Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 21. apríl 2023 18:54 Tilkynnt var um átök á bílastæðinu við Fjarðarkaup laust fyrir miðnætti í gær. Þolandi var fluttur á slysadeild þar sem hann lést skömmu siðar. Vísir/Margrét Björk Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. Karlmaðurinn var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Hann var með fleiri en einn stunguáverka eftir árásina. Grímur Grímsson staðfesti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að handteknu væru „undir tvítugu,“ án þess að tilgreina nákvæman aldur. Spurður hvort barnaverndarnefnd hafi komið að málinu segir hann: „Sé að um að ræða sakhæfan einstakling á bilinu 15-18 ára, það er að segja áður en hann verður sjálfráða, þá er það unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld, já.“ Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Vitni tilkynntu árásina til lögreglu Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í dag og búið sé að yfirheyra þá sem voru handteknir: „Við teljum okkur vera búnir að fá nokkuð ljósa mynd af því sem gerðist.“ Hann segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um tengsl mannanna. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að engin tengsl virðast hafa verið á milli mannanna. Grímur segist ekki getað svarað því hvað hafi búið að baki en ráðist var í handtökur í gærkvöldi og í nótt. „Það voru vitni að árásinni sem tilkynntu til lögreglu. Við höfum verið að reyna að afla [myndbandsupptaka] í dag, hvort það séu upplýsingar í öryggismyndavélum í nágrenninu og það hefur gefist ágætlega. Það eru einhverjar myndir til, já.“ Hann segir ekkert benda til þess að atvikið tengist öðrum málum sem nýlega hafi komið inn á borð lögreglu, til dæmis varðandi ólgu í undirheimum. Grímur segir að hinir fjórir handteknu hafi allir verið Íslendingar. Í kvöldfréttum RÚV kemur fram að hinn látni hafi verið pólskur. Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Karlmaðurinn var stunginn til bana á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Hann var með fleiri en einn stunguáverka eftir árásina. Grímur Grímsson staðfesti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að handteknu væru „undir tvítugu,“ án þess að tilgreina nákvæman aldur. Spurður hvort barnaverndarnefnd hafi komið að málinu segir hann: „Sé að um að ræða sakhæfan einstakling á bilinu 15-18 ára, það er að segja áður en hann verður sjálfráða, þá er það unnið í samráði við barnaverndaryfirvöld, já.“ Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Vitni tilkynntu árásina til lögreglu Grímur segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir í dag og búið sé að yfirheyra þá sem voru handteknir: „Við teljum okkur vera búnir að fá nokkuð ljósa mynd af því sem gerðist.“ Hann segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um tengsl mannanna. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að engin tengsl virðast hafa verið á milli mannanna. Grímur segist ekki getað svarað því hvað hafi búið að baki en ráðist var í handtökur í gærkvöldi og í nótt. „Það voru vitni að árásinni sem tilkynntu til lögreglu. Við höfum verið að reyna að afla [myndbandsupptaka] í dag, hvort það séu upplýsingar í öryggismyndavélum í nágrenninu og það hefur gefist ágætlega. Það eru einhverjar myndir til, já.“ Hann segir ekkert benda til þess að atvikið tengist öðrum málum sem nýlega hafi komið inn á borð lögreglu, til dæmis varðandi ólgu í undirheimum. Grímur segir að hinir fjórir handteknu hafi allir verið Íslendingar. Í kvöldfréttum RÚV kemur fram að hinn látni hafi verið pólskur.
Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53