sagði Hrannar að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti